Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 32

Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 32
32 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2080 Tímabókun nesdekk.is / 561 4200 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun RÉTTU DEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Toyo Proxes CF2 Toyo Proxes Sport Toyo Open Country AT+ Toyo Open Country AT3 Toyo Open Country Mud Terrain 7. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.09 Sterlingspund 169.6 Kanadadalur 103.76 Dönsk króna 19.038 Norsk króna 14.843 Sænsk króna 13.802 Svissn. franki 139.63 Japanskt jen 1.0508 SDR 177.68 Evra 141.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.9552 « Kaffihúsið Café Adesso í Smáralind fagnar í dag 20 ára afmæli, en það var opnað 7. apríl 2002. Það hefur með árunum orðið viðkomustaður gesta innan sem utan Smáralindar. „Margir við- skiptavinir hafa sýnt okkur mikla tryggð í gegnum árin, og það er góður hópur af fólki sem býr hér í nágrenninu sem kemur um kaffi- leytið á virkum dögum til að hittast og fá sér með kaffinu,“ segir Elís Árnason, veitingamaður og eigandi Café Adesso, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að aðsókn gesta sé þannig ekki ein- göngu háð því hversu mikið af fólki heimsækir Smáralind hverju sinni, þótt vissulega sé meira að gera um helgar og aðra stóra verslunardaga. Spurður um reksturinn segir Elís að hann hafi gengið vel, þótt áskoranirnar í rekstri séu aðrar nú en þær voru fyrir 20 árum. „Á þeim tíma nam hráefniskostnaður um 20% af rekstrargjöldum staðarins og launakostnaður var um 30%, en í dag eru þessi hlutföll um 30% og 40%. Þegar um 70% af rekstrarkostnaði fer í laun og hráefni er ekki mikið svigrúm og því þarf að halda vel á spöðunum,“ segir Elís. „Við höfum gert það eftir bestu getu, staðurinn er rekinn á sinni upphaflegu kennitölu en rekstur hans kallar á mikla yfirlegu og vandvirkni, sérstaklega í gegnum tíma eins og við fórum öll í gegnum nýlega með heimsfaraldur. Við erum þó hvergi af baki dottin og höld- um ótrauð áfram.“ Breyttar áskoranir í rekstri á 20 árum Elís Árnason, eig- andi Café Adesso. STUTT kallað eftir afstöðu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til þess hvort lagaákvæði um bankaleynd stæðu því í vegi að upplýsingar um kaup- endur og um eignarhlut sem hverj- um og einum var seldur, yrðu gerð- ar aðgengilegar almenningi, en svar við því hafði ekki borist í gær. Áður hafði Bankasýsla ríkisins og lögfræðiráðgjafar hennar lýst þeirri afstöðu sinni gagnvart ráðu- neytinu að óvarlegt væri að birta upplýsingar um mótaðila ríkisins í viðskiptunum. Lárus Blöndal, for- maður stjórnar Bankasýslunnar, ítrekaði þá afstöðu í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins sem birt var í gærmorgun. Bjarni segir að ráðuneytið hafi ekki haft upplýsingar um það hverjir tóku þátt í útboðinu fyrr en yfirlitið barst ráðuneytinu í gær. „Við höfðum fengið upplýsingar um meginniðurstöður og það hvernig úthlutun var háttað, en ekki yfirlit yfir þá sem fjárfestu eða tóku þátt,“ segir Bjarni. Tveir fengu neitun Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var tveimur aðilum neitað um þátttöku í útboðinu, en eins og blaðið greindi frá í síðustu viku er það hlutverk söluaðila útboðsins að meta hæfi fjárfesta, þó í umboði Bankasýslunnar. Þó hefur komið fram gagnrýni á hæfi einstakra aðila, bæði einstak- linga og félaga, sem tóku þátt en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Bankasýslan ekki gert neinar athugasemdir. Eins og áður hefur komið fram var lífeyrissjóðurinn Gildi stórtæk- astur í útboðinu og fjárfesti fyrir um 3,5 milljarða króna. LSR og Brú fjárfestu fyrir 2,5 milljarða og Lífeyrissjóður verslunarmanna fyr- ir 2,1 milljarð. Á listanum yfir fjár- festa má sjá fjölda ólíkra félaga, allt frá lífeyrissjóðum til einstakra rekstrarfélaga. Minnsta upphæðin sem afgreidd var í útboðinu var um 1,1 milljón króna. Listinn yfir fjárfesta birtur - Ráðherra telur bankaleynd ekki eiga við þegar verið sé að selja eigur ríkisins - Birt gegn andstöðu Bankasýslunnar og án þess að afstaða Seðlabankans liggi fyrir Morgunblaðið/Eggert Einkavæðing Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að að ríkið seldi um 22,5% hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði. BAKSVIÐ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Alls tóku 209 hæfir fjárfestar þátt í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars. sl. Sem kunnugt er seldi ríkið 22,5% hlut í bankanum fyrir um 52,7 milljarða króna. Um 85% fjárfesta voru innlendir en 15% erlendir. Lífeyrissjóðir voru umfangsmestu fjárfestarnir í út- boðinu og fjár- festu fyrir um 19,5 milljarða króna, sem er um 37% af þeirri upphæð sem seld var. Einkafjár- festar fjárfestu fyrir um 16 millj- arða, eða tæplega 31%, og verð- bréfasjóðir fyrir um 5,6 milljarða sem gerir tæplega 11%. Þetta kemur fram í yfirliti yfir þá aðila sem fjárfestu í útboðinu sem birt var síðdegis í gær á vef fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi í gær, miðvikudag, fengið afhent yf- irlit yfir þá aðila sem keyptu hluti í útboðinu. Einnig kemur fram að ráðuneytið hafi lagt sjálfstætt mat á þær röksemdir sem settar hafa ver- ið fram fyrir því að framangreint yf- irlit falli undir bankaleynd og kom- ist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ólík sjónarmið um birtingu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi verið mat ráðuneytisins að birting yfirlits- ins væri í samræmi við lög, en um það hefur verið deilt síðustu daga. „Það er mat okkar að þegar verið er að selja ríkiseign til hæfra fjár- festa eins og í þessu tilviki, þá eigi bankaleynd ekki við,“ segir Bjarni. Hann segir að ráðuneytið hafi Bjarni Benediktsson Á lista þeirra sem fjárfestu í út- boðinu má finna félagið Haf- silfur ehf., sem er í eigu Bene- dikts Sveinssonar, föður Bjarna. Hafsilfur keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í bankanum. Spurður um þátttöku föður síns segir Bjarni að hann hafi ekki haft vitneskju um hana fyrr en ráðuneytið fékk listann afhent- an í gær. „Það er rétt að ítreka að ég kem ekki að ákvörðun um úthlutun til einstakra aðila,“ segir Bjarni í framhaldinu. „Bankasýslan er sjálfstæð stofnun sem útfærir söluna í samræmi við lög sem gilda.“ Kom ekki að úthlutun FJÁRFESTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.