Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 Gult Í gróðurhúsum blómabænda eru páskablóm nú fullsprottin. Prestafífill – sem á latínu heitir chrysanthemum – blómstrar fallega í gróðrarstöðinni Ficus í Hveragerði og vekur eftirtekt. Eydís Sig- urðardóttir leggur sál sína og hjarta í ræktunina. Þar hefur hver tími árs sinn lit og samkvæmt fræðunum táknar guli liturinn von, sem rímar við þann trúarboðskap sem páskunum tilheyrir. Sigurður Bogi Frá því lög voru sett um um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins árið 1954 hefur rétt- arstaða opinberra starfsmanna gjör- breyst. Á þessum tíma hefur opinberum starfsmönnum sömu- leiðis fjölgað jafnt og þétt og undanfarin ár hefur fjölgun op- inberra starfa verið gríðarleg. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru launþegar hjá hinu opinbera rúmlega 60.000 á árinu 2021 eða 33% af heildarfjölda launafólks í landinu. Á undanförnum árum hefur launafólki í opinberum greinum fjölgað mun hraðar en í öðrum greinum og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað hraðar en laun á almennum markaði. Það viðhorf hefur lengst af ver- ið ríkjandi að laun opinberra starfsmanna eigi að vera lægri en þau sem tíðkast á almenna mark- aðnum þar sem opinberir starfs- menn hafa notið mun betri rétt- inda en á frjálsum markaði. Réttarstaða opinberra starfs- manna hefur þannig verið styrkt, en á sama tíma hafa kjör þeirra hafa batnað og þeim fjölgað mik- ið. Einkafyrirtæki bregðast við vaxandi samkeppni með því að draga úr kostnaði við starfs- mannahald samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini. Hið opinbera hefur ekki breytt skipu- lagi og starfsháttum í sama mæli. Ríkinu eru skorður settar í starfsmannahaldi sínu með ýms- um sérreglum. Í því skyni að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna, hef ég, ásamt hópi sjálf- stæðismanna, lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna rík- isins. Breytingarnar miðast að því að fella niður þá skyldu for- stöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti vegna brots hins síð- arnefnda á starfsskyldum eða þegar hann hefur ekki staðið und- ir þeim kröfum sem leiða af starfi hans. Eftir sem áður verður það al- menn krafa að málefnaleg sjón- armið liggi til grundvallar starfs- lokum og lausn frá embætti, enda tryggja stjórnsýslulög ríkisstarfs- mönnum fullnægjandi rétt- arvernd í starfi. Réttaröryggi op- inberra starfsmanna í samskiptum við vinnuveitanda sinn verður sömuleiðis meira en það sem launþegar búa almennt við. Það er því mat okkar að í ljósi breyttra aðstæðna eigi rétt- arstaða opinberra starfsmanna að færast nokkuð í átt að réttarstöðu starfsmanna einkafyrirtækja. Eftir Diljá Mist Einarsdóttur »Réttarstaða op- inberra starfs- manna hefur þannig verið styrkt, en á sama tíma hafa kjör þeirra batnað og þeim fjölgað mikið. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Stóð ekki til að efla almenningssamgöngur á kjörtímabilinu í Reykjavík? Strætó bs. er byggðasamlag nokkurra sveitarfélaga og á Reykjavík stærst- an hluta þess. Rekst- urinn er óvenjulegur því fátítt er að bæði stjórn og skipulagning þjónustunnar ásamt akstri vagna sé á sömu opinberu hendinni. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu sem VSB verk- fræðistofa vann fyrir Strætó. Strætó sinnir báðum þessum hlutverkum í dag án nokkurra skila á milli mis- munandi þátta rekstrarins, en fyrir- tækið útvistar þó um helmingi af öll- um akstri sínum til annarra. Nú er svo komið að Strætó bs. þarf að minnka þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhalds- aðgerða í rekstri félagsins. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dag- ferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum á fjölda leiða. Gert er ráð fyrir að með breyt- ingunum sparist rúmlega 200 millj- ónir króna í rekstri en Strætó situr uppi með 454 milljóna króna halla. Tap síðustu tveggja ára nálgast milljarð. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að Covid-faraldurinn hafi leik- ið rekstur Strætó grátt og tekjur hafi minnkað um allt að 1,5 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjaldan er ein báran stök. Í miðju Covid eru teknar fjárfrekar ákvarð- anir, fjárfest í nýju greiðslukerfi og fjölgað í flotanum með þeim afleið- ingum að draga þarf úr þjónustunni. Klappkerfið ekki ókeypis Klappkerfið kostar sitt. Er ekki rétt að spyrja hvort Klappið hafi verið ótímabær fjár- festing miðað við að- stæður? Hvers vegna fjárfestir byggða- samlag með einn millj- arð í halla í nýju greiðslukerfi og það á miðjum Covid-tímum og endar síðan með 1,5 milljarða í halla? Margir eiga auk þess í vandræðum með að nota Klappið. Þeir sem hvorki skilja né tala ís- lensku eiga t.d. erfitt með að fóta sig í kerfinu. Hefði ekki þurft að sýna skynsemi og fresta nýju greiðslukerfi? Forgangsröðun hjá Strætó hefur leitt til hagræðing- araðgerðar sem kemur verulega illa niður á þjónustuþegum Strætó. Hvernig á fólk að komast leiðar sinnar? Á kjörtímabilinu hefur meirihlut- inn í borgarstjórn lagt allt kapp á að hindra bílaumferð inn á viss svæði í borginni, aðallega miðbæinn og ná- grenni. Gjaldskyldusvæði hafa verið stækkuð í allar áttir og bílastæða- gjald hækkað svo að um munar. Leynt og ljóst eru skilaboðin þessi: „Ekki koma á bílnum þínum í bæinn. Taktu strætó eða hjólaðu.“ Að hjóla er ferðamáti sem hentar alls ekki öll- um. Ef hvetja á fólk til að nota al- menningssamgöngur eins og strætó þarf sú þjónusta að vera þannig upp- byggð og skipulögð að hún virki fyr- ir sem flesta. Tíðni strætóferða skiptir miklu máli og einnig að hægt sé að taka strætó fram eftir kvöldi um helgar til þess að fólk komist heim til sín. Þá er erfitt að ná í leigu- bíl auk þess sem ekki hafa allir ráð á að borga fyrir leigubíl. Nú eru færri leigubílstjórar en áður því í stéttinni ríkir mannekla. Reykjavíkurborg ber að hluta til ábyrgðina því að út- hlutuðum rekstrarleyfum til leigu- bílaaksturs í höfuðborginni hefur fækkað frá árinu 2002. Hvað varð um markmiðið að efla almenningssamgöngur? Almenningssamgöngur eru í lamasessi, verið er að draga úr þjón- ustunni enn meira. Meirihlutinn leggur áherslu á borgarlínu en í það framtíðarverkefni hefur Reykjavík- urborg sett nú þegar 1,7 milljarða. Nánast allt er varðar borgarlínu er óljóst og þá ekki síst hvort og þá hvernig borgarlínukerfi passar inn í reykvískan veruleika. Það verður að virða valfrelsi og þarfir fólks varð- andi samgöngumáta – ekki á að neyða borgarlínu eða öðrum lausn- um upp á fólk. Til að ná markmiðum um að efla almenningssamgöngur þarf að bæta allt sem snýr að rekstri Strætó bs. og verða Reykjavík og önnur sveit- arfélög byggðasamlagsins að styðja við reksturinn. Þar er tregða enda eru þau ekki aflögufær. Fjármagnið hefur farið í annað. En þá þýðir ekki á sama tíma að segja að efla skuli almennings- samgöngur þegar í raun er verið að veikja þær. Það stóð ekki í lof- orðapakka meirihlutans í borg- arstjórn. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Í miðju Covid eru teknar fjárfrekar ákvarðanir, fjárfest í nýju greiðslukerfi og fjölgað í flotanum með þeim afleiðingum að draga þarf úr þjónust- unni Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Almenningssamgöngur í lamasessi í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.