Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022 55
Starfssvið sálfræðings
• Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til
starfsfólks skóla og foreldra.
• Athuganir, greiningar og ráðgjöf vegna einstakra
nemenda.
• Skipulögð fræðsla til starfsfólks skóla og foreldra.
• Þverfaglegt samstarf við samstarfsfólk og aðrar
stoðþjónustur.
Starfssvið náms- og starfsráðgjafa
• Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla.
• Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og
markmiðssetningu.
• Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana.
• Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu
einstakra nemenda.
• Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til
einstakra nemenda.
Menntunar- og hæfnikröfur má sjá á heimasíðu
Skólaþjónustunnar; vefur.skolamal.is.
Hvort stöðugildi fyrir sig er 100%. Laun og starfskjör
eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2022.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri
störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Umsóknir eiga að berast forstöðumanni á
netfangið thorunnjona@skolamal.is.
Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu
Skólaþjónustunnar eða hafa sambandi við Þórunni
Jónu Hauksdóttur, forstöðumann (s. 488-4231).
Náms- og starfsráðgjafi
og sálfræðingur
óskast til starfa hjá Skólaþjónustu
Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
— Góðir skipulagshæfileikar
— Góð færni í mannlegum samskiptum
— Jákvæð og sjálfstæð vinnubrögð
— Frumkvæði, drifkraftur og gott
þjónustuviðmót
— Góð íslensku- og enskukunnátta
— Góð færni á Word og Excel
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að slást í hóp starfsmanna
hjá RE/MAX sem hefur verið í mikilli þróun og er með sterka stöðu á
fasteignamarkaði.
Við leitum að úrræðagóðum, talnaglöggum einstaklingi sem er einnig
góður í mannlegum samskiptum og kann listina að skapa traust á milli
aðila. Ef þú býrð yfir þeirri færni ásamt því að sýna nákvæm vinnubrögð
og góða eftirfylgni hvetjum við þig til að sækja um.
Um er að ræða þjónustustarf sem felur í sér móttöku viðskiptavina,
símsvörun ásamt almennu skrifstofustarfi og bakvinnslu í skjaladeild
fasteignasölunnar.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og
hvetjum við alla sem telja sig búa yfir þeirri getu og færni sem leitast er
eftir til að sækja um starfið.
Hjá RE/MAX starfar samhentur og skemmtilegur hópur fólks
og er mikið kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda.
Umsóknir og starfsferilskrá má senda á netfangið
starf@remax.is
VIÐ LEITUM AÐ
METNAÐARFULLUM EINSTAKLINGI
Í FJÖLBREYTT STARF HJÁ RE/MAX
Aðalstræti 3, Akureyri · Engihjalli 8, Kópavogi · Lóuhólar 2, Reykjavík
Ömmur óskast!
Brynjuís óskar eftir að ráða konur 60 ára og eldri til
starfa á höfuðborgarsvæðinu, 4 - 6 tíma vaktir í boði.
Starfið felur í sér afgreiðslu á ís, þrif og samskipti við viðskiptavini.
Ef þú hefur áhuga máttu senda tölvupóst á daniel@brynju.is.
Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva
grunnskóli með um 220 nemendur. Starfstöðvar
hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari
upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans, á
slóðinni http://www.gsnb.is/
Auglýst er eftir fagfólki í eftirfarandi stöður
norðan Heiðar (Ólafsvík og Hellissand)
Umsjónarkennara í yngri deild (1.-7. bekk).
Kennara í heimilisfræði.
Íþróttakennara í 50% starf.
Þroskaþjálfa í 100% starf.
Auglýst er eftir kennurum við Lýsudeild skólans.
Viðfangsefni eru:
Kennsla yngri barna, list- og verkgreinar og
tungumál í 5.-10. bekk, 90% starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leyfisbréf.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum.
Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir
skipulagshæfileikar.
Reynsla af teymisvinnu og áhugi á
þróunarstarfi.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélaga.
Umsóknir sendist fyrir 20. apríl 2022 til skólastjóra
Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11,
355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is.
Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun,
réttindi og starfsreynslu.
Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma
894 9903 eða hilmara@gsnb.is.
Óskum eftir kennurum
og þroskaþjálfa
fyrir skólaárið 2022-2023
intellecta.is