Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 36

Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 36
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is N ýjar tölur Landmælinga Íslands, LMI, sýna að land við sporð Síðujökuls, sem er á SV-horni Vatna- jökuls, hefur frá árinu 2015 risið um nærri 20 sentimetra. Svipað hefur gerst við Skeiðarárjökul, Skaftafell og í Öræfasveit þar sem jöklar hafa verið á stífu undanhaldi síðustu ár. Staðfestar mæl- ingar sýna 18 cm landris á þessum slóðum frá 2015- 2020, en tölurnar voru reiknaðar út í fyrra. Miðað við þróunina þykir óhætt að bæta litlu einu við og þá eru 20 cm nær lagi. Vegna minna jökulfargs hefur land einnig risið annars staðar nærri Vatnajökli norðanverðum, svo sem við Hálslón og Dyngjujökul. Reykjanesskagi rís í dag Árið 2021 létu LMI vinna ný INSAR-kort af Íslandi sem sýna hæðarbreytingar á landinu fyrir tímabilið 2015-2020. Kortin eru unnin út frá gögnum úr Sentiel-1 gervi- tunglum sem eru í útgerð skv. Cop- ernicus, áætlun ESB sem Ísland á aðild að. Einungis er notast við sum- argögn svo snjór trufli niðurstöð- urnar sem minnst. Sambærileg kort hafa verið unnin áður af Jarðvís- indastofnun HÍ, það var fyrir tímabil- ið 2015-2018. Á kortinu fyrir hæðarbreytingar má sjá greinilegt landris með hámark við Vatnajökul sem stafaði af bráðn- un á jöklum landsins. Þá má einnig sjá töluvert landsig, um 10-12 cm, nærri Reykjanestá og Svartsengi á Suðurnesjum sem átti sér stað frá 2015-2019. Inntak vatns úr iðrum jarðar sem notað er til orkufram- leiðslu er talin skýring sigs þar. Þeg- ar kom svo fram á árið 2020 fór land á Reykjanesskaganum að rísa, sem aftur var upptaktur að eldgosinu í Geldingadölum, sem stóð lungann úr síðasta ári. Mælingar sýna sömuleið- is landris við ýmsar aðrar eldstöðvar landsins. „Landrisið virðist beintengt afkomu jöklanna. Einnig verða mæl- ingar sífellt nákvæmari,“ segir Guð- mundur Valsson, fagstjóri hjá LMI. Gliðnun mest við Hornafjörð Gögn Sentiel-1 sýna sömuleiðis skil jarðfleka Norður-Ameríku og Evrasíu sem liggja í gegnum Ísland. Þau staðfesta, segir Guðmundur, að gliðnun lands á flekaskilum er að jafnaði um 2 cm á ári, eins og verið hefur lengi. Virðist þó meiri til dæm- is í Lóni og við Hornafjörð og þar kann bráðnun jökla að vera áhrifa- þáttur. Gosið við Grindavík getur sömuleiðis að hafa hert á landreki þar syðra en óvíða sjást flekaskilin betur en á Reykjanesi. Er þar nær- tækt að nefna brú yfir gjá nærri Sandvík, suður undir Reykjanestá. Hin eiginlegu flekaskil eru þó belti sem spannar einhverja kílómetra. „Landmælingar Íslands hyggja á að vinna og gefa út INSAR-kort af landinu reglulega, enda eru þessu gögn gagnleg við rekstur og vöktun á landmælingakerfum Íslands sem er eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar,“ segir Gunnar H. Kristinsson, forstjóri LMI. Með fjölgun jarðstöðva, sem gjarnan eru á annesjum, fáist góð viðmiðun við ýmsa mælingapunkta. Því megi í raun sjá og fylgjast með náttúru- legum tilfærslum á landinu niður í nokkra millimetra. Landrisið er bein- tengt afkomu jökla Breytingar Landris umhverfis Vatnajökul frá 2015 mælist á sumum stöð- um nærri 20 cm eins og rauði liturinn á kortinu sýnir. Á Reykjanesi seig jörð á tímabili, en eftir eldgosið þar í fyrra hefur sú þróun snúist við. Morgunblaðið/Siguður Bogi Álfur Upp af Sandvík suður við Reykjanestá mætast jarðflekar Norður- Ameríku og Evrasíu. Brúin góða er yfir bil sem breikkar lítið eitt. Guðmundur Þór Valsson 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í pistli sínum um síðustu mánaðamót velti Gunnar Rögn- valdsson með sín- um hætti fyrir sér hvernig „sú frétta- bylgja vest- urlenskra sov- étmiðla [varð] til sem sagði að innrás Rússa inn í Úkra- ínu ætti að ganga hratt fyrir sig. Hvernig varð sú fréttabylgja eiginlega til? Hún er að minnsta kosti heimasmíðuð í smiðju hinna vestrænu og sem einmitt eru að klúðra flestum sínum málum vestan landamæra Úkra- ínu núna – þökk sé meðal annars vernduðum frambjóðendum fjöl- miðlanna beggja megin Atlants- ála – til dæmis undrabarninu Merkel frá DDR og Joe Gale- matís Biden.“ En svo vill til að nánast í sömu andrá var upplýst vestur í Bandaríkjunum að formaður Bandaríska herráðsins, Mark Milley hershöfðingi, hafði spáð því á lokuðum trúnaðarfundi í bandaríska þinginu snemma í febrúar síðastliðnum um innrás Rússa, að her þeirra myndi leggja höfuðborgina Kænugarð undir sig á um 72 klukkutímum. Nú er tvennt orðið ljóst. Í fyrsta lagi að Milley hershöfð- ingja skjöplaðist þarna illa, eins og svo oft áður í spám sínum. Í annan stað er nú ljóst að trúnaðaryfirlýsingum formanns herráðsins var strax lekið úr þinginu til vilhallra frétta- manna, sem héldu sig við þessa spá í öllum skrifum sínum um efnið í framhaldinu, enda komin beint úr nösum efsta topps rík- isvaldsins, næstum forsetanum. En vandi forsetans hefur ver- ið, með öðrum vandamálum hans, að hann fær allar sínar upplýsingar, sem hann flytur svo áfram eftir minni, sem er mikið hættu- spil í hans tilviki, frá sömu merku heim- ild. Milley hershöfð- ingi bætti því svo við í hinum lokuðu yfirheyrslum 2. og 3. febrúar að í nefndum átökum myndi Úkraína missa um 15.000 fallna en Rúss- ar um 4.000. Síðastliðinn þriðju- dag mætti Milley svo aftur í þingið og leiðrétti sínar fyrri spár og taldi nú að stríðið í Úkraínu kynni að standa í all- mörg ár og hugsanlega lengur! Nú eru skekkjumörkin höfð víð. Í tilefni af þessum spám er minnt á spár Bidens forseta, sem hefur stutt sig við menn eins og formann herráðsins, og spáði því að talíbanar myndu eiga erfitt með að slá stjórnina í Kabúl út vegna þess yfir- þyrmandi vopnabúnaðar sem Bandaríkin hefðu látið þeim í té við brottför sína. Tveimur dög- um áður en Kabúl féll spáðu talsmenn Bandaríkjastjórnar að ráðamenn í Kabúl væru að minnsta kosti með örugga stöðu langt fram á haust 2021 og lík- lega mun lengur. Biden sjálfur orðaði sína sýn svona: „Svo spurningin er nú sú, hvert verð- ur hið líklega framhald. Það er enn ekki að fullu ljóst. En líkindi þess að talíbanar muni æða yfir allt sem fyrir er og þar með leggja undir sig landið í heild er nánast óhugsandi.“ Þetta sagði Joe Biden 8. júlí, réttum mánuði áður en Kabúl féll! Við hér á skerinu getum svo sannarlega huggað okkur við að vera ekki með slíka kappa á Veð- urstofunni að segja okkur fyrir um veðrið. Allur heimurinn át upp að stríðið í Úkraínu yrði stutt. Nú vitum við úr hvaða nösum sá fróðleikur var snýttur.} Enginn vandi að spá vitlaust Á borgarstjórn- arfundi í fyrradag fór fram umræða um vaxta- greiðslur Reykja- víkurborgar og var ekki vanþörf á. Borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi: „Frá árinu 2013 til ársloka 2021 hefur Reykjavíkurborg/A-hlutinn greitt tæplega 30,8 milljarða í vexti og verðbætur af skuldum og skuldbindingum. Sam- stæðan öll hefur á sama tíma greitt tæpa 95 milljarða. Að af- loknu spátímabili til ársloka 2026 er áætlað að A-hlutinn hafi greitt rúma 59 milljarða í vexti og verðbætur og sam- stæðan öll 170 milljarða frá árinu 2013. Í árslok 2026 er áætlað að skuldir borgarsjóðs verði 240 millj- arðar og að sam- stæðan öll skuldi um 480 milljarða gangi bjartsýnustu spár eftir.“ Þetta eru ískyggilegar tölur og sýna þann mikla fjárhagsvanda sem Reykjavíkurborg glímir nú við. Á árum áður var borgin til fyr- irmyndar í fjármálum, skattar lágir og skuldir litlar. Síðan tóku vinstri menn við og þá leið ekki á löngu þar til seig á ógæfuhliðina. Ekkert bendir til að vinstri meirihlutinn, hvernig sem Samfylkingunni tekst að raða honum saman eftir kosningar, muni taka á þessum vanda. Enda væri fyrsta skrefið að viðurkenna hann. Það er af sem áður var þegar borgin var til fyrirmyndar í rekstri og efnahag} Skuldavandi borgarinnar F iskarnir í sjónum eiga sig sjálfir, vissulega. Verðmætið sem felst í nytjastofnum kringum landið til- heyrir þó íslensku þjóðinni að lögum. Þessi saga okkar er skrautleg og við feng- um tækifæri til að rifja hana upp í Verbúð- arþáttunum sem voru sýndir á RÚV í vetur. Veiðarnar, vinnsluna og lífið í kringum fisk- inn. Áður en kvótakerfið var sett á fót var ástand fiskistofnanna slæmt, síldin hafði hrunið og við þurftum nauðsynlega að vernda aðra stofna. Ákvarðanir voru teknar út frá vís- indalegum forsendum og í kjölfarið jókst framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun útgerða. Á hinum pólitíska vettvangi og af hags- munaaðilum er þó stunduð ákveðin gaslýsing þegar látið er að því liggja að sárið hjá þjóðinni snúist um þetta fyrirkomulag veiða. Líkt og allir vita snýst ágrein- ingurinn ekki um það heldur hvað þjóðin fær fyrir sinn hlut af þjóðareigninni sem sjávarauðlindin er. Útgerðirnar hafa notið mikils ávinnings af kvótakerf- inu. Greinin ber höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugrein- ar þegar kemur að arðsemi, fjárhagslegum styrk og að- gengi að erlendu fjármagni. Aðgangur að nær ókeypis auðlind hjálpar mikið til. Fyrir vikið hefur eignarhald út- gerða og tengdra aðila stóraukist í óskyldum atvinnu- rekstri. Á það er varpaði ljósi í skýrslu sem ég hafði for- göngu um að Alþingi óskaði eftir á síðasta ári. Skýrsla sjávarútvegsráðherra varð því miður ekki eins upplýs- andi og um var beðið en upplýsti þó að á fjög- urra ára tímabili 2016-2019 hækkaði bók- færður eignarhluti stærstu útgerðarfélaga í almennum atvinnurekstri úr 138 milljörðum króna í 177 milljarða. Útgerðin fjárfesti þann- ig í alls óskyldum atvinnurekstri með tilheyr- andi viðbótarítökum í íslensku samfélagi fyrir töluvert hærri fjárhæðir en námu veiðigjöld- um á greinina. Hér er einfaldlega rangt gefið. Viðreisn hefur talað fyrir eðlilegu gjaldi fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni í gegnum markaðsgjald. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á opinn markað á hverju ári sem mun skila íslensku þjóðarbúi talsvert hærri tekjum en núverandi veiðigjaldakerfi. Um 77% þjóðarinnar eru sammála þeirri leið samkvæmt nýlegri könnun Gallup. Á móti eru aðeins 7,1% þjóðarinnar en samt er sú leið valin. Við höfum einnig talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, tímabindingu veiðiréttinda og nýjum reglum sem bæta gegnsæi í greininni, hindra of mikla samþjöppun og tryggja dreifða eignaraðild. Frumvörpin eru til, Viðreisn hefur séð til þess. Nú stendur yfir fundaherferð á vegum Viðreisnar und- ir yfirskriftinni Verbúðin Ísland. Þar förum við yfir þessa sögu, hvað hefur vel tekist með kvótakerfinu og hvað þurfi að bæta. Viðtökurnar sýna að þetta réttlætismál sem brennur á fólki. Hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við? hannakatrin@althingi.is Hanna Katrín Friðriksson Pistill Verbúðin Ísland Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.