Morgunblaðið - 07.04.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.04.2022, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillögur verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð rammaáætlun, sem nú er umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, er komin til ára sinna. Tæp sex ár eru liðin frá því verkefnisstjórnin afhenti ráðherra til- lögurnar en stjórnmálin hafa enn ekki afgreitt málið. Á þessum tíma hefur margt breyst, ekki síst umræð- an í loftslagsmálum og þörf fyrir aukna græna orku hefur aukist ef ná á markmiðum stjórnvalda. Í því ljósi kæmi ekki á óvart að áherslurnar breyttust í umfjöllun Alþingis, svo ekki yrði búið að útiloka allt of marga möguleika til öflunar grænnar orku í framtíðinni. Núgildandi rammaáætlun, 2. áfangi, var samþykkt á Alþingi í byrj- un árs 2013. Síðan hafa tvær verkefn- isstjórnir starfað og skilað af sér til- lögum án þess að Alþingi hafi afgreitt 3. áfanga sem skilað var til ráðherra 26. ágúst 2016 og lagt hefur verið fyr- ir Alþingi í formi þingsályktunar- tillagna nokkrum sinnum. Deilt um umfang friðunar Og nú er verkefnisstjórn 5. áfanga starfandi, nokkuð í lausu lofti. Vegna þessarar málsmeðferðar og ýmissa ágreiningsmála eru eðlilegar þær spurningar sem hafa vaknað um hvort þessi aðferðafræði sé sú rétta til að finna jafnvægi á milli orkunýt- ingar og náttúruverndar. Ríkis- stjórnin hyggst endurskoða lögin á kjörtímabilinu. Meðal ágreinings- mála sem komið hafa upp er sú aðferð fyrrverandi umhverfisráðherra að friða heilu vatnasviðin og stór jarð- hitasvæði þótt aðeins hafi verið fjallað um einn virkjanakost á viðkomandi svæði og hann settur í verndarflokk. Þessi túlkun rataði inn í tillögu til þingsályktunar um 3. áfanga ramma- áætlunar og núverandi umhverfis- ráðherra fór með þær tillögur óbreyttar inn í þingið. Um þetta er efnislegur og laga- legur ágreiningur. Hvað sem því líður þá leiðir túlkun fyrrverandi umhverf- isráðherra til þess að stór vatnasvið og jarðhitasvæði verða lokuð fyrir virkjun og friðun landsins gegn orku- öflun gengur mun hraðar fyrir sig en vinna að rammaáætlun í raun gerði ráð fyrir. Sem dæmi má nefna að verði kostir í 3. áfanga friðlýstir á sama hátt og gert hefur verið yrði enginn stór virkjanakostur eftir á Norðurlandi frá Blönduvirkjun og austur að Kárahnjúkavirkjun. Þá má búast við að verulega saxist á hag- kvæmustu virkjunarkostina. Hvaðan kemur græna orkan? Í umsögn Samorku um þingsálykt- unartillöguna er bent á að áður en frekari ákvarðanir um slíkar tak- markanir verði teknar sé nauðsynlegt að því verði svarað hvaðan hreina orkan sem eigi að uppfylla þarfir samfélagsins nú og til framtíðar eigi að koma. Bætast þessar friðanir við þá þjóð- garða og friðlýsingar sem taka nú þegar til stórs hluta landsins. Líklega er þessi flokkun óafturkræf, að minnsta kosti verður ekki auðvelt að snúa til baka og færa svæðin aftur í biðflokk eða orkunýtingarflokk eftir að búið er að friðlýsa þau. Ekki verð- ur hægt að breyta áformum um virkj- anir eða koma með nýjar hugmyndir á þeim svæðum. Orkufyrirtækin og samtök þeirra hafa einnig sett fyrirvara við tillög- urnar sem nú liggja fyrir Alþingi vegna þess að faghópar um sam- félagslega þætti og um efnahagsleg áhrif tillagna hafi ekki lokið vinnu sinni en lögin kveði skýrt á um að meta