Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 ✝ Guðni Garð- arsson fæddist 5. mars 1945 á Ljósalandi í Fá- skrúðsfirði, Suður- Múlasýslu og lést 23. mars 2022. For- eldrar hans voru Halldóra Hjart- ardóttir f. 7. októ- ber 1916 á Vaðli efri á Barðaströnd, d. 26. desember 2010 og Garðar Guðnason f. 6. maí 1913 í Heklu á Höfn í Horna- firði, d. 11. desember 1996. Systkini Guðna eru Hörður Garðarsson f. 24. júní 1937, d. 23. júlí 2017, Þórður Garðarsson f. 22. febrúar 1940 og Hjördís Jóna Garðarsdóttir f. 5. júlí 1941. Eig- inkona Guðna var Helga Að- alsteinsdóttir f. 4. nóvember Ósk Valsdóttur f. 15. desember 1972. Börn þeirra eru (a) Friðrik Valur f. 31. ágúst 2005 (b) Dag- mar Helga f. 22. október 2008. 4) Dögg f. 10. febrúar 1976. Unn- usti hennar er Svavar Þór Ein- arsson. Sonur Daggar er (a) Bjartur Eldur Þórsson f. 9. ágúst 2004 faðir hans er Þór Jóhann- esson. Guðni vann ýmis störf um æv- ina og þá oftar en ekki tengd farartækjum og vélum ýmiss konar. Hann starfaði sem leigu- bílstjóri, bílstjóri hjá BP, hjá Þór, Velti og Fossberg auk ým- issa annarra starfa til sjós og lands. Árið 2003 stofnaði Guðni heildverslunina Logey ásamt Júlíusi S. Sigurðssyni þar sem verslað var með verkfæri af ýmsu tagi. Samstarf þeirra var farsælt og stóð í tæpan áratug allt þar til Guðni settist í helgan stein. Útför Guðna fer fram frá Ás- kirkju í dag, 7. apríl 2022, kl. 15. 1946, d. 22. maí 2012. Þau Guðni gengu í hjónaband 14. nóvember 1965. Börn þeirra eru: 1) Garðar f. 24. maí 1965 kvæntur Önnu Jónsdóttur f. 30. júlí 1966. Börn þeirra eru (a) Guðni, 14. desem- ber 1987. Sambýlis- kona hans er Oli- vera Ilic og sonur þeirra Garðar Freyr. (b) Edda f. 20. nóvember 1989. Synir hennar eru Birkir Örn og Helgi Már, faðir þeirra er Theodór Gaukur Kristjánsson. (c) Auður f. 22. maí 1997, sam- býlismaður hennar er Arnar Þór Skúlason. 2) Andri f. 28. maí 1970. 3) Bjartur Logi f. 13. nóv- ember 1972 kvæntur Jóhönnu Það er ómetanlegt að eiga góða tengdaforeldra og voru móttök- urnar í Einarsnesinu hjá Helgu og Guðna frá fyrstu tíð einstaklega góðar. Það fór frá upphafi vel á með okkur Guðna og þær voru ófáar sögurnar af ferðalögum fjöl- skyldunnar um landið sem mér voru sagðar, sem og sögur af uppátækjum ýmiss konar og ekki má gleyma frásögnum úr þeim störfum sem hann hafði tekið sér fyrir hendur um ævina sem voru mörg og margvísleg. Ef eitthvað bilaði sem þurfti sérhæfðar græj- ur til að gera við var næsta öruggt að tól og tæki til þess arna fundust í skúrnum hjá Guðna og aldrei var hægt að reka hann á gat þegar spurt var út í viðgerðir á allra handa hlutum. Sjaldan hef ég orð- ið eins hissa og þegar ég var búin að fara í allar mögulegar og ómögulegar verslanir í leit að sér- stakri skrúfu og var alls staðar sagt að svona skrúfu fengi ég hvergi. Ég kom kúguppgefin eftir þennan þvæling um allan bæ til Guðna og bar mig aumlega yfir þessari árangurslausu leit og sýndi honum skrúfuna. Hann stóð strax upp úr stólnum og bað mig að fylgja sér út í skúr, hvar hann gekk beint að tiltekinni skúffu, dró upp úr henni skrúfu, rétti mér og sagði: „Gerðu svo vel, Jóhanna mín.“ Eftir þetta hvarflaði aldrei að mér að það hefði neitt upp á sig að leita í verslanir ef vantaði eitt- hvað sem laut að viðgerðum eða smíðavinnu ýmiss konar, hversu smátt sem það var. Það var allt til í skúrnum hjá Guðna, og ef það var ekki þar þá var alveg eins gott að sleppa því að leita annars staðar. Það verður skrýtið að geta ekki lengur komið í Einarsnesið og leit- að ráða hjá tengdapabba varðandi hin ýmsu mál, eða bara til að spjalla um daginn og veginn og fá rauðrunnate í múmínbolla og jafn- vel ögn af dökku súkkulaði með. En þá er gott að geta búið að minningunum um einstaklega ánægjulega og gefandi samfylgd með Guðna í rétt tæp 20 ár og fyr- ir þær ber að þakka að leiðarlok- um. Jóhanna Ósk. Það er óvænt og erfitt að þurfa að kveðja kæran vin eftir meira en hálfrar aldar vináttu. Leiðir okkar Guðna lágu saman á vinnustað fyrir nær 55 árum. Þá þegar hafði Guðni stofnað fjölskyldu með Helgu Aðalsteinsdóttur, æskuást sinni. Það var auðvelt að vingast við þennan hægláta, bjarta og heiðarlega unga mann og gott að starfa með honum. Við urðum fljótlega góðir vinir og brölluðum margt saman. Á sama vinnustað starfaði þá einnig Þórður, bróðir Guðna. Við þrír leystum saman fjölmörg heimsvandamálin og fór- um létt með það, pældum í bók- menntum og lásum ljóð. Þórberg- ur, Laxnes og Steinn Steinarr voru okkar menn ásamt fleiri góð- skáldum um heim allan. Við vor- um allir vel vinstrisinnaðir og höfðum mikinn áhuga á stjórn- málum. Það var róstusamt í sam- félaginu á þessum tíma, iðulega mótmælagöngur og baráttufundir sem við félagarnir tókum þátt í af mikilli og afdráttarlausri sannfær- ingu um góðan málstað. Ég man t.d. dæmis eftir Þorláksmessus- lagnum 1968 þar sem gengin var önnur leið en löggan af sínu lít- illæti hafði heimilað. Það endaði með slagsmálum neðst í Banka- stræti. Skyndilega stóð tvöföld röð af löggum í vegi fyrir okkur og aftari röð þeirra beitti kylfum. Ungur maður sem stóð milli okkar Guðna fékk kylfuhögg í hausinn, vankaðist og riðaði við. Við gátum dröslað honum úr þvögunni og fórum með hann alblóðugan niður á gömlu löggustöðina. Þar vorum við uppi með kjaft, jafnvel þessi hægáti og prúði drengur Guðni gat orðið æstur og reiður ef hon- um mislíkaði verulega. Varðstjór- inn hótaði að loka okkur inni í klefa ef værum með einhvern upp- steyt. Við kröfðumst þess að löggan skaffaði sjúkrabíl fyrir mann sem hún hafði lamið og blóðgað. Og það varð úr. Seinna þegar við báðir vorum orðnir virðulegir heimilisfeður ferðuðust fjölskyldur okkar sam- an, oft um hálendið. Guðni átti þá sinn ágæta Volvo Lapplander, sem var duglegur og öruggur ferðabíll en ég amerískan jeppa. Það var farið í Eldgjá, um Fjalla- bak nyrðra, Lakagíga, Kaldadal og fleiri fallegar og áhugaverðar leiðir. Þetta voru ánægjulegar ferðir og uppbyggilegar í íslenskri náttúru. Guðni las mikið, sílesandi alla ævi, bækur af öllu tagi. Hann var því fjölfróður og vel heima á flest- um sviðum. Sterk réttlætiskennd og samúð með þeim verst settu einkenndu alla tíð skoðanir hans og afstöðu til samfélagsins og lífs- ins. Guðni og Helga voru samhent- ir, góðir foreldrar og börnin urðu fjögur, þrír drengir og ein stúlka. Á heimilinu ríkti jafnan glaðleg ró og yfirvegun. Einn af drengjunum þeirra glímdi frá fæðingu við erf- iðan sjúkdóm. Helga og Guðni höfðu drenginn sinn heima eins lengi og hægt var en að lokum varð að búa honum stað á sambýli. En nær allar helgar var hann heima hjá foreldrum sínum sem önnuðust hann ætíð af mikilli um- hyggju og ástríki. Og það var þeim báðum eðlislægt. Helga lést árið 2012, Guðna mikill harmdauði, líf hans ekki samt eftir það. Nú að leiðarlokum er Guðna af hjarta þökkuð samfylgdin og vin- áttan. Á meðan minningar lifa um góðan dreng er hann á sinn hátt meðal okkar. Megi minning hans lengi lifa. Steinar og Dagný Ég kynntist Guðna sennilega fyrst um miðjan níunda áratuginn í gegnum son hans, Garðar. Guðni var meðalmaður á hæð, grá- skeggjaður, hægur en gat verið glettinn. Oft fór ég með Birnu, þá- verandi eiginkonu minni, upp í Hæðarsel til Guðna og Helgu eig- inkonu hans og kynntist þeim ágætlega. Ekki renndi ég þó grun í að við Guðni ættum eftir að verða samstarfsmenn. Árið 1989 tók ég við fram- kvæmdastjórastarfi hjá GJ Foss- berg vélaverslun en hafði reyndar unnið þar í nokkur ár. Árið 1993 var svo komið að okkur vantaði starfsmann í verslunina og ég varð var við að Guðni sýndi starfinu áhuga. Einhverra hluta vegna var ég hikandi, enda hafði ég aldrei tengt Guðna við þessi störf. Fljót- lega kom í ljós að mín stærstu mis- tök voru að hafa ekki ráðið Guðna miklu fyrr til starfa í verslunina. Guðni tók starfið mjög föstum tökum og reyndist vera vandaður starfsmaður í hvívetna. Allir báru mikla virðingu fyrir honum og hann var mjög góður félagi. Guðni kom frá Norðfirði ef ég man rétt og var vinstrisinnaður eins og fleiri góðir Austfirðingar. Hann var mjög ljúfur í umgengni og Fossberg-verslunin dafnaði á Skúlagötunni með hann sem starfsmann. Seinna skildi leiðir. Ég yfirgaf Fossberg og hann stofnaði þá í fé- lagi við Júlíus S Sigurðsson, versl- unarstjóra hjá Fossberg, nýtt fyrirtæki á sama sviði, Logey. Ég er ekki í vafa um að hann hafi not- ið sín þar. „Það er mín stærsta eign,“ sagði hann við mig um Lo- gey. Guðni glímdi við vanheilsu síð- ustu árin eftir að hann missti Helgu en minningin um góðan mann lifir. Ég votta börnum hans og aðstandendum samúð mína. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. (Hjálmar Jónsson) Einar Örn Thorlacius. Guðni Garðarsson Elsku mamma mín, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, til heimilis að Birkimel 6 í Reykjavík, lést á Landakotsspítala föstudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Örninn, minningar- og styrktarsjóð. Lilja Ósk Úlfarsdóttir Benjamín Stacey Camilla Stacey Þórir Fannar Þórisson og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, andaðist 24. mars á Hrafnistu, Sléttuvegi 25. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Ólöf Bettý Grétarsdóttir Hinrik Grétarsson Sigurður Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn HELGI ÁSGEIRSSON, Njálsgötu 5, Reykjavík, lést á Landakoti fimmtudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 15. Innilegar þakkir til heimaþjónustu Reykjavíkurborgar og starfsfólks L-5 á Landakoti fyrir elskulega umönnun. Fyrir hönd vina, Þórólfur Árnason Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SÓLVEIG JÓHANNA JÓNASDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 13.00. Hafsteinn Már Línbergsson Sigrún Línbergsdóttir Linda Alísa Meissner Ivan G. Pietronigro Svava S. Svavarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KJARTANS REYNIS ÓLAFSSONAR bifreiðarstjóra, Kristjánshaga 2, Akureyri. Þuríður Þorsteinsdóttir Ólafur Már Kjartansson Hrannar Þór Kjartansson Soffía Rut Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓNSDÓTTIR, Bala, Þykkvabæ, lést mánudaginn 7. mars á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þ. Magnússon Aðalsteinn Ingvarsson Katrín Harðardóttir Eva Aðalsteinsdóttir Kristgeir Orri Grétarsson Telma Aðalsteinsdóttir Elís Þór Aðalsteinsson Óskírður Kristgeirsson Okkar ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓN HREINSSON, Lækjarvaði 1, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Fossvog föstudaginn 1. apríl. Útför fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Jóns er bent á menntasjóð Rúnars Mar (0113-18-751447, kt. 110307-2920). Regína Sigurgeirsdóttir Rúnar Mar Regínuson Jón Þór Sigmundsson Elínborg Anna Erludóttir Viktor Máni Bogguson Jónsson Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ANDRÉSDÓTTUR, Hæðargarði 33. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Sléttuvegi fyrir einstaka alúð og umhyggju. Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir Guðrún Birna Einarsdóttir Einar Garðarsson Ragnar Einarsson Linda Benediktsdóttir og langömmubörn Ástkær bróðir okkar, YNGVI ÞÓR KJARTANSSON, bifvélavirki frá Egilsstöðum, lést á heimili sínu í Moss í Noregi. Útför auglýst síðar. Helga Kjartansdóttir Héðinn Kjartansson Kolbrún Gerður Kjartansdóttir Ingveldur Margrét Kjartansdóttir og fjölskyldur Faðir okkar, HRAFNKELL BJARNI KJARTANSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn fimmtudaginn 31. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir Linda Björk Hrafnkelsdóttir Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir Sigurlaug Hrafnkelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.