Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 27
ur en hægt er að virkja. Því má segja
að landsvæðin séu í raun friðuð þang-
að til Alþingi ákveður annað.
Verði afgreitt fyrir vorið
Umhverfis- og samgöngunefnd Al-
þingis er langt komin með umfjöllun
um þingsályktunartillöguna um
þriðju rammaáætlun. Fjöldi umsagna
hefur borist og lokið hefur verið við
að ræða við gesti sem kallaðir hafa
verið fyrir nefndina. „Það hafa farið
fram hreinskiptnar umræður í nefnd-
inni. Nefndin er að reyna að átta sig á
málinu og hvernig skynsamlegt sé að
stíga næstu skref,“ segir Vilhjálmur
Árnason, formaður nefndarinnar og
framsögumaður hennar í þessu máli.
Vilhjálmur segir að mörg sjónar-
mið hafi komið fram hjá umsagnar-
aðilum. Eitt það helsta sé að sú fag-
lega ráðgjöf sem felist í tillögum
verkefnisstjórnarinnar hafi elst mis-
vel á þeim tæpu sex árum sem liðin
eru frá því hún var gerð. Að sumu
leyti hafi forsendur ráðgjafarinnar
brostið.
Vilhjálmur segir rétt að halda sig
við þá faglegu ráðgjöf sem felst í til-
lögunum en máta hana við raunveru-
leika dagsins í dag. Í því sambandi
vekur hann athygli á því að faghópar
3 og 4 hafi ekki skilað verkefnis-
stjórninni fullmótuðu áliti. Því sé ráð-
gjöfin ekki fullkomlega fagleg og
óvarlegt að setja kosti í verndarflokk
sem ekki hafi verið fullunnir. Til við-
bótar komi að sú matsvinna sem lokið
var fyrir tæpum sex árum hafi elst
illa. Meðal atriða sem Vilhjálmur og
fleiri nefna að breyti myndinni og
taka þurfi tillit til er ný hönnun orku-
kosta, ný tækni, nýir orkukostir,
hækkun orkuverðs, orkuskortur
vegna innrásar Rússa í Úkraínu og
viðskiptaþvinganir í kjölfarið og síð-
ast en ekki síst þörfin fyrir aukna
græna orku vegna loftslagsmark-
miða.
Vilhjálmur á von á því að nefndin
komist að góðri niðurstöðu, án þess
að eyðileggja rammaáætlunarkerfið,
og afgreiði málið frá sér fljótlega eftir
páska. Telur hann að stemning sé
fyrir því í þinginu að klára málið í
þessari atrennu. Spurður hvort til-
lögur verði gerðar um breytingar á
flokkun orkukosta segir hann það til
umræðu og vísar einnig til stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem
slíkum vilja er lýst. Tekur Vilhjálmur
fram að röðuninni hafi áður verið
breytt í meðförum ráðherra og þings-
ins enda geri ferlið ráð fyrir þeim
möguleika. Til þess sé aðkoma þings-
ins.
Vara við hrossakaupum
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar segir að ljúka eigi þriðja
áfanga rammaáætlunar og endur-
skoða lögin frá grunni. Sérstaklega
er tekið fram að fjölga eigi kostum í
biðflokki. Engin frekari útfærsla er á
því en þetta ákvæði þýðir væntanlega
að einhverjir kostir verði færðir úr
vernd í bið, kannski á þeim for-
sendum að tveir faghópanna hafi ekki
lokið umfjöllun sinni.
Í umsögn til umhverfis- og sam-
göngunefndar kemur fram að Land-
vernd telur að tilfærslan verði að
byggjast á faglegum rökum en megi
ekki snúast um hrossakaup. Segist
Landvernd ekki koma auga á nein
fagleg rök fyrir því að færa landsvæði
úr vernd í biðflokk. Aftur á móti
leggja samtökin áherslu á að tilteknir
kostir sem tillaga er um að verði í
nýtingarflokki færist í biðflokk.
Ný sjónarmið og þekking
Eins og sést á ummælum for-
manns umhverfis- og samgöngu-
nefndar átta menn sig á því að for-
sendur fyrir ráðgjöf verkefnis-
stjórnar 3. rammaáætlunar hafa að
sumu leyti brostið. Koma markmið
stjórnvalda í loftslagsmálum og þörf-
in fyrir aukna græna orku þar mikið
við sögu.
Stjórn Landverndar segir í sinni
umsögn að hafa beri í huga að frá því
tillagan var unnin hafi ný sjónarmið
og þekking komið fram, þó litið sé til
annarra atriða en áður hafa verið
nefnd í þessari grein. „Í þessu sam-
bandi er sérstaklega mikilvægt að
taka tillit til vaxandi áherslu á vernd-
un víðerna og stækkunar ferðaþjón-
ustunnar sem atvinnugreinar,“ segir
stjórnin meðal annars.
Morgunblaðið/Rax
Þjórsárver Stór hluti hálendisins er þegar friðlýstur en þó er togast á um útfærslu einstaka orkukosta. Þjórsárver njóta sérstakrar verndar.
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
RAFHJÓL
MÓTVINDUR?
Ekkert mál.
Við eigum rafhjólið fyrir þig
Faxafen 8 - www.orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA