Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Við erum stolt fyrirtæki í
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Morgunblaðið/Eggert
Borgarbyggð
Borgarbyggð er víðfeðmt sveitarfélag og þar
eru íbúarnir tæplega fjögur þúsund. Um helm-
ingur í Borgarnesi en fjölmargir í dreifbýli og í
minni þéttbýliskjörnum á borð við Varmaland,
Hvanneyri, Kleppjárnsreyki og Bifröst.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Þeim finnst of mikil ládeyða yfir
pólitíkinni í Borgarbyggð þeim
Skúla Guðmundssyni, starfsmanni
Steypustöðvarinnar, og Ingimundi
Ingimundarsyni, íþróttafrömuði
með meiru. Morgunblaðið tók þá tali
á ferð sinni um Borgarfjörð í gær.
Þeir voru raunar báðir áhugasamir
um stofnun nýs framboðs sem bar
yfirskriftina „Heimastjórnarflokk-
urinn“ en ekkert varð af áformum
þess þar sem erfitt reyndist að fá
fólk á lista. Skúli segir örðugt að fá
fólk til þátttöku í pólitísku starfi. All-
ir vilji fá greitt fyrir vinnu sína og
hún lendi öll á fárra höndum. Hann
kannast vel við það úr starfi körfu-
boltadeildar Skallagríms.
Ingimundur var formaður lands-
mótsnefndar í tengslum við afar fjöl-
mennt og glæsilegt landsmót UMFÍ
sem haldið var í Borgarnesi 1997. Þá
var ráðist í mikla uppbyggingu
íþróttamannvirkja en þeir segja að
lítið hafi gerst síðan þá. Bæjar-
yfirvöld hafa eyrnamerkt mikla pen-
inga til uppbyggingar nýs íþrótta-
húss en Skúli minnir helst á
efasemdamanninn Tómas þegar
hann segist ekki trúa þeim fyrir-
heitum fyrr en skóflustunga verði
tekin að nýju húsi við hlið þess sem
nú stendur við Þorsteinsgötu. Ingi-
mundur segist fagna fyrirætlun-
unum en segist furða sig á að ekki
skuli haft samráð við fólk sem hafi
komið að uppbyggingunni á fyrri
tímum. Hið sama segir Skúli en
hann telur skorta mjög á samráð.
Ekki sé gert ráð fyrir fulltrúum
íþróttadeilda eða Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar í nefndinni
sem fjallar um fyrirhugaða upp-
byggingu.
Þarf forystu um uppbyggingu
Þeir eru báðir hugsi yfir því að
Borgarbyggð hefur ekki tekist að
laða til sín nýja atvinnustarfsemi og
nýja íbúa í sama mæli og sveitar-
félög á borð við Árborg. Þegar
minnst er á uppbyggingu á Selfossi
að undirlagi fjársterkra aðila segir
Skúli raunar að sennilega hefði slík-
um hugmyndum verið vísað frá,
hefðu þær komið upp í Borgarnesi.
Ingimundur segir að skortur á póli-
tískri forystu kunni einnig að ráða
miklu um þróun mála en tækifærin
séu þó sannarlega fyrir hendi. Sveit-
arfélagið hafi orðið fyrir búsifjum
þegar mjólkurbú og sláturhús voru
lögð af og Kaupfélag Borgfirðinga
missti fyrri styrk á árum áður. Báðir
eru þeir ósáttir við hvernig bæjar-
yfirvöld og slökkvilið stóðu að því að
loka fyrir starfsemi í gamla slátur-
húsinu í Brákarey en þar höfðu ýms-
ir hópar komið sér upp aðstöðu, allt
frá fornbílasafni til púttaðstöðu.
Ingimundur segir að þar hafi verið
gengið fram með offorsi og vel hefði
mátt ganga þannig frá brunavörnum
að starfsemin hefði getað haldið
áfram.
Víða þörf fyrir mikla uppbyggingu
- Borgarbyggð hefur ekki tekist að laða til sín fyrirtæki og fólk í nægum mæli - Knýjandi þörf fyrir
uppbyggingu íþrótta- og skólamannvirkja - Skortir samráð við fólkið í bænum - Brákarey er hitamál
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Bæjarmálin Skúli Guðmundsson er fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Ingi-
mundur Ingimundarson fluttist í héraðið um miðjan áttunda áratuginn og
hefur kennt ótalmörgum Borgfirðingum sundtökin í gegnum tíðina.