Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 8

Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Athyglisverðar umræður um skerðingar á þjónustu Strætó áttu sér stað í skipulags- og sam- gönguráði Reykjavíkurborgar í gær. Fulltrúar systurflokkanna Viðreisnar, Samfylkingar og Pí- rata lögðu fram bók- un og sögðu „miður að sjá tímabunda nið- urfellingu á síðustu ferðum Strætó“ en tókst svo í bókuninni að kenna kór- ónuveirunni og rík- inu um að dregið hafi verið úr þjónustunni! - - - Þá bættu syst- urflokkarnir því við að þeir fögnuðu því hins vegar að framkvæmdir við borgarlínu væru að hefjast og þökkuðu Strætó fyrir und- irbúning þeirra framkvæmda. - - - Fulltúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu bentu á að það lýsti upp- gjöf að leggja til svo miklar skerð- ingar á leiðarkerfi Strætó og bættu því við að þessar skerðingar væru „vegna kostnaðar við borgarlínu“. Þá bentu þeir á að verri þjónusta og hringl í leiðarkerfi, auk tilfærslu á stoppistöðvum, yrði til þess að færri tækju Strætó. - - - Með miklum ólíkindum er að borgarfulltrúar meirihlutans skuli bera það á borð fyrir borgarbúa að óhjákvæmilegt sé að skerða þjón- ustu Strætó til að spara um 200 millj- ónir króna þegar ekki eru liðnir tveir mánuðir frá því að sama fólk ákvað að kaupa hús í Vogunum fyrir hálfan milljarð króna og rífa til að greiða leið ímyndaðrar borgarlínu. - - - Og það er auðvitað mjög sérstakt að borgarlínan sé þegar farin að skaða almenningssamgöngur í borg- inni þó að hún sé ekki komin af teikni- borðinu. Pawel Bartoszek Rífa 500 milljónir og spara 200 STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Rannsóknanefnd samgönguslysa, siglingasvið, bendir á mikilvægi þess að útgerð og skipstjórar gefi ekki af- slátt á notkun persónulegs öryggis- búnaðar. Í nýlegu áliti nefndarinnar segir að slíkur búnaður hefði að líkindum dregið úr alvarleika atviks er flot- kúla féll í höfuð sjómanns, sem ekki var með öryggishjálm. Tildrög slyssins voru þau að Silf- urborg SU 22 var á dragnótarveiðum á Austfjarðamiðum í byrjun septem- ber í fyrra. Skipverjar voru búnir að taka nótina inn og hreinsa úr henni aflann. Þegar skipverjarnir voru að leggja niður nótina féll ein flotkúlan á henni í höfuðið á einum skipverj- anum sem fékk skurð á höfuðið. Siglt var með hinn slasaða í land. Fyrirmæli hunsuð Við rannsókn kom m.a. fram að hinn slasaði var ekki lögskráður á skipið. Í lokaskýrslu er haft eftir skipstjóra að fyrirmæli hans til áhafnar um að nota öryggishjálma hafi ítrekað verið hunsuð. Haft er eftir sjómanninum sem slasaðist að honum hafi í upphafi ráðningar verið bent á öryggis- hjálma og staðsetningu þeirra en þeir hafi að jafnaði ekki verið not- aðir. Gefi ekki afslátt á öryggisbúnaði - Fékk flotkúlu í höfuðið og slasaðist - Misbrestur á notkun öryggishjálma Morgunblaðið/Frikki Öryggi Hjálmar geta dregið úr al- varleika slysa á vinnusvæðum. Engar vísbendingar eru um að eld- ur um borð í Erling KE 140 um ára- mótin hafi kviknað með saknæmum hætti, segir í nefndaráliti siglinga- sviðs Rannsóknanefndar sam- gönguslysa. Nefndin telur að upp- tök eldsins hafi verið í eða við hleðslu AIS-staðsetningarbúnaðar í afturhorni setustofu bátsins, sem lá við landfestar í Njarðvíkurhöfn. Mikið tjón varð um borð í skipinu. Ýmis rafbúnaður Undir borðinu í setustofunni var AIS-staðsetningarbúnaður fyrir netabaujur í hleðslu, rafmagnsdrif- inn flugnabani var festur upp fyrir ofan borðið og útvarpstæki var á hillu þar fyrir ofan. Búnaðurinn hafði verið í sambandi við rafmagn. Staðsetningarbúnaðurinn var tengdur í tvö fjöltengi með slökkvi- rofum. Tíu hleðslustæði fyrir tækin voru undir borðinu og staðsetning- artæki voru í þeim öllum en ekki lá fyrir hvað mörg þeirra voru í sam- bandi við fjöltengin. Fjórir skipverjar voru við vinnu við skipið milli jóla og nýárs við að undirbúa það til veiða og höfðu yfir- gefið skipið síðdegis fimmtudaginn 30. desember. Erling KE hafði ekki ver- ið á veiðum síðan í apríl 2021, en hefja átti netaveið- ar í byrjun janúar 2022. Þegar skip- verjar mættu til skips að morgni 2. jan- úar var brunaviðvör- unarkerfið í gangi og í ljós kom að eldur hafði komið upp í setu- stofu áhafnar. Miklar skemmdir voru á henni eftir eldinn og sót út um allar íbúðir. Íbúðirnar höfðu verið lokaðar og eldurinn að lík- indum kafnað sökum súrefn- isskorts. „Nefndin telur að til að auka ör- yggi skipverja eigi ekki að vera með búnað sem tilheyrir veiðarfærum í hleðslu inni í vistaverum,“ segir í sérstakri ábendingu. Engar vísbendingar um saknæmt athæfi - Upptök elds um borð í Erling KE í eða við hleðslubúnað Netabauja Stað- setningarbúnaður með hleðslutæki. Ljósmynd/RNSA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.