Morgunblaðið - 07.04.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
fy
rir
va
ra
.Tenerife
sl
ík
u.
.
tá
n
f
20. apríl í 14 nætur
Ævintýraeyjan
595 1000 www.heimsferdir.is
Flug & hótel frá
98.000
14 nætur
Verð frá kr.
119.900
Fermingartilboð
ÍSLENSK HÖNNUN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Ég skora á ríkisstjórnina að skýla
sér ekki á bak við einhverjar fyrning-
arreglur. Þau eiga að taka ábyrgð á
þessum verknaði og gera að fullu upp
við þá sem hafa síðan 2009 þurft að
draga fram lífið á upphæðum sem ná
ekki einu sinni lágmarksframfærslu-
viðmiðum, sem eru lögbundin,“ segir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for-
maður Öryrkjabandalags Íslands.
Óheimilt er að skerða sérstaka
framfærsluuppbót á þeim forsendum
að bótaþegi hafi búið hluta starfsævi
sinnar erlendis. Þetta er niðurstaða
Hæstaréttar í máli öryrkja gegn
Tryggingastofnun. Málið gæti kostað
ríkið nokkra milljarða og svo í fram-
haldinu árlega hundruð milljóna.
Hæstiréttur staðfesti í gær niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem
felldi í síðasta mánuði dóm í máli konu
gegn Tryggingastofnun ríkisins
vegna þeirrar framkvæmdar stofnun-
arinnar.
Konan hefur verið metin með há-
marksörorku (75%) frá 1. mars 2011.
Hún er íslenskur ríkisborgari, fædd
og uppalin hér á landi en bjó tíma-
bundið í Danmörku. Í samræmi við
lög um almannatryggingar á fólk rétt
á fullum bótum hafi það búið 40 ár á
Íslandi milli 16 og 67 ára aldurs, en
hafi það búið styttra fær það bætur í
hlutfalli við búsetutímann. Fær konan
því 78,5% af fullum örorkulífeyri á Ís-
landi. anton@mbl.is
Óheimilt að skerða
framfærsluuppbót
- Mikill kostnaður fyrir ríkissjóð
Reykjavíkurskákmótið var sett í Hörpu í gær. Alls eru
270 keppendur á mótinu og þar af 24 stórmeistarar. Po-
uya Idani frá Íran er stigahæstur (2.638) og hér leikur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrsta leik mótsins.
Morgunblaðið/Eggert
Kviku Reykjavíkurskákmótið 2022 hafið
Matvælaráðuneytið vinnur að því að
útvega aðstöðu svo hægt verði að
setja gæludýr flóttafólks frá Úkra-
ínu í einangrun eftir komu til lands-
ins. Reiknað er með að málið verði
leyst á næstu dögum. Að sögn ráðu-
neytisins mun ríkið væntanlega
standa straum af kostnaði við ein-
angrunina líkt og aðra aðstoð við
flóttafólkið. Matvælaráðherra ákvað
að veita undanþágu frá gildandi
banni við innflutningi gæludýra frá
Úkraínu að uppfylltum skilyrðum,
svo fólk geti haft gæludýrin með sér.
„Það þarf sér einangrunaraðstöðu
fyrir þessi dýr,“ segir Hrund Hólm,
dýralæknir og deildarstjóri hjá Mat-
vælastofnun (MAST). Ástæðan er sú
að dýr frá Úkraínu hafa ekki farið í
gegn um sama undirbúningsferli og
almennt gildir um dýr sem flutt eru
inn. Rætt hefur verið við tvær ein-
angrunarstöðvar fyrir dýr sem eru í
rekstri, önnur í Höfnum og hin rétt
hjá Hellu.
Þetta mun kalla á lengri einangr-
un dýranna en venjulega gildir um
dýrainnflutning. Hundaæði fyrir-
finnst í Úkraínu. Þurfi að bólusetja
við því er gerð mótefnamæling mán-
uði seinna til að skoða hvort bólu-
setning tókst. Þá tekur við bið því
meðgöngutími hundaæðis getur ver-
ið margar vikur. Sömu reglur gilda
hér og í löndum ESB varðandi inn-
flutning frá þriðju ríkjum sem ekki
eru á lista og þar sem hundaæði er til
staðar. Einnig eru hér viðhafðar
miklar varnir gegn því að dýrasjúk-
dómar og ýmis sníkjudýr berist til
landsins. Tiltölulega lítið er um dýra-
sjúkdóma hér á landi.
MAST hefur fengið töluvert af
fyrirspurnum um innflutning hunda
og katta frá Úkraínu og þær hafa
verið skráðar niður. Hrund segir að
um leið og málin skýrast verði haft
samband við fyrirspyrjendur. Oft er
um að ræða fólk hér á landi sem er að
aðstoða flóttafólk sem er að undir-
búa komu sína. Eins hafa komið fyr-
irspurnir frá samtökum og sendiráð-
um. MAST hefur ekki upplýsingar
um fjölda dýranna. gudni@mbl.is
Koma gæludýra frá
Úkraínu undirbúin
- Þurfa allt að fjögurra mánaða einangrun vegna aðstæðna
Morgunblaðið/Eggert
Gæludýr Spurt hefur verið um innflutning hunda og katta frá Úkraínu.
Dýrin fara í einangrun við komu til landsins. Mynd tekin í Kattholti.
Emil Hilmarsson
tölvunarfræð-
ingur hefur verið
ráðinn í nýtt
starf forstöðu-
manns upplýs-
ingatæknisviðs
hjá Árvakri.
Hann starfaði áð-
ur sem deild-
arstjóri upplýs-
ingatæknideildar Norðuráls.
Undir upplýsingatæknisvið
heyra netdeild og tæknideild sem
sinna öllu því sem snýr að bæði
hugbúnaði og tölvubúnaði fyrir-
tækisins. Miklar breytingar hafa
orðið í upplýsingatækni hjá fjöl-
miðlum á liðnum árum og fram
undan eru sömuleiðis breytingar á
þessu sviði. Ráðning öflugs stjórn-
anda til að leiða nýtt upplýsinga-
tæknisvið er liður í frekari sókn
Árvakurs á þessum vettvangi.
Nýr forstöðumaður
upplýsingatækni
Emil Hilmarsson
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir
hefur brugðist við beiðni félagsmála-
ráðuneytisins og aflað húsnæði sem
dugir fyrir um þúsund hælisleitendur
að hverju sinni. Stendur fólkinu til
boða að dvelja þar í mislangan tíma,
allt frá tveimur vikum og upp í ein-
hverja mánuði.
Eignirnar sem um ræðir eru stað-
settar á suðvesturhorni landsins. Eru
70% þeirra ætlaðar til fyrstu dvalar
en 30% þeirra eru ætlaðar sem úr-
ræði sem duga í þann tíma sem líður
frá því að hælisleitandi hefur fengið
landvistarleyfi og fer úr umsjá Út-
lendingastofnunar, þar til sveit-
arfélög geta tekið við fólkinu.
Unnið er að því að afla húsnæðis
víðar um landið og hafa yfir 20 aðilar
boðið fram aðstoð sína við það, að því
er fram kemur í tilkynningu FSRE.
Þar segir einnig að engin leiga
verði innheimt fyrir hluta þess hús-
næðis sem stendur til boða, eða því
sem nemur gistiplássi fyrir ríflega
600 manns.
Ríflega 600 komið frá Úkraínu
Frá ársbyrjun hafa 1.020 ein-
staklingar sótt hér um alþjóðlega
vernd, þar af eru 624 með tengsl við
Úkraínu sem hafa komið hingað frá
því að stríðið hófst.
Þeir samningar sem eru í gildi
núna kveða á um pláss fyrir tvö þús-
und einstaklinga á öllum þremur stig-
um dvalar flóttamannanna. Enn gæti
þó verið þörf fyrir meira húsnæði.
Í samtali við mbl.is á þriðjudaginn
sagði Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, félags- og vinnumarkaðs-
ráðherra húsnæðisþörf vegna mót-
töku flóttamanna frá Úkraínu vera
mikla hér á landi. hmr@mbl.is
Húsnæði fyrir
1.000 flóttamenn
- 600 þurfa ekki að greiða leigu
Morgunblaðið/Eggert
Börn Ríflega 600 frá Úkraínu hafa
sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi.