Morgunblaðið - 07.04.2022, Síða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Chelsea – Real Madrid ............................ 1:3
Villarreal – Bayern München.................. 1:0
England
Burnley – Everton ................................... 3:2
- Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Staða neðstu liða:
Leeds 31 7 9 15 35:68 30
Everton 29 7 4 18 32:52 25
Burnley 29 4 12 13 25:42 24
Watford 30 6 4 20 29:57 22
Norwich City 30 4 6 20 18:63 18
B-deild:
Middlesbrough – Fulham ........................ 0:1
Nottingham F. – Coventry...................... 2:0
WBA – Bournemouth .............................. 2:0
Þýskaland
Augsburg – Mainz ................................... 2:1
- Alfreð Finnbogason var varamaður hjá
Augsburg og kom ekki við sögu.
Ítalía
B-deild:
Pisa – Brescia........................................... 0:0
- Hjörtur Hermannsson var varamaður
hjá Pisa og kom ekki við sögu.
Noregur
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Molde – Strömsgodset ............................ 3:0
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla. Molde mætir
Bodö/Glimt eða Viking í úrslitaleik.
- Ari Leifsson kom inn á hjá Strömsgodset
á 79. mínútu og skoraði sjálfsmark.
Hvíta-Rússland
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur:
Neman – BATE Borisov ......................... 2:1
- Willum Þór Willumsson lék fyrri hálf-
leikinn með BATE.
EM U19 kvenna
Milliriðill á Englandi:
Belgía – Ísland ......................................... 2:1
Luna Vanzeir 27., Lore Jacobs 74. – Ólöf
Sigríður Kristinsdóttir 57.
England – Wales ...................................... 3:0
_ Ísland mætir Englandi á laugardag og
Wales á þriðjudag. Sigurlið riðilsins kemst
í átta liða lokakeppni EM í vor.
50$99(/:+0$
Olísdeild karla
KA – Selfoss.......................................... 25:30
HK – Víkingur ...................................... 28:26
Fram – Stjarnan................................... 37:27
FH – Afturelding.................................. 27:21
Valur – Haukar..................................... 40:34
ÍBV – Grótta ......................................... 37:36
Staðan:
Valur 21 15 2 4 614:530 32
Haukar 21 14 4 3 639:584 32
ÍBV 21 13 3 5 645:631 29
FH 21 13 3 5 588:536 29
Selfoss 21 12 2 7 586:560 26
Stjarnan 21 10 2 9 596:596 22
KA 21 9 2 10 575:597 20
Afturelding 21 6 7 8 575:584 19
Fram 21 7 3 11 583:594 17
Grótta 21 7 3 11 582:589 17
HK 21 2 2 17 549:615 6
Víkingur 21 1 1 19 485:601 3
Olísdeild kvenna
ÍBV – Afturelding ................................ 31:28
Staðan:
Fram 19 14 1 4 535:453 29
Valur 19 14 0 5 517:432 28
KA/Þór 19 13 1 5 533:488 27
ÍBV 19 11 0 8 516:493 22
Haukar 19 9 1 9 527:504 19
Stjarnan 19 8 0 11 491:502 16
HK 19 5 1 13 436:499 11
Afturelding 19 0 0 19 435:619 0
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinni leikur:
Montpellier – Porto............................. 35:27
- Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki
með Montpellier vegna meiðsla.
_ Montpellier áfram, 64:56 samanlagt, og
mætir Kielce í 8-liða úrslitum.
Veszprém – Vardar Skopje ................. 31:31
_ Veszprém áfram, 61:53 samanlagt, og
mætir Aalborg í 8-liða úrslitum.
Noregur
Drammen – Fjellhammer................... 40:24
- Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir
Drammen sem endar í öðru sæti.
Pólland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Kielce – Kalisz ..................................... 37:22
- Haukur Þrastarson skoraði eitt mark
fyrir Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson
er frá keppni vegna meiðsla.
Danmörk
Fallkeppni úrvalsdeildarinnar:
Ajax – Skanderborg............................ 28:24
- Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir
Skanderborg.
Þýskaland
Sachsen Zwickau – Thüringer .......... 22:24
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4
mörk fyrir Sachsen Zwickau.
.$0-!)49,
ÍTALÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Þetta gerðist hratt. Ég fékk sím-
hringingu í síðustu viku og var sagt
að forráðamenn Tortona vildu reyna
að kaupa mig út úr samningnum hjá
Antwerp Giant. Þeim tókst það og
ég ákvað að taka slaginn því þarna
var líka um að ræða samning fyrir
næsta tímabil. Ég sá þetta sem kjör-
ið tækifæri til að komast í eina af
sterkustu deildum Evrópu,“ sagði
Elvar Már Friðriksson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, við Morgun-
blaðið í gær.
Hann samdi á sunnudaginn við
ítalska félagið Tortona og er mættur
þangað en Tortona er lítill 20 þús-
und manna bær miðja vegu á milli
Mílanó og Genúa á Norður-Ítalíu.
„Þetta er frekar lítill og rólegur
bær, stutt í allt hérna og bara 40
mínútur sitt í hvora áttina til Mílanó
og Genúa,“ sagði Elvar sem flytur
þangað frá 500 þúsund manna borg,
Antwerpen í Belgíu, þar sem hann
hefur leikið á yfirstandandi tímabili
og vakið verðskuldaða athygli fyrir
frammistöðu sína.
Verðugt verkefni
„Ég stefndi að því að vera kominn
í eina af þessum bestu deildum á
næsta tímabili og taldi að það yrði
gott skref fyrir mig. Nú er það geng-
ið eftir þannig að næsta mál er að
sanna sig í þessari deild. Það verður
verðugt verkefni en ég held að ég sé
tilbúinn í það.“
Sex umferðir eru eftir af ítölsku
A-deildinni en Tortona er í sjötta
sæti af sextán liðum í hnífjafnri deild
og stefnir á að komast í átta liða úr-
slitin um ítalska meistaratitilinn í
vor. Um leið yrði líkast til Evrópu-
sæti í höfn en Tortona gæti líka
fengið boð um það eftir að hafa kom-
ist í bikarúrslitin gegn stórliðinu
Olimpia Mílanó fyrr í vetur.
Elvar veit ekki hversu mikið hann
muni spila með liðinu til vorsins.
„Ef horft er til yfirstandandi tíma-
bils þá var þetta kannski ekki besti
tíminn til að koma hingað. Það verð-
ur eflaust erfitt að komast strax inn í
einhvern takt með liðinu. En ég held
að ég græði á þessu fyrir næsta ár,
að vera búinn að kynnast hlutunum,
og það ætti að auðvelda mér fram-
haldið. Ég veit ekki alveg hvert mitt
hlutverk verður núna, mér er fyrst
og fremst ætlað að vera smá viðbót
við liðið, reyna að hjálpa því að kom-
ast í úrslitakeppnina og enda tíma-
bilið sem best,“ sagði Elvar.
„Síðan er ekki víst að það verði
miklar breytingar á liðinu fyrir
næsta tímabil. Þeir ætla að reyna að
halda sama kjarna leikmanna, ég
veit að nokkrir þeirra eru þegar
búnir að semja. Það var hluti af
ástæðu þess að þeir vildu fá mig
strax en ekki í sumar, þannig að ég
kæmist fyrr inn í hlutina.“
Ætla sér stóra hluti
Tortona hefur komið mjög á óvart
sem nýliði í A-deildinni í vetur en
Elvar segir að verkefnið hjá félaginu
sé spennandi.
„Þeir eru með mjög háleit mark-
mið til næstu ára og ætla sér að gera
stóra hluti. Þeir vilja komast í Evr-
ópukeppni og festa sig vel í sessi.
Mér fannst mjög spennandi hversu
hátt þeir setja markið og sá ekki
ástæðu til annars en að slá til og
taka þátt í því,“ sagði Elvar.
Hann kvaðst hafa fylgst dálítið
með ítölsku deildinni á undanförnum
árum. „Já, ég þekki þokkalega til
hennar og kannast við nokkra leik-
menn. Ég er viss um að styrkurinn
er mikill og þetta verður erfitt og
krefjandi, sérstaklega að koma inn á
miðju tímabili. Stökkið ætti að vera
frekar stórt því það er dálítill getu-
munur á deildinni hér og í Belgíu en
ég er mjög ánægður með þetta.“
Ítalíusigrarnir hjálpuðu til
Elvar átti tvo stórleiki með ís-
lenska landsliðinu gegn Ítölum í
febrúar, bæði þegar Ísland vann
óvæntan sigur á Ásvöllum og svo
þegar Ítalir unnu nauman átta stiga
sigur í Bologna. Hann tók undir þá
spurningu hvort sú frammistaða
hefði ekki hjálpað til við þessi fé-
lagaskipti.
„Jú, hún gerði það að einhverju
leyti. Þjálfari Tortona kom á leikinn
í Bologna og forráðamenn liðsins
hafa talað mikið um þessa leiki og
hversu mjög við gerðum ítalska
landsliðinu erfitt fyrir. Þeir leikir
hjálpuðu mér klárlega. Svo vorum
við í Antwerp Giant í riðli með Reg-
giana í Evrópukeppninni í vetur.
Mér gekk líka vel í þeim leikjum
þannig að það hefur eflaust líka
hjálpað til. Ég er farinn að þekkja
vel til hérna á Ítalíu því ég er kom-
inn hingað í þriðja sinn á tveimur
mánuðum!“
Elvar var á leið á sína fyrstu æf-
ingu með liðinu þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær. „Síðustu dag-
ar hafa farið í læknisskoðun og frá-
gang á skiptum og samningum,
þannig að ég hef bara verið á ein-
staklingsæfingum þessa fyrstu
daga. Nú fer þetta af stað og svo er
leikur í deildinni um helgina. Ég veit
ekki hvort ég tek einhvern þátt í
honum, það verður bara að koma í
ljós. Ég mun eflaust koma hægt og
rólega inn í liðið,“ sagði Elvar Már
Friðriksson.
Sá þetta sem
kjörið tækifæri
fyrir mig
- Háleit markmið Ítalanna í Tortona
heilluðu Elvar Má Friðriksson
Ljósmynd/FIBA
Ítalir Elvar Már Friðriksson átti tvo mjög góða leiki gegn Ítölum í febrúar
en allir ítölsku landsliðsmennirnir verða mótherjar hans í A-deildinni.
Fotios Lampropoulos átti stórleik
fyrir Njarðvík þegar liðið lagði KR
að velli í fyrsta leik liðanna í 8-liða
úrslitum Íslandsmóts karla í körfu-
knattleik í Ljónagryfjunni í Njarð-
vík í kvöld. Lampropoulos skoraði 28
stig, tók 8 fráköst og gaf þrjár stoð-
sendingar fyrir Njarðvík sem vann
með tíu stiga mun, 100:90. Jafnræði
var með liðunum í fyrri hálfleik en
Njarðvík leiddi með 8 stigum í hálf-
leik, 48:40. Njarðvíkingar voru með
yfirhöndina í síðari hálfleik en KR
tókst að minnka muninn í fjögur
stig, 90:94, þegar 30 sekúndur voru
til leiksloka. Lengra komust KR-
ingar ekki og Njarðvík fagnaði sigri.
Dedrick Basile skoraði 18 stig og
gaf átta stoðsendingar fyrir Njarð-
vík en Carl Lindbom var stigahæst-
ur KR-inga með 26 stig og 12 frá-
köst.
Liðin mætast næst á Meist-
aravöllum í Vesturbæ hinn 9. apríl
og leiðir Njarðvík 1:0 í einvíginu en
vinna þarf þrjá leiki til þess að
tryggja sér sæti í undanúrslitum Ís-
landsmótsins.
_ Þór og Grindavík léku fyrsta
leik sinn í Þorlákshöfn í gærkvöld en
honum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun.
Morgunblaðið/Skúli B. Sig.
28 KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson reynir að halda aftur af Fotios
Lampropoulos sem fór á kostum fyrir Njarðvík í gær og skoraði 28 stig.
Njarðvík byrjaði
betur gegn KR
_ Ísak Máni Wíum hefur verið ráðinn
þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik til
þriggja ára en hann er aðeins 22 ára
gamall. Ísak er yfirþjálfari yngri flokka
ÍR, hefur áður þjálfað kvennalið félags-
ins og var aðstoðarþjálfari Friðriks
Inga Rúnarssonar hjá karlaliði ÍR
seinni hluta keppnistímabilsins en
Friðrik ákvað að því loknu að láta stað-
ar numið í þjálfun. „Aldurinn ætti ekki
að vera vandamál,“ sagði Ísak m.a. í
viðtali við hann sem birtist á mbl.is í
gær.
_ Steinunn
Björnsdóttir úr
Fram, ein besta
handboltakona
landsins síðustu
ár, er komin aftur í
landsliðið eftir árs
fjarveru vegna
meiðsla. Hún er í
átján manna hópi
sem Arnar Pét-
ursson þjálfari tilkynnti í gær fyrir
leikina gegn Svíum og Serbum í und-
ankeppni EM sem fram fara 20. og 23.
apríl. Karen Knútsdóttir úr Fram, sem
á 104 landsleiki að baki, kemur einnig
aftur inn í landsliðið en hún var ekki
með í síðustu leikjum. Leikurinn við
Serba verður hreinn úrslitaleikur um
sæti á EM.
_ Markverðir landsliðsins í þessu
verkefni eru Elín Jóna Þorsteinsdóttir
(Ringköbing) og Hafdís Renötudóttir
(Fram) en aðrir leikmenn eru Andrea
Jacobsen (Kristianstad), Elísa Elías-
dóttir (ÍBV), Harpa Valey Gylfadóttir
(ÍBV), Helena Rut Örvarsdóttir
(Stjörnunni), Hildigunnur Ein-
arsdóttir (Val), Jóhanna Margrét Sig-
urðardóttir (HK), Lovísa Thompson
(Val), Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/
Þór), Rut Jónsdóttir (KA/Þór),
Sandra Erlingsdóttir (Aalborg),
Sunna Jónsdóttir (ÍBV), Thea Imani
Sturludóttir (Val), Unnur Ómarsdóttir
(KA/Þór) og Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir (Fram).
_ Gunnar Magnússon handknatt-
leiksþjálfari hefur skrifað undir nýjan
samning við Aft-
ureldingu og mun
þjálfa áfram
karlalið félagsins
næstu þrjú ár.
Gunnar er að
ljúka sínu öðru
tímabili með
Mosfellsbæj-
arliðið sem er í
áttunda sæti úr-
valsdeildarinnar. Hann er jafnframt
aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Ís-
lands.
_ Barcelona tilkynnti í gær að uppselt
væri á heimaleik liðsins gegn Wolfs-
burg frá Þýskalandi í undanúrslitum
Meistaradeildar kvenna í fótbolta en
liðin mætast á Camp Nou 22. apríl.
Eitt
ogannað