skuli þau áhrif jafnhliða öðrum. Landsvirkjun segir í sinni umsögn að vegna þessa vanti mikilvæg gögn til grundvallar fullnægjandi flokkun orkukosta. Nefna má í þessu sambandi að all- ar stærri virkjanir þurfa að fara í gegnum mikið leyfisveitingaferli og að lokum samþykkjast af Alþingi áð- Forsendur rammans brostnar - Tæp sex ár eru liðin frá því tillögur að flokkun orkukosta voru unnar og málið er enn óafgreitt - Umhverfis- og samgöngunefnd mun væntanlega leggja til að orkukostir verði færðir úr vernd í bið Friðlýst svæði á Íslandi 2022 Þegar friðlýst svæði úr verndarflokki 2. rammaáætlunar Drjúgur hluti landsins hefur verið friðlýstur eftir átak síðustu ára Tillaga umverndarflokk í 3. rammaáætlun kemur til viðbótar þegar friðlýstumorkukostum Friðlýst svæði byggð á rammaáætlun 2 og 3 ásamt núverandi friðunum (friðlýst svæði og náttúruminjaskrá) Friðlýst svæði Friðlýst svæði Morgunblaðið/Hari Hellisheiði Virkjanasvæði taka aðeins til um 0,4% landsins í heild. VIKUR Á LISTA 4 1 1 3 2 1 2 1 1 2 HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS âJµü ߔ‘“º ½”´uNº·L<” ß¶Œü ߔ‘“º ½”´uNº·L<”ý i kºŒŽ ásamt öðrum leikröddum HVARFIÐ âJµü ᎕º ¼•¶Ž” ß¶Œü áL•º ½”´uNºŒŽ HELKUDI âJµü »”s¶¸º ½w¶ ß¶Œü ⺏º Þºdº ຍ‘Œ·L<” F´´ÓRNIN âJµü Ẓ޹ Þ¶‘º·¶ ß¶Œü ┑” ½f ãuNºŒŽ LITLA BAKARÍIÐ VIÐ STRANDGÖTU âJµü ᶏq úŽ‘´º ß¶Œü äŒw•¶ ¼º‘dº úºŒ¶q NÁHVÍT JÖRÐ âJµü ߔ‘“º ½”´uNº·L<” ß¶Œü ä‘d ãuºŒ·L<” BARNIÐ SEM HRÓPAÐI Í HLJÓÐI âJµü áLdº ß¶LŒ·L<” ß¶Œü ä‘d ãuºŒ·L<” EPLAMAÐURINN âJµü û¶ Þ¶<¶ ⺏¸Ž¸’ ß¶Œü ½ºº åJ´´ kŒ´¶”Œ·L<” VELKOMIN HEIM âJµü ݔ” ½¸•u‘º ß¶Œü áL•º ½”´uNºŒŽ DAGBÓKKIDDAKLAUFA - EKKI Í HERINN âJµü á¶> à”¶q ß¶Œü Ü··u áG‘duŒŒŽ 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 13 Verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) er stefna um það hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa þau eða kanna frekar. Virkj- unarkostir eru flokkaðir í orkunýtingarflokk, vernd- arflokk eða biðflokk og segja heiti flokkanna sína sögu um hvað verður um kosti sem þar lenda. Í kynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyt- isins segir meðal annars: Markmiðið er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hags- munamati þar sem tekið er tillit til verndargildis nátt- úru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arð- semi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Málsmeðferðin er sú að Orkustofnun leggur virkj- unarkosti sem hún telur nægilega vel skilgreinda fram til umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Fag- hópar fjalla um kostina frá ólíkum sjónarhólum og meta þá með stigagjöf. Verkefnisstjórn leggur faglegt mat á málið og gerir tillögur til ráðherra. Ráðherra leggur tillögu fyrir Alþingi. Annar áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Al- þingi í byrjun árs 2013. Ætlunin er að slík áætlun sé af- greidd á fjögurra ára fresti en engin áætlun hefur verið afgreidd síðan þá. Verkefnisstjórn þriðja áfanga lagði tillögur fyrir ráðherra í ágúst 2016 og hafa þær fjórum sinnum verið lagðar fyrir Alþingi í formi þingsálykunar- tillögu en enn ekki hlotið afgreiðslu. Verkefnisstjórn fjórða áfanga gerði tillögur sem lagðar voru inn í vinnu verkefnisstjórnar fimmta áfanga sem tók til starfa á síðasta ári. Langtímasjónarmið ráði för RAMMAÁÆTLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.