Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 63
Miðarnir voru seldir á rúmum sólar-
hring en nýtt heimsmet hjá fé-
lagsliðum kvenna var sett á dögunum
þegar 91.533 áhorfendur mættu á
Camp Nou til að sjá Barcelona sigra
Real Madrid 5:2 í átta liða úrslitum
keppninnar. Sveindís Jane Jóns-
dóttir leikur með Wolfsburg og verð-
ur því væntanlega fyrst íslenskra
kvenna til að spila frammi fyrir slík-
um fjölda áhorfenda.
_ LeBron James og félagar í Los
Angeles Lakers komast ekki í úr-
slitakeppnina í NBA-deildinni í körfu-
knattleik en það lá fyrir eftir að liðið
tapaði sínum sjöunda leik í röð í fyrri-
nótt, 121:110 gegn Phoenix Suns á
útivelli. Lakers er í ellefta sæti Vest-
urdeildarinnar og getur ekki lengur
náð tíunda sæt-
inu sem þarf til
að komast í um-
spil um sæti í úr-
slitakeppninni.
_ Deildakeppni
NBA lýkur um
helgina en þegar
er ljóst hvaða tíu
lið komast ekki í
umspil eða úrslitakeppnina. Auk La-
kers eru það Sacramento, Portland,
Oklahoma City og Houston úr Vest-
urdeildinni og Washington, New York,
Indiana, Detroit og Orlando úr Aust-
urdeildinni.
Cleveland, Brooklyn, Atlanta og Char-
lotte fara í umspil um tvö sæti í átta
liða úrslitum Austurdeildar. LA Clipp-
ers, New Orleans og San Antonio
verða í umspilinu í Vesturdeildinni,
ásamt Denver eða Minnesota.
_ Ronald Koeman verður næsti
þjálfari hollenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu en hann tekur við starf-
inu af Louis van Gaal eftir að heims-
meistaramótinu í Katar lýkur í des-
ember. Van Gaal skýrði frá því fyrr í
vikunn að hann væri að glíma við
krabbamein í blöðruhálskirtli. Koem-
an skrifaði undir samning til ársins
2026 en hann varð Evrópumeistari
með Hollendingum árið 1988 og
stýrði landsliðinu í tuttugu leikjum á
árunum 2018 til 2020.
_ Hollendingurinn Erik ten Hag mun
á næstu dögum skrifa undir samning
sem knatt-
spyrnustjóri
Manchester
United, sam-
kvæmt frétt
ESPN í gær.
Hann hefur stýrt
Ajax frá árinu
2017 og hol-
lenska liðið hefur
verið afar sig-
ursælt undir hans stjórn.
_ Knattspyrnusamband Íslands til-
kynnti í gær að fimm skiptingar á lið
verði leyfðar í öllum deildum Íslands-
mótsins í meistaraflokkum karla og
kvenna, sem og í bikarkeppni. Þá má
nota einn varamann til viðbótar í
framlengdum bikarleikjum.
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
Næsti áfanginn á leið ís-
lenska kvennalandsliðsins í fót-
bolta á sitt fyrsta heimsmeist-
aramót er á dagskrá í dag þegar
liðið mætir Hvít-Rússum í Bel-
grad.
Reyndar er frekar ein-
kennilegt miðað við stöðu mála í
Úkraínu og þátt Hvít-Rússa í inn-
rásinni að þessi leikur skuli yf-
irleitt fara fram.
UEFA lét sér nægja að