Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
i í Borgarbyggð
Borgarnes●
La
ng
jök
ull
B
or
ga
rfj
ör
ðu
r
Faxa-
flói
MÝRAR
•Hvanneyri
Kleppjárnsreykir•
Bifröst•
•Húsafell
Varmaland•
HVÍTÁRSÍÐA
•Reykholt
Eiríks-
jökull
Þóris-
jökull
Borgarbyggð
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
2.637
1.916
73%
ÍBÚAR
3.868
AFGANGUR*
15,6 m.kr.
HEILDARSKULDIR 2021
3,6 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2022: 119%
2024: 118%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
2.208
FLATARMÁL
4.927 km²
53%
Karlar
Konur
47%
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn mynda meirihluta
Bæjarstjóri: Þórdís Sif Sigurðardóttir
Forseti sveitarstjórnar: Lilja Björg Ágústsdóttir (D)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
200
400
600
800
1000
> 7051-7031-5018-30< 18
■ B Framsókn 36,2% 4
■ D Sjálfstæðisfl. 26,7% 2
■ S Samfylking & óh. 13,9% 1
■ V Vinstri græn 23,2% 2
Borgarbyggð varð til þegar Borgarnesbær, Hraunhreppur, Norðurárdalshreppur og Stafholts-
tungnahreppur sameinuðust árið 1994. Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðar-
hreppur bættust við 1998 og Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur
2006. Þéttbýli er í Borgarnesi, Bifröst, Hvanneyri, Reykholti og Varmalandi.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Framsóknarflokkurinn er ekki aðeins
sögulega sterkur í Borgarfirði. Af níu
fulltrúum í sveitarstjórn eru fjórir
þeirra undir merkjum flokksins.
Samt er hann í minnihluta. Nú þegar
kosningar nálgast lýsa oddvitar hinna
flokkanna þriggja, sem mynda meiri-
hluta gagnvart minnihluta Fram-
sóknar því yfir að samstarfið hafi
gengið afar vel. Guðveig Eyglóardótt-
ir brosir út í annað þegar hún hlustar
á lýsingarnar og segir svo í léttum
dúr. „Við verðum greinilega að fá
hreinan meirihluta til þess að ná inn í
meirihlutann.“
Samtalið við oddvitana má finna á
helstu streymisveitum og mbl.is.
Átök um bæjarstjórastöðuna
Nokkur styr hefur staðið um starf
sveitarstjóra á kjörtímabilinu í kjölfar
þess að Gunnlaugi Júlíussyni var sagt
upp störfum. Þegar oddvitarnir eru
spurðir út í hvort þeir hafi í hyggju að
halda í núverandi sveitarstjóra eða
gera breytingar á þeim vettvangi eru
svörin nokkuð loðin. Guðveig segir þó
að ákveðnir kostir gætu falist í því að
fá pólitískan bæjarstjóra á vettvang.
Það gæti mögulega hraðað ákvarð-
anatöku og ýtt hlutum úr vör með
meira afgerandi hætti.
Allar eru þær þó, oddvitarnir, sam-
mála um að ganga þurfi hreint til
verks við uppbyggingu innviða og
laða fyrirtæki og fólk til sveitarfé-
lagsins. Þar eru margir möguleikar
opnir en sá stærsti sem kynntur hef-
ur verið er ný byggð, allt að þrjú þús-
und íbúa, vestan Borgarvogs. Myndi
slík uppbygging meira en tvöfalda
íbúafjödann í Borgarnesi.Ljóst er að
stjórnsýslan og samfélagið í Borg-
arbyggð er enn að takast á við breytt-
an veruleika sem fylgir stækkandi
rekstrareiningum á sveitarstjórn-
arstiginu og breytingum á þeirri
þjónustu sem þessar einingar eiga að
sinna. Þótt helmingur íbúanna búi í
Borgarnesi tekur um klukkutíma að
aka frá ystu mörkum sveitarfélagsins
í bæinn og því um langan veg að fara
fyrir suma íbúa þegar sækja á þjón-
ustu. Þar reynir mest á í skólaþjón-
ustu og sveitarfélagið heldur úti leik-
og grunnskólastarfsemi á nokkrum
stöðum. Því fylgir mikill kostnaður.
Ný skólastefna er í smíðum en flokk-
arnir eru ragir við að varpa fram
skýrum línum um hvar þessi þjónusta
skuli í boði og hvort sameina eigi
bekkjardeildir eða tiltekin skólastig á
færri stöðum en nú er. Ekki er ljóst
hvort nýja stefnan verður tilbúin fyrir
kosningar eða ekki, en þó má gera
ráð fyrir að sitt muni sínum sýnast í
því þegar þær tillögur liggja fyrir.
Miklar breytingar
Talsverð endurnýjun er fram-
undan í sveitarstjórn á nýju kjör-
tímabili. Oddvitar Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks munu halda
áfram, þær Lilja Björg Ágústsdóttir
og Guðveig Eyglóardóttir. Thelma
Dögg kemur ný inn fyrir hönd VG og
sömu sögu er að segja um Bjarney
Bjarnadóttur, oddvita Samfylkingar
og Viðreisnar, sú síðastnefnda var
inni sem varaþingmaður Viðreisnar í
níu klukkustundir síðasta haust með-
an greitt var úr nær óleysanlegum
kosningaflækjum á Hótel Borg-
arnesi.
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Leiðtogar Thelma Dögg Harðardóttir oddviti VG, Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins, Bjarney
Bjarnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og Guðveig Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokksins.
Meirihlutasamstarfið
hefur gengið mjög vel
- Stærsti flokkurinn sér kost í pólitískum bæjarstjóra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kleppjárnsreykir Hluti skólabyggingarinnar var rifinn og leikskóli, sam-
byggður, reistur á sömu lóð. Uppbygging skólamannvirkja kostar milljarða.