Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20224 Síðastliðinn föstudagur var í sjálfu sér ánægjulegur dagur í sögu landsins. Þá ákváðu hérlend stjórnvöld að aflétta öllum takmörkunum á frelsi fólks. Veiran sem barst til landsins fyrir tveimur árum hefur sett ríkan svip á allt. Við fengum að kynnast takmörkunum af ýmsu tagi, sóttvarnir voru efldar og þess vegna fyrst og fremst hefur þjóðin komist bærilega út úr ástandinu. Vissulega hafa sextíu manns dáið á þessum tíma, margir veikst og talsvert um að fólk búi lengi við afleiðingar veikinnar. Afbrigði veirunnar sem nú grasserar er hins vegar líkara kvefpest eins og var hér áður. Nú er bara að krossa fingur og vona að stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun með að aflétta hömlum um síðustu helgi. Töluvert var um gleðskap og hátíðarhöld á föstudagskvöldið. Líkt og kýr að vori spratt unga fólkið fram, fór úr kósígallanum og út á lífið eins og það er kallað. En hátíðin var engu að síður í skugga annarra og miklu þyngri tíðinda. Í síðustu viku réðust Rússar inn í Úkraínu og hófu stríð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti tók ákvörðun um innrás í land sem hon­ um fannst vera orðið óþægilega vinveitt vesturlöndunum. Líklegasta skýr­ ingin á þessu athæfi er sú að hann er orðinn gamall maður og vill greinilega láta minnast sín sem einhvers konar hetju sem gerði Rússland að nýju að stórveldi í anda Sovétríkjanna sálugu. Innrásin kostaði strax blóðsúthell­ ingar því úkraínska þjóðin ætlaði ekki að gefa tommu eftir. Þegar þetta er skrifað hafa fjórir dagar liðið frá innrásinni sem kostað hafa mörg hundruð mannslíf og allskyns hörmungar. En viðbrögð við þessu glapræði Pútíns koma honum sjálfum mest á óvart. Vonir hans um skjótan sigur hafa að engu orðið. Jafnvel langtímabandamenn Rússa hafa snúið við þeim baki. Áður en til innrásar Rússa kom hafði Pútín sakað Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra um að hunsa kröfur þeirra um að Úkraína fengi ekki inn­ göngu í NATÓ. Sagðist ekki ætla sér að hertaka Úkraínu, það væri Úkra­ ínumanna sjálfra að kjósa um hverjir stjórnuðu landinu. Þegar á reyndi hefur svo komið í ljós að úkraínska þjóðin hefur engan áhuga á að verða handbendi Rússa, þvert á móti. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt hernað­ inn og boðað mjög harðar og afdráttarlausar efnahagsþvinganir. Rússar verða að óbreyttu varnarlausir og einangraðir. En það er einmitt í þeirri stöðu, þegar menn eru málaðir út í horn, sem þeir verða hættulegastir. Um helgina var Pútín farinn að hóta því að beita kjarnorkuvopnum, sem sýnir betur en annað hvílíkt lítilmenni hann er. Hann hefur ítrekað varað önn­ ur ríki við því að skipta sér af athöfnum rússneska hersins, innrásinni hafi verið ætlað að vernda íbúa austurhéraðanna. „Öll afskipti hefðu afleiðingar sem enginn hefði kynnst áður í sögunni,“ hótaði hann. Ekki er erfitt að gera sér í hugarlund hvað það þýðir. Íslensk stjórnvöld hafa staðið einhuga að mótmælum við Rússa. Þverpóli­ tísk samstaða náðist um það á íslenska þinginu. Gott að vita að þegar á reynir geti menn staðið saman, jafnvel þar. Við höfum hins vegar ekki mörg tromp á hendi Íslendingar til að veifa í austur. Jú, við höfnuðum því að Rússar mættu taka þátt í Eurovisjón! Við getum því fátt annað gert en liðk­ að fyrir auknu herliði Bandaríkjamanna í Keflavík og svo vonað hið besta. Sú staðreynd að stríð geisar í Evrópu er hræðileg í alla staði. Þjóðir heims ættu að hafa varnagla til að koma í veg fyrir slíkt. Vonandi einangr­ ast Rússlandsforseti svo annað hvort herinn eða/og rússneska þjóðin komi honum frá völdum. En þar til það gerist verður gleðin yfir afléttingu sótt­ varnaráðstafanna hér innanlands einhvern veginn eins og hjáróma aukaat­ riði í öllu samhengi. Við þessi örþjóð verðum að vona hið besta, getum fátt annað. Jú, kannski mætti senda rússneska sendiherrann í frí? Magnús Magnússon. Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hátíð í skugga ógnar Eins og kom fram í frétt Skessu­ horns 21. janúar síðastliðinn hafa hluthafar í Skaginn 3X samþykkt að selja þýska fyrirtækið Baader allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu, eða um 40%. Fyrir réttu ári var 60% hluturinn seldur. „Baader hefur nú þegar hafið samþættingu á starf­ semi félaganna sem lýkur með því að Skaginn 3X verður hluti Baader samstæðunnar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu vegna kaupanna á Skaginn 3X. „Fjárfestingin undirstrikar mikil­ vægi íslenska markaðarins fyrir Baader. Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X og víðtæk sérfræðiþekking starfsfólks félagsins eru mikilvægir þættir í að styrkja stefnu Baader um alþjóðlegan vöxt. Samþætting einstaks þekkingargrunns fyrir­ tækjanna mun flýta fyrir allri þróun í uppsjávar­ og hvítfiskvinnslu sem og í kælingu, afþíðingu, frystingu og annarri meðhöndlun á fiski, ali­ fuglum, kjöti og annars iðnaðar.“ Þá segir Robert Focke fram­ kvæmdastjóri Baader í tilkynn­ ingunni að samhliða því að Skaginn 3X verði hluti af Baader, sé hægt að bjóða heildarlausnir fyrir allar sjávarafurðir. „Þetta eru sérstak­ lega góðar fréttir fyrir viðskipta­ vini okkar. Þeir mega búast við því að á skömmum tíma munum við geta boðið um allan heim sam­ þætta tækniþekkingu okkar, vörur og þjónustu,“ segir Robert Focke. Petra Baader stjórnarformað­ ur og eigandi Baader tekur í sama streng. „Við erum mjög ánægð með að bjóða Skaginn 3X velkom­ inn í Baader fjölskylduna. Starfs­ fólk Skaginn 3X býr yfir einstakri sérfræðiþekkingu og nýsköpunar­ getu sem mun stuðla að sameigin­ legum árangri okkar til framtíðar,“ segir Petra Baader. Loks kemur fram í tilkynningu að Guðjón M. Ólafsson mun áfram stýra Skaginn 3X á Íslandi, studd­ ur af Jóhönnu Waagfjörð fjármála­ stjóra, auk stjórnenda Baader. Jef­ frey Davis, forstjóri ISEA Partners mun áfram gegna starfi stjórnarfor­ manns Skaginn 3X. mm Á fundi skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraness í síðustu viku lagði ráðið til að reynt verði að bæta umgjörð um aðstöðu til leikja yfir vetrar tímann á Akranesi og horft verði meðal annars til eftirfarandi þátta: Stækka hól við Jörundarholt, skoða með skautasvell í skógrækt­ inni og á fleiri stöðum og koma upp aðstöðu fyrir gönguskíðabrautir. Skipulags­ og umhverfisráð fól skipulags­ og umhverfissviði að vinna málið áfram og að leitað verði til íbúa um tillögur til úrbóta á aðstöðu til vetrarleikja. vaks „Íslensk stjórnvöld fordæma harð­ lega víðtækar árásir rússneskra stjórnvalda á Úkraínu og lýsa harmi yfir þeirri eyðileggingu og þján­ ingu sem slík innrás óhjákvæmi­ lega veldur,“ segir í tilkynningu frá utan ríkisráðuneytinu. „Hugur okkar er hjá því sak­ lausa fólki sem verður fyrir barðinu á stríðsrekstri og ógnartilburðum Rússlands í Úkraínu. Ísland for­ dæmir harðlega ólögmæta inn­ rás Rússlands í Úkraínu sem á sér enga réttlætingu. Við krefjumst þess að Rússar stöðvi hernaðarað­ gerðir sínar sem geta valdið mikl­ um hörmungum. Árásin er alvar­ legt brot á alþjóðalögum og kallar á hörð viðbrögð frá alþjóðasamfé­ laginu,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Stríðsrekstur Rússa í Úkra­ ínu er raunveruleg ógn við öryggi í Evrópu. Við stöndum staðfast­ lega með okkar bandalagsríkjum og nánustu samstarfsríkjum og tökum fullan þátt í víðtækum þvingunar­ aðgerðum sem verða útfærðar í dag og á morgun. Ísland hefur lýst algjörum stuðningi við Úkra­ ínu og fordæmir innrás gegn lög­ helgi landamæra þeirra. Við tökum heilshugar undir kröfu um að Pútín Rússlandsforseti dragi herlið sitt tafarlaust frá Úkraínu,“ segir Þór­ dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mm Skaginn 3X orðinn hluti af Baader Hóllinn við Jörundarholt, oft nefndur Mikka Mús hóllinn af börnum bæjarins. Ljósm. vaks Skoða að bæta umgjörð yfir vetrartímann Volodymyr Zelenskiy forseti Úkraínu heilsar hér upp á hermenn í framlínunni í Donetsk héraði. Ljósm. EPA Íslendingar fordæma innrás Rússa í Úkraínu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.