Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202210
Kórónuveiran hefur herjað á lands
menn af fullum krafti undanfarnar
vikur og hefur það haft töluverð
áhrif í samfélaginu. Í Leikskólan
um í Stykkishólmi hefur mikið ver
ið um fjarvistir bæði í hópi barna
og starfsfólks. Sigrún Þórsteins
dóttir leikskólastjóri var einmitt
í eldhúsinu að græja hádegismat
þegar blaðamaður Skessuhorns
heyrði í henni síðastliðinn föstu
dag.
„Maður gengur bara í þau störf
sem þarf,“ sagði hún og hló. „Við
höfum sloppið ótrúlega vel hér
í Stykkishólmi fram til þessa en
svo bara hellist þetta yfir okkur
núna. Ég held samt að ástandið sé
að lagast,“ sagði Sigrún á föstu
daginn. Síðustu daga hefur verið
heldur fámennt í leikskólanum en
þegar mest lét var aðeins þriðjung
ur starfsfólks í vinnu og 15 börn af
85. Leikskólinn hefur verið opinn
frá klukkan 915 undanfarna daga
og foreldrar sem geta haft börnin
sín heima beðnir um að gera það.
„Foreldrar hafa tekið rosalega vel
í þetta en auðvitað eru aðstæður
misjafnar hjá fólki og ekki allir sem
hafa tök á að vera með börnin sín
heima. Það er alveg skiljanlegt,“
segir Sigrún og bætir því við að
þrátt fyrir aðstæður hefur starfið
gengið vel og börnin aldrei verið of
mörg fyrir starfsfólkið. „Fólk hér
vill held ég leggja sig fram við að
stöðva smit og flestir halda börn
unum sínum heima ef það eru veik
indi á heimilinu. Við starfsfólk
ið höfum líka verið með grímur á
okkur allan daginn sem við höfum
ekki gert áður. En við reynum eins
og hægt er að koma í veg fyrir frek
ari smit,“ sagði Sigrún. arg
Borgfirskir bændur, sem standa
að baki Sláturhúsi Vesturlands í
Brákar ey, brugðu sér bæjarleið síð
astliðinn þriðjudag. Í samráði við
Icelandic Lamb og matreiðslu
manninn Gísla Matthías Auðuns
son á Skál í mathöllinni á Hlemmi,
voru kynntir réttir sem unnir voru
úr ófrosnu dilkakjöti af nýslátr
uðu. Fram til þessa hefur ekki ver
ið hægt að kaupa ferskt lamba
kjöt utan hefðbundinnar sláturtíð
ar á haustin. Gísli Matthías bauð
upp á lambatartar og steik af fram
hrygg en kjötið var frá búi Eiríks
Blöndal og fjölskyldu í Langholti
í Bæjarsveit. Dilkunum var slátr
að í Brákarey og unnið í samstarfi
við Gísla og fleiri veitingamenn. Á
þessum litla viðburði á Hlemmi var
einnig tekið upp kynningarefni um
þessa nýjung á markaðinum, blaða
menn mættu og bændur spjölluðu
við gesti.
Kjötið af nýslátruðu verður nú á
boðstólnum hjá nokkrum af fínni
veitingahúsum Reykjavíkur; Skál,
Óx og Tides. Þá er einnig hægt að
kaupa upprunamerkt ófrosið kjöt
hjá Ljómalind í Borgarnesi, versl
un Me&Mu í Garðabæ og í Pylsu
meistaranum á Hrísateig. Þá var
í febrúar boðið upp á ferskt kjöt í
völdum mötuneytum stærri fyrir
tækja.
