Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 13
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Laugardaginn 26. mars 2022 verður kosið um sameiningu sveitarfélaga
í tvennum kosningum sem hér segir;
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi
fer hún fram á eftirtöldum stöðum:
Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30 til 13:00.
Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppstjóra, Þverá
Alla virka daga kl. 12:00 til 13:00.
Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00 til 15.00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.
Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Stykkishólmi, 24. febrúar 2022
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
sem skipstjóri, en var að þessu sinni
háseti hjá Hafsteini, elsta syni sín
um. Hann var þekktur fyrir æðru
leysi og lét fátt slá sig út af laginu.
Nokkrum árum áður en slysið varð
fór hann að finna fyrir verkjum fyr
ir brjósti og við rannsókn kom í ljós
að hann var með hjartasjúkdóm og
það þurfti að tengja fram hjá fjór
um æðum. Hann hafði byrjað aftur
á sjó þremur mánuðum áður. Garð
ar var að byrja á vakt, var kominn
í vinnugalla og á leið upp á þilfar
þegar skipið byrjaði að hallast á
bakborðshliðina. Hann rifjaði upp
upplifun sína af slysinu í viðtali við
Reyni Traustason, þáverandi stýri
mann Sléttanessins frá Ísafirði
og núverandi ritstjóra Mannlífs, í
tímaritinu Úrval þremur árum eft
ir slysið.
„Ég fann að skipið hélt áfram að
leggjast án þess að nokkur skýr
ing væri á því. Þetta gerðist allt svo
snöggt að enginn tími vannst til að
fara aftur í vél eða niður í lest. Við
fórum því beint upp á dekk og þaðan
upp á efra dekkið og í brúardyrnar,“
segir Garðar um fyrstu mínúturnar
eftir að hann áttaði sig á því hvað
væri að gerast. Hann var hálfnað
ur að klæða sig í flotgallann þegar
hann fékk högg á hnéð og kastaðist
aftur á bak á þilfarið. „Björgunar
báturinn kastaðist úr sætinu vegna
hins mikla halla sem kominn var
á skipið. Báturinn, sem var í hylki
og vegur á annað hundrað kíló,
lenti af fullum þunga á fætinum á
mér. Sársaukinn var nístandi og ég
fann strax að fóturinn var brotinn
þannig að ég gat ekki stigið í hann.
Skipið var alveg komið á hliðina
og það var aðeins mínútuspursmál
hvenær það sykki alveg. Ég náði
ekki að renna upp flotbúningnum
en gerði mér grein fyrir að ég yrði
umsvifalaust að stökkva í sjóinn
til að sogast ekki niður með skip
inu. Ég held að það hafi ekki liðið
meira en fimm mínútur frá því að
skipið byrjaði að hallast og þang
að til það var sokkið.“ Garðar flaut
svo um í sjónum og gat litla björg
sér veitt í órenndum flotgalla og
illa fótbrotinn. Hann sá hvar Guð
björgin sigldi fram hjá honum án
þess að verða hans var. Það var svo
Sléttanesið sem sá glitta á eitthvað í
sjónum og fann Garðar og honum
var bjargað um borð fyrir einskæra
tilviljun.
Áfall að hætta leit
Hafsteini og hinum skipverjunum
sem komust í björgunarbátana var
bjargað um borð í Guðbjörgu ÍS
46 en hann segist allan tímann hafa
vitað að stuttur tími væri í björg
un. Hann vissi af fjölmörgum öðr
um skipum á veiðum á sama svæði
og að kallað hefði verið á hjálp á
vinnurásinni. „Þegar við komum
um borð í Guðbjörgu fréttum við
að einum manni hefði verið bjarg
að upp úr sjónum af Sléttanesinu.
Fljótlega fékk ég að vita að það var
pabbi. Sævar Gíslason sem stökk
samferða mér frá borði fékk hins
vegar engar fregnir af föður sínum
sem stóð með okkur í brúnni rétt
undir það síðasta. Pabbi var slasað
ur og það var því farið með hann
beina leið í land en við hinir tókum
hins vegar þátt í leit að þeim þrem
ur sem vantaði allan daginn og
fram á kvöld. Innst inni vissi ég hins
vegar að Sigmundur, Simbi, hefði
aldrei komist frá borði. Ég sá hann
aldrei og vissi að hann hafði ekki
verið á vakt. Hansi og Gísli voru
hins vegar, eins og ég sagði, með
okkur í brúnni nokkrum mínútum
áður en skipið sökk. Um kvöldið
var leitinni síðan frestað enda kom
ið leiðindaveður. Það var gríðarlega
erfitt að hætta leit þegar enn vant
aði þrjá menn,“ segir Hafsteinn.
Þrír menn fórust
Alls björguðust níu menn af Kross
nesinu og þrír menn fórust. Af
þeim níu sem björguðust eru sjö á
lífi en Garðar Gunnarsson lést árið
2000 eins og áður segir og Torfi
Freyr Alexandersson lést árið 2006.
Mennirnir þrír sem fórust er
Krossnes SH sökk voru Gísli Árna
son háseti 61 árs, Hans Guðni
Friðjónsson vélstjóri 34 ára og Sig
mundur Magnús Elíasson mat
sveinn 32 ára. Allir voru þeir bú
settir í Grundarfirði. Gísli lét eftir
sig eiginkonu og fjögur uppkom
in börn, Hans Guðni lét eftir sig
tvö börn og Sigmundur lét eftir sig
sambýliskonu og þrjú börn.
Kveðja til þeirra sem fórust
Eftirfarandi er kveðja frá skip
verjum Krossness til þeirra er fór
ust og var hún einnig lesin upp við
minningarathöfnina síðastliðinn
miðviku
„Í gegnum tíðina hefur talsverð hætta
fylgt starfi okkar sjómanna. Sagan seg-
ir frá mörgum hörmulegum sjóslysum
fyrr á árum. Síðan hefur farkostur sjó-
mannsins og vinnustaður, skipið, stækk-
að og þróast, sífellt meiri kröfur eru
gerðar til öryggis okkar sem sjóinn
stundum. En áhættan er ávallt til stað-
ar og hana ber að virða.
Okkur hættir oft til að segja við sjálfa
okkur; „það kemur ekkert fyrir mig“.
Og sjálfsagt hefur engan okkar órað
fyrir er við hófum störf að við myndum
standa frammi fyrir þeirri hræðilegu
staðreynd að skipið okkar væri að farast.
Og þó handtök væru snör og góð þjálfun
úr Slysavarnaskóla sjómanna náðu ekki
allir landi. Sú hörmulega staðreynd
blasti við okkur skipbrotsmönnum að
þrjá vantaði í hópinn. Félagar okkar og
vinir, þeir Gísli Árnason, Hans Guðni
Friðjónsson og Sigmundur Magnús El-
íasson, voru ekki á meðal vor. Í hinn
samstillta hóp var komið skarð sem
aldrei verður fyllt. Hin harða barátta
fyrir því að halda lífi verður hljóm eitt
samanborið við þessa staðreynd.
Yfir fögru byggðinni heima grúfði
skuggi sorgar og blóðtakan var mikil
fyrir svo lítið byggðarlag.
Kahlil Gibran kemst svo að orði:
„En ég segi þér, sorgin og gleðin ferð-
ast saman að húsi þínu, og þegar önn-
ur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi
þínu.“
En við sem eftir lifum munum varð-
veita með okkur minninguna um Sig-
mund, ætíð kátan og glaðan, hrók alls
fagnaðar á sjó og í landi; um Hans,
skáldið og lífsspekinginn, alvarlegan og
hugsandi, elskandi náttúruna og allt líf;
um Gísla, reyndan sjómann sem alltaf
var reiðubúinn til að kenna og leið-
beina, vingjarnlegur og fórnfús.
Við munum varðveita með okkur
minninguna um duglega og samvisku-
sama félaga, sem hver á sinn hátt gerði
lífið um borð skemmtilegra og inni-
haldsríkara. Á kveðjustund sjáum við
hve ríkir við erum af öllum þessum
minningum.
Gibran segir á öðrum stað:
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig
glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
Við biðjum algóðan Guð að varðveita
með okkur minninguna góðu, við biðj-
um hann einnig að varðveita ástvinina
og vera þeim stoð í sorg þeirra.
Skipsfélagar.“
tfk
Með síðustu myndunum sem teknar voru af Krossnesinu. Ljósm. Guðlaugur
Albertsson.
Aðstandendur og áhafnarmeðlimir hlýða á orð Hafsteins.