Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 23 Á fundi Skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraneskaupstaðar á þriðju­ daginn var lagt til við bæjarráð að fjárfestingaráætlun árið 2022 verði uppfærð með tilliti til þess að húsin við Suðurgötu 108, Suðurgötu 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði rifin niður. Húsin sem um ræðir við Dal­ braut 8 og 10 hýstu áður starf­ semi Orkuveitunnar og Fjöliðj­ unnar. Á Suðurgötu 108 voru m.a. AA samtökin á Akranesi og Ljós­ myndafélagið Vitinn með aðstöðu til margra ára og Suðurgata 124 er tveggja íbúða hús og er við hliðina á Sjúkraþjálfun Akraness. vaks Mennta­ og menningarmála­ ráðuneytið, með aðkomu félags­ málaráðuneytisins, hefur falið Menntavísindasviði Háskóla Ís­ lands að framkvæma æskulýðs­ rannsóknir á tímabilinu 2021­ 2026 samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007. Á næstunni er ráðgert að leggja könnun fyrir grunnskóla­ börn í 4., 6., 8. og 10. bekk á Ís­ landi. Könnunin nefnist Heilsa og lífskjör skólanema 2022 (HBSC, Health Behaviour in School­aged Children) og er ein viðamesta rannsókn samtímans á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks. Könnunin hefur verið lögð fyrir grunnskólabörn á fjögurra ára fresti í um 50 löndum í Evrópu og Norður Ameríku. Á Íslandi hefur könnunin verið framkvæmd frá ár­ inu 2006 en heilsuvísar og saman­ burður alþjóðasamtaka fyrir börn og ungmenni hvíla að miklu leyti á niðurstöðum úr könnuninni. Viðfangsefni rannsóknarinnar eru víðtæk en meðal annars er spurt um viðhorf til skólans, um lífsstíl, næringu, hreyfingu, tómstundir, óhöpp, tannhirðu, líðan, félagsleg tengsl og umhverfi nemenda, auk þess sem spurt er um nokkra lífs­ stílstengda áhættuþætti. Þátttaka sem flestra barna er afar mikilvæg til að ná sem áreiðanlegustu niður­ stöðum þar sem rannsóknin eflir og styrkir til muna störf fræðimanna og stofnana sem vinna að forvörn­ um meðal ungmenna á Íslandi. Þátttaka nemenda er valkvæð og foreldrar/forsjáraðilar þeirra geta hafnað þátttöku. Könnunin er ópersónugreinanleg og verður lögð fyrir á rafrænu formi í kennslustof­ unni meðan á skólatíma stendur. Siðanefnd háskólanna um vísinda­ rannsóknir hefur fjallað um efni og framkvæmd rannsóknarinnar og gerir ekki athugasemdir. Áætluð tímasetning fyrirlagnar er frá febrúar til mars 2022, nánari tímasetning fer eftir samkomu­ lagi við stjórnendur hvers skóla. Tengiliður í skólanum mun upp­ lýsa nemendur um að könnunin sé ópersónugreinanleg og að nem­ endum sé ekki skylt að taka þátt, svara einstökum spurningum sem þeir eiga erfitt með að svara eða vilja sleppa og hætt hvenær sem er. vaks Árvekni­ og fjáröflunar­ átak Einstakra barna undir slagorðinu „Með fræðslu kemur skilning­ ur með skilningi kemur stuðningur“ hófst í síð­ ustu viku. Því er ætlað að auka samfélagslegan skilning á stöðu barna/ ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma/heilkenni. Hátt í 600 íslensk börn/ungmenni sem glíma við sjaldgæfa sjúk­ dóma/ heilkenni eru í fé­ lagi Einstakra barna og þrátt fyrir fjölmennan hóp félagsmanna fær fé­ lagið engan opinberan stuðning til þess að sinna þessu risastóra verkefni. Gríðarleg fjölgun hef­ ur verið í félaginu síð­ ustu ár þar sem lækna­ vísindum fleytir fram og börn eru að greinast mun fyrr en áður var. Fé­ laginu hefur borist 8­10 umsóknir um félags­ aðild á mánuði síðustu þrjú árin og mörg börn í þeim hópi höfðu verið ógreind lengi. „Félagið Einstök börn þarf að vera virkt og styðjandi fyrir félagsmenn,“ segir Guðrún Helga Harðardóttir, fram­ kvæmdastjóri Einstakra barna, sem segir að engin landsáætlun sé til um sjaldgæfa sjúkdóma þrátt fyrir yfir­ lýsingar og loforð yfirvalda allt frá árinu 2012. „Það telja sig allir vera að gera vel en okkar félag og fé­ lagsmenn falla ítrekað á milli ráðu­ neyta, milli stofnana og milli lausna – þrátt fyrir loforð um breytingar og úrbætur. Því hefur þetta sett á félagið gríðarlega þungar áskoran­ ir í formi þjónustu sem við þurfum að veita okkar fólki án aðkomu hins opinbera.“ Félagið sinnir talsvert stóru hlut­ verki í grunnþjónustu við fjöl­ skyldurnar, þjónustu er snýr að ráðgjöf og skilningi, áfallahjálp og úrvinnslu vegna áfalls. Félag­ ið býður sínum fjölskyldum upp á fagþjónustu og jafningjafræðslu – fólk finnur þannig farveg sem hentar þeim í því samfélagi sem þau átti ekki von á að vera stödd í. Félagið hefur margsannað tilveru sína og þörf fyrir þau úrræði og þjónustu sem það veitir. Fræðslu­ starfsemi félagsins hefur verið afar mikilvægur punktur í gegnum árin og mun verða um komandi ár. Í ár sendir félagið efni á alla grunnskóla og leikskóla með það að markmiði að fá þá til að auka fræðslu og samtal um það að við erum öll allskonar og það þarf að passa að all­ ir fái að vera með og fái rými í samfélaginu. „Félagið er 25 ára þann 13. mars næst­ komandi og erum við að opna nýja skrifstofu í húsnæði sem mun henta félaginu og allri starf­ semi þess. Einstök börn opna Aðstandendasetur fyrir einstaka barnið og þá sem standa barninu nærri. Til þess að þetta geti allt gengið upp, og óskir fjölskyldna okkar geti ræst um aukna þjón­ ustu í formi hópastarfs og fræðslu, þá þurfum við á gríðarlegri inn­ spýtingu að halda. Fjár­ munir hafa verið af afar skornum skammti síð­ ustu tvö árin og erfitt hefur reynst að safna fé og öll okkar orka hefur beinst að því að halda utan um fjölskyldur í erf­ iðum varnarsóttkvíum og styðja við þau í því flókna verkefni sem heimsfaraldurinn er fyrir þennan hóp. En núna hefst einnig upp­ bygging á starfsemi miðað við ný og þyngri verkefni. Fjöldinn all­ ur af nýjum fjölskyldum hafa stig­ ið sín fyrstu skref innan félagsins síðustu tvö árin í Covid­19 árferði og þau þurfa þjónustu ásamt öllum hinum. Leitum við því nú til sam­ félagsins ­ einstaklinga og fyrir­ tækja.“ mm Könnun um heilsu og lífskjör skólanema Árvekniátak Einstakra barna er hafið Suðurgata 124. Fjögur hús á Akranesi fara brátt undir fallhamarinn Dalbraut 10. Dalbraut 8. Suðurgata 108.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.