Halda verkefninu áfram
Í nýliðnum febrúar var sérstakt átak
á vegum Iclandic Lamb, í samstarfi
við bændur sem tengjast Sláturhús
inu í Brákarey, þar sem kynnt var
ferskt ófrosið lambakjöt. Að sögn
Eiríks Blöndal hefur átakið gengið
vel og vakið athygli. Nú er stefnt á í
samstarfi við valda veitingamenn að
halda átakinu áfram. „Við teljum að
með því að geta boðið upp á ferskt
íslenskt lambakjöt utan hinnar
hefðbundnu sláturtíðar séum við að
stækka markaðinn og vekja athygli
á gæðum íslensks lambakjöts. Það
má kalla fram sérstöðu og auk
in bragðgæði með þessu móti, kjöt
sem aldrei hefur frosið. Það er afar
mikilvægt að fá til liðs við okkur úr
val matreiðslumanna sem kunna að
gera veislumat úr þessu hráefni,“
segir Eiríkur. Hann segir að auka
megi verðmætin með þessu, en
viðurkennir að vissulega hafa ekki
allir sauðfjárbændur möguleika á
að halda á húsi lömb, sem slátrað
er um miðjan vetur. „Við höfum
rúmgóð fjárhús heima hjá okkur í
Langholti og nýtum hálm úr korn
ræktinni sem undirlag. Við ólum
lömbin bæði á þurru heyi og korni
sem við ræktum sjálf. Í það minnsta
er þetta tilraun til að auka verðmæti
í sauðfjárrækt. Fjöldi veitingahúsa í
heimsklassa eru nú hérlendis og
margir gestir leita eftir matarupp
lifun, þar sem sagan fylgir. Samtalið
við veitingamennina er mjög verð
mætt,“ segir Eiríkur.
Áframvinnsla þess
sem til fellur
Handverksframleiðslan undir nafn
inu Brákarey er í raun smá í snið
um, rekin af nokkrum bændum í
Borgarfjarðarhéraði sem standa að
Sláturhúsi Vesturlands. Þessi hand
verksframleiðsla á að tryggja m.a.
rekjanleika afurðanna og að virðing
sé borin fyrir búfé, bændum, landi
og náttúru í öllu framleiðsluferlinu.
Á vegum Brákareyjar er svo unnið
að fleiri nýjungum og áframvinnslu
þess hráefnis sem fellur til af lamb
inu. Gærur eru sendar til Svíþjóð
ar í sútun og þá er einnig unnið
leður úr lambaskinni. „Við erum
nú búin að koma gærunum í sölu í
helstu verslunum sem eru að þjón
usta ferðamenn sérstaklega. Erum
því bjartsýn á að ná að selja þann
lager sem nú er til, eða um þúsund
gærur,“ segir Eiríkur.
mm
Eiður Ólafsson útgerðarmaður á
Akranesi seldi í ágúst á liðnu ári
bát sinn, Ísak AK. Kaupandinn var
Eskja ehf á Eskifirði sem átti ónot
aðar veiðiheimildir í bolfiski. Eiður
hefur því gert áfram út bátinn í um
boði Eskju. Í viðtali við Aflafrétt
ir segir Eiður að ástæður sölunn
ar hafi annars vegar verið litlar
aflaheimildir sem hann átti, eða um
70 tonn, og hins vegar að erfiðlega
hafi verið að manna bátinn, með
al annars út af þeirri leiðu kvöð að
stýrimaður þurfi að vera um borð ef
róður tekur meira en 14 tíma.
mm
Núna á mánudaginn mættu margir í sýnatöku í Stykkishólmi. Ljósm. sá.
Fámennt í Leikskólanum
í Stykkishólmi
Leikskólinn í Stykkishólmi.
Ísak Ak við
bryggju.
Seldi bátinn en rær áfram
í umboði Eskju
Landað úr Ísak á liðnu sumri. Hér eru þeir Eiður Ólafsson og Elvar Elíasson en fjær
er Böðvar Ingvason. Aflinn úr þessum róðri var hálft fimmta tonn af rígvænum
þorski, sem flokkaðist í 5+ kílóa en þó mest í 8+ kílóa þyngdarflokk.
Gærur undir vörumerkinu Brákarey, sem tilbúnar eru til sölu í verslunum.
Ryðja brautina með fersku lambakjöti
Þau stóðu að kynningu á fersku lambakjöti á Hlemmi síðasta þriðjudag. F.v.
Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic lamb, Tjörvi Bjarnason útgef-
andi, Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum, Eiríkur Blöndal og Sigurbjörg
Ósk Áskelsdóttir bændur í Langholti.
Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður bar fram lambatartar.