Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 ✝ Sveinn Jóhann Þórðarson fæddist 13. desem- ber 1927 á Innri- Múla, Barðaströnd. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 9. mars 2022. Foreldrar hans voru Þórður Ólafs- son bóndi á Innri- Múla, f. 24. ágúst 1887, d. 10. apríl 1984, og kona hans Steinunn Björg Júlíusdóttir, f. 20. mars 1895, d. 13. febrúar 1984. Systkini Sveins eru: Björg, f. 1916, látin, Ólafur, f. 1918, lát- inn, Jóhanna, f. 1920, látin, Júl- íus, f. 1921, látinn, Björgvin, f. 1922, látinn, Karl, f. 1923, látinn, Kristján, f. 1925, og Steinþór, f. 1926, látinn. Sveinn kvæntist 1965 Guðjónu Kristínu Hauksdóttur, f. 12. nóv- ember 1944, frá Fjarðarhorni í Gufudalssveit. Foreldrar hennar voru hjónin Haukur Breiðfjörð Guðmundsson, f. 23. ágúst 1919, d. 16. maí 2015, og Tómasína Þóra Þórólfsdóttir, f. 17. júní esdóttir og eiga þau fjögur börn. Fyrir átti Birna einn son. Sveinn var með barnaskóla- próf, hann lauk fullnaðarprófi vorið 1941. Hann tók við búi af foreldum sínum árið 1962. Hann rak verslun frá 1966 og bens- ínstöð frá 1972. Hann hætti versl- unarrekstri 2014 og við þau tíma- mót gerði Marine Trouble Ottogalli kvikmyndina Sveinn-A- Mula, the Icelander Who Ran Out of Petrol (Íslendingurinn sem varð bensínlaus). Hún kom út árið 2015 og hefur tekið þátt í virtum heimildamyndahátíðum hér- lendis og erlendis og verið sýnd í sjónvarpi. Sveinn tók þátt í ýms- um félagsstörfum. Hann var bæði í búnaðarfélaginu og nautgripa- félaginu í Barðastrandarhreppi og var í stjórn félagsheimilisins Birkimels. Hann var stofnandi ungra sjálfstæðismanna á Pat- reksfirði. Sveinn var lengi í sókn- arnefnd Hagakirkju og var ævi- félagi í Slysavarnafélagi Íslands. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og var heiðursfélagi í UMFB. Hann var sæmdur gull- heiðursmerki UMFÍ árið 2017 á 90 ára afmæli sínu, fyrir störf sín í þágu íþrótta, og gerður að heið- ursborgara Vesturbyggðar sama ár. Útför Sveins fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, 7. apríl 2022, klukkan 15. 1913, d. 14. júní 2003. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 5. ágúst 1964, maki Þorkell Arnarsson og eiga þau þrjár dætur. 2) Þórður, f. 14. september 1965, maki Silja Björg Ísafold- ardóttir og eiga þau tvo syni. 3) Jóna Jóhanna, f. 20. apríl 1968 og á hún einn son. 4) Barði, f. 12. október 1970 og á hann eina dóttur. 5) Haukur Þór, f. 8. sept- ember 1972, maki Guðrún Pét- ursdóttir og eiga þau þrjá syni. 6) Þórólfur, f. 26. júní 1975, maki Þorgerður Sævarsdóttir. Þórólfur á þrjú börn með Heið- rúnu Saldísi Elísabetardóttur og Þorgerður á eina dóttur. Barnabörn Þórólfs eru tvö og eitt á leiðinni. 7) Hörður, f. 25. júní 1979, maki Ólafía Línberg Jensdóttir og eiga þau tvær dætur. Fyrir átti Ólafía eina dóttur. 8) Ásgeir, f. 1. maí 1980, maki Birna Friðbjört Hann- Þegar ég kveð elsku pabba hinstu kveðju rifjast upp margar og dýrmætar minningar. Minn- ingar æskuáranna á Múla í bland við minningar síðustu ára hans á Hrafnistu í Hafnarfirði. Úr æsku er mér efst í huga endalaus hvatning til hreyfingar og úti- veru. Að pabba mati mátti lækna flesta kvilla með því að fara út að hreyfa sig og hann kom okkur öll- um systkinunum til að æfa og keppa í íþróttum. Hann var mikill keppnismaður og hvatti okkur óspart áfram. Pabbi var líka mik- ill spilamaður og kenndi okkur bæði að spila og að tefla. Keppn- isskapið var ekki síðra við spila- borðið og spilaði hann bridds með góðum félögum á Hrafnistu. Í huga pabba var vinna dyggð og að sofa fram yfir hádegi taldi hann galið þegar næg voru verk- efnin. Sama hversu seint við höfðum farið að sofa eða vorum nýkomin heim af dansleik, við áttum að vera klædd og komin á ról fyrir hádegi. Pabbi var heimakær og ferð- aðist lítið. Þrátt fyrir það var hann víðsýnn og kynntist heim- inum gegnum ferðamennina sem versluðu við hann. Ótalandi á annað tungumál en móðurmálið átti hann samskipti við ferðafólk alls staðar að úr heiminum. Margt af því ferðafólki sem hann kynntist hélt ævarandi tryggð við hann. Það var stórt skref fyrir pabba að yfirgefa sveitina sína tæplega níræður þegar hann flutti á Hrafnistu. Hversu vel hann að- lagaðist nýjum aðstæðum var aðdáunarvert. Þótt hugur hans hafi alltaf verið fyrir vestan varð til nýr heimur því út um gluggann sinn á Hrafnistu hafði hann bæði sjávar- og fjallasýn. Úr glugganum fylgdist hann með heyskap, með skipum sigla, með fólki að viðra hundana sína og hvernig viðraði eftir áttum. Á Hrafnistu leið pabba vel, hann eignaðist góða vini og starfsfólkið og íbúarnir urðu með tímanum hans heimafólk. Heimsóknabann vegna Covid- smithættu reyndist pabba erfitt. Það átti ekki vel við svo mikla fé- lagsveru að hafa takmörkuð sam- skipti við fólk. Eftir 11 vikna að- skilnað við sína nànustu og takmörkuð samskipti innan Hrafnistu mátti greina mikla breytingu. Lífsneistinn hafði dofnað og pabbi var orðinn þreyttur. Í kjölfar erfiðra veik- inda undir það síðasta kom þó upp gamla keppnisskapið og pabbi ætlaði sér að komast aftur á fætur. Hann var ekki af þeirri kynslóð að sýna tilfinningar og við systkinin vorum ekki alin upp við mikið kjass eða knús en síð- ustu dagana seildist pabbi eftir hendinni minni og tók um hana þéttingsfast. Snertingin og augnaráðið sagði meira en mörg orð. Þótt það hafi verið með því erfiðasta sem ég hef gert að sleppa takinu og kveðja er ég mjög þakklát síðustu stundunum okkar saman. Þakklát fyrir að geta kvatt, geta strokið vangann hans og sagt honum að við vær- um öll hjá honum. Pabbi var ekki efnislega ríkur en hann var ríkur af fólki sem þótti vænt um hann. Þegar hann kvaddi var hann um- vafinn sínum nánustu sem fylltu herbergið hans og ég veit að öðruvísi hefði félagsveran pabbi ekki viljað kveðja. Það er mér mikil gæfa að hafa notið leiðsagn- ar hans og ég kveð hann auðmjúk og þakklát fyrir allt. Jóna Jóhanna Sveinsdóttir. Elsku pabbi minn lést í faðmi fjölskyldunnar, saddur lífdaga í herberginu sínu á Hrafnistu þar sem hann var búinn að vera síð- astliðin fimm ár. Fyrstu þrjú árin var pabbi duglegur að taka þátt í félagslífinu á Hrafnistu. Hann spilaði bridge svo lengi sem voru spilafélagar því pabba fannst voða gaman að spila og á föstu- dögum var sungið og dansað í samkomusalnum og kom fyrir að ég kíkti á harmonikkuball með honum. Pabbi var því miður orð- inn slæmur í fótunum og dansaði sjaldan en hafði gaman af að fylgjast með og spjalla. Síðustu tvö árin hans á Hrafn- istu einkenndust af Covid-sam- komutakmörkunum og því ekki eins mikið að gera í félagslífinu. Þótt pabbi skildi vel að þyrfti að passa að Covid kæmi ekki inn á heimilið þá vissi maður að þetta var erfitt fyrir svo félagslyndan mann. Starfsfólkið á Hrafnistu var duglegt að vera með uppá- komur á hæðunum þegar allt var lokað og fengum við ættingjarnir þá að sjá myndir og myndbönd frá hinum ýmsu viðburðum sem pabbi tók þátt í. Allir á Hrafnistu vissu hver Sveinn á Múla var. Hann var ófeiminn að kynna sig fyrir fólki og spyrja fólk hvaðan það væri. Fallegt útsýni var af fimmtu hæðinni þar sem pabbi var og var ég oft að dásama það. Pabba aft- ur á móti fannst ekkert toppa út- sýnið fyrir vestan því af hlaðinu heima á Múla var fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn og bar þar hæst Snæfellsjökul. Hugur pabba var alltaf fyrir vestan og oft þegar ég kom í heimsókn spurði hann mig hvort ég hefði eitthvað frétt þaðan en ég verð að segja að hann gat sagt mér fleiri fréttir að vestan en ég honum. Ég á margar minningar tengd- ar pabba og dettur mér þá fyrst í hug þegar ég var að vinna með honum í gömlu búðinni á Múla en ég var mjög ung þegar ég fór að hjálpa til við að afgreiða í búðinni og raða í hillur. Mér fannst búðarstörfin alltaf skemmtilegri heldur en bústörf- in. En á seinni árum hef ég lært að meta betur bústörfin og fund- ist gaman að fara vestur og hjálpa til í sauðburði og fá að smala. Á svo til hverju hausti hef ég farið í smalamennsku og er þá send upp í Skál fyrir ofan Skála- gil í Hagadal til að sitja fyrir kindunum þegar þær koma fram- an úr dal. Meðan pabbi var enn heima á Múla hringdi hann í gemsann minn þar sem ég var í Skálinni til að spyrja frétta, hvort ég sæi nokkuð til smalanna. Það skipti ekki máli þó hann væri kominn suður á Hrafnistu, hann gat alveg eins fylgst með þaðan með því að hringja í mig. Pabbi var stoltur af sínu fólki og þegar ég og dætur mínar heimsóttum hann á Hrafnistu kynnti hann okkur fyrir þeim sem við mættum á göngunum. Þetta er dóttir mín, sagði hann, og dætur hennar. Hann fylgdist vel með því sem við vorum að gera í daglega lífinu og gaman hefði verið að segja honum frá því að Erna dóttir mín er loksins bú- in að fá afhenta lyklana að íbúð- inni sem hún var búin að kaupa en ég efast ekki um að hann held- ur áfram að fylgjast með úr fjar- lægð. Pabbi var mikill reglumaður, sem kom best fram í því að hann fór alltaf á sama tíma í mat og kaffi á Hrafnistu, vildi vera að- eins á undan fram í matsalinn og best var að haga heimsóknum til hans eftir því. Ég á eftir að sakna allra sam- verustundanna með pabba en minningarnar lifa og ég efast ekki um það hafi orðið fagnaðar- fundir þegar pabbi hitti foreldra sína og systkini sem voru farin á undan honum, öll nema Kiddi bróðir hans sem er einn eftirlif- andi af gömlu Múlasystkinunum. Takk fyrir allt, elsku pabbi, minning þín mun lifa. Sigríður Sveinsdóttir. Elsku afi minn, þegar komið er að kveðjustund er margt að þakka. Afi á Múla var einstakur maður og góður vinur. Missirinn er mikill í fjölskyldunni núna þegar afi hefur kvatt þennan heim, enda svo stór partur af okkur öllum. Það var alltaf mikið hlegið í kringum afa. Hann gladdi alla sem voru í kringum hann, það gerði hann gjarnan með góðu gríni og jafnvel smá stríðni. Þeg- ar fólk hló svo að gríninu hans setti hann upp sitt einstaka og hrifnæma glott með blik í auga. Ég mun aldrei gleyma þessu fal- lega glotti þínu, elsku afi. Mér þótti alltaf svo fallegt hvað afa var annt um hvernig aðrir hefðu það. Hann hikaði ekki við að spyrja hvað fólk hefði í laun, hvað nýi bíllinn kostaði marga peninga eða hreinlega hvort viðkomandi ætti mikið af peningum á bankabókinni. Marg- ir myndu kalla þetta einskæra forvitni en ég vissi alltaf að þess- ar upplýsingar vildi hann fá vegna þess að honum þótti betra að vita að fólk hefði það gott og sömuleiðis tók afi það inn á sig ef fólk hafði það jafnvel ekki svo gott. Elsku afi minn, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera afastelpan þín. Þú varst einstak- ur og ógleymanlegur karakter. Ég ætla að tileinka mér það fal- lega í fari þínu. Halda í gleðina og húmorinn, spyrja spurninga, stríða smá og glotta svo. Sorgin er erfið enda er hún síð- asta ástarkveðjan. Mikið sem það verður erfitt að venjast lífinu án þín, elsku afi á Múla. Ég trúi því að nú njótir þú þín á fallegum stað þar sem þú fylgist með okk- ur. P.s. Takk fyrir að leyfa okkur krökkunum stundum að hlaupa upp í búð í sveitinni og ná í nammi eða ís. Góða ferð, elsku afi á Múla. Þín afastelpa, Erna Sif Þorkelsdóttir. Það er skrítið að setjast niður þennan sunnudag og skrifa minn- ingargrein um afa í stað þess að kíkja í heimsókn til hans. Það var orðin föst venja á sunnudögum að eftir ræktina og góðan bröns fór- um við mamma í heimsókn til afa á Hrafnistu. Fyrir Covid fórum við oft með honum niður í kaffi- teríuna og drukkum þar með honum sunnudagskaffið eða gerðum vöfflur í eldhúsinu hans. Sannkallaðar gæðastundir. Afi var mjög stoltur af mér og áhuga- samur um það sem ég var að brasa. Hann var mjög áhugasam- ur um vinnuna mína, bílamálin, íbúðarkaupin, æfingarnar og veiðiferðirnar. Hann spurði í hvert sinn hvað væri títt, hvort ég hefði verið að vinna eða færi að vinna á morgun. Hann talaði allt- af um að bílarnir þyrftu að vera vel dekkjaðir og það hefur verið mitt leiðarljós síðan. Umhyggjan lýsir sér vel í því að ef hann vissi að ég væri að fara vestur á vet- urna spurði hann hvort ég væri ekki örugglega á nagladekkjum. Ég man að þegar ég var lítill í sveitinni sat afi með mér við eld- húsborðið og kenndi mér að skrifa og teikna. Hann kenndi mér að teikna báta og dráttarvél- ar og teikningarnar urðu margar. Hann var alltaf að láta þá sem komu í heimsókn leysa gesta- þrautir eða sýna alls konar sjón- hverfingar. Afi var með búð og bensínstöð þar til hann hætti rekstri 86 ára gamall. Það var mjög gaman að sniglast þar með honum og ég fór iðulega með honum að afgreiða þegar ég var lítill. Þegar ég var kominn með bíl- próf og keyrði einn í sveitina var afi alltaf kominn út á hlað til að taka á móti mér. Þegar ég var á leið aftur suður tók ég bensín hjá afa og hann dældi alltaf sjálfur á bílinn minn. Hann kvaddi mig alltaf vel, bað mig að fara varlega og láta vita af mér á leiðinni. Svo vinkaði hann í kveðjuskyni þegar ég keyrði upp afleggjarann. Nú er komið að síðustu kveðju- stund okkar afa. Þreyttir hvílast, þögla nóttin, þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum, fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar, yfir jörðu fer. Sof þú væran vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Enok Ýrar. Saldís, þegar ég fer í gröfina verður þú að skrifa hversu sprækur ég var í boltanum, kall- aði hann frá grasflötinni ofan við Múla, þar sem hann sparkaði í tuðru og hundarnir eltu, þetta var sumarið 1998. Ég efni hér með loforð mitt. 28. desember 1997 hitti ég Svein á Múla í fyrsta sinn, hrím- hvít eftir öldugang yfir Breiða- fjörðinn tóku Sveinn og fjöl- skylda á móti mér og 3ja ára dóttur minni opnum örmum, í forstofunni á Múla. Frá upphafi var eins og við hefðum alltaf þekkst, við urðum strax partur af fjölskyldunni. Næstu 12 ár kom ég reglulega í sveitina. Þar var gott að vera, alltaf pláss fyrir alla og oft þröngt við matarborðið, en alltaf gaman. Ég minnist stundanna í sveitinni hjá Stínu og Svenna með gleði, þakklæti og hlýju. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég til elsku Stínu og stórfjölskyldu. Elsku Svenni, takk fyrir mig. Hinsta kveðja frá Saldísi. Sveinn í Múla var einstakur maður. Hann var óbilandi bar- áttumaður, kappsamur svo af bar og andinn síkvikur. Það var ekki bara pólitíkin sem átti hug hans. Atorkan kom líka fram í áhuga hans á sviði íþrótta, velferð sam- félagsins, ekki síst nærsam- félagsins, trú hans á íslenskum landbúnaði og þannig má lengi áfram telja. Ég var svo lánsamur að kynn- ast Sveini í upphafi stjórnmála- þátttöku minnar. Við náðum und- ir eins vel saman og varla fór ég nokkurn tímann svo um Vestur- Barðastrandarsýslu að ég liti ekki við hjá þeim Sveini, hans góðu konu Kristínu og fjölskyldu þeirra. Alltaf var mér vel tekið og margra velgjörðanna naut ég á heimili þeirra, sem aldrei verður fullþakkað. Varla varð maður kominn inn úr dyrunum í Múla þegar umræður voru hafnar um eitthvað sem húsbóndanum lá á hjarta. Stundum bar hann undir mig álitaefni; auðvitað til þess að kryfja þau með mér til mergjar, en ég gerði mér líka ljóst að þannig var hann líka að heyja sér efni í pólitíska forðabúrið, til þess að eiga í fórum sínum í viðræðum við pólitíska andstæðinga. Hann var þannig stöðugt á vaktinni og kunni fyrir vikið skil á hinum ótrúlegustu sviðum. Sjálfur var ég oftar þiggjandinn en veitand- inn. Til dæmis þegar ég naut þess að heyra af vörum hans sögur af eldri atburðum og fyrri kynslóð- um, enda hafði hann tekið þátt í pólitísku starfi um áratugaskeið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, þegar ég kynntist honum fyrst. Þannig átti hann sinn ríka þátt í að varpa ljósi á samhengi hlutanna sem okkur hinum yngri voru huldir. Þetta var mér mikið og verðmætt vega- nesti á minni löngu pólitísku veg- ferð. Kosningar voru mikill uppá- haldstími hjá Sveini vini mínum. Í aðdraganda þeirra var síminn á Innri-Múla vel nýttur og hús- bóndinn hringdi í mann og annan um land allt, háa jafnt sem lága og fólk af öllu mögulegu pólitísku sauðahúsi. Nestaður af öllum þessum samtölum hringdi hann í mig hvenær sem var, eða hitti mig fyrir vestan og bar undir mig það sem hann hafði orðið áskynja. Fyrir vikið var tilfinning hans fyrir pólitískum straumum, innan kjördæmis sem utan þess, algjörlega einstæð. Sveinn í Múla var sem sagt eldhugi í þess orðs bestu merkingu Fyrir daga nútímafjarskipta var ekki alltaf einfalt að ná í þing- mann sem var á ferð og flugi um kjördæmið. En Sveinn dó ekki ráðalaus. Hann hringdi einfald- lega heim til mín og talaði við Sig- rúnu konu mína eða börnin okkar og ræddi við þau af sömu ákefð- inni og við mig; flutti þeim tíðindi, sagði þeim álit sitt og treysti því að þar með kæmist erindi hans til skila til mín. Löngu áður en krakkarnir mínir höfðu barið bóndann í Múla augum, gjör- þekktu þau hann af samtölunum og fannst mikið til koma. Sveinn í Múla var ógleyman- legur maður, velgjörðarmaður minn og mikil hjálparhella. Ætíð var gott að njóta samvista með honum og hans stóru og góðu fjölskyldu. Nú er skarð fyrir skildi og ég kveð minn góða vin. Guð blessi minningu hans. Kristínu, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við Sigrún okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Einar K. Guðfinnsson. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himnin- um, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu.“ Barðaströnd er einhver feg- ursta sveit landsins; hvítir sand- ar, kjarr, formfögur fjöll, berg- gangar í sjó fram. Og útsýnið er stórbrotið: Breiðafjörður, Snæ- fellsnesið og Jökullinn sjálfur. Listaverk náttúrunnar eru allt um kring. Þetta umhverfi fóstr- aði Svein Þórðarson alla tíð. Sveinn á Múla á Barðaströnd varð fyrstur íbúa til að hringja í mig þegar ég var ráðin bæjar- stjóri í Vesturbyggð fyrir 12 ár- um. Hann vildi bjóða mig vel- komna og svo hefði hann frétt að ég væri einhleyp, hann vildi láta mig vita að hann ætti marga syni! Þetta varð upphafið á áralöngum vinskap sem aldrei hefur borið skugga á. Löng símtöl um pólitík, hans helsta áhugamál, og fram- faramál sveitarfélagsins. Hann vildi hvetja okkur unga fólkið til að gera sífellt betur og ekki gleyma málstaðnum. Sveinn var af þeirri kynslóð sem byggði upp sveitina. Þau voru stórhuga á Barðaströnd. Byggðu þéttbýliskjarna á Birki- mel með skóla, sundlaug og hafn- armannvirki á Brjánslæk. Enda mikilvægt að veita börnum sveit- arinnar hina bestu þjónustu og efla atvinnulífið! Það var því sjálf- sagt og eðlilegt að kjósa Svein einn af heiðursborgurum Vestur- byggðar þegar hann varð níræð- ur fyrir fjórum árum. Sveinn rak um árabil bensín- sölu fyrir Olís á Múla og verslun með allra helstu nauðsynjar. Þar kynntist hann fjölda fólks sem alla tíð hélt tryggð við Svein enda var hann einstakur maður: Eðl- isgreindur, minnugur, þekkti marga og kunni fjölda sagna. Hjá mörgum var það fastur liður að koma við hjá Sveini á leið sinni vestur eða suður. Aldrei var kom- ið að tómum kofunum á þeim bænum. Elsku vinur minn hefur nú kvatt jarðvistina í hárri elli. Hans verður saknað. Síðast þegar ég heyrði af honum frá syni hans var hann auðvitað að kanna með framboðsmál! Sveinn var gegnheill sjálfstæð- ismaður, eldheitur íþróttaunn- andi og elskaði fallegu sveitina sína. Hann skilur eftir sig ynd- islega eiginkonu og glæsilegan hóp afkomenda. Við Hafþór sendum Kristínu og afkomendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sveins Þórðarsonar frá Múla. Ásthildur Sturludóttir. Sveinn Jóhann Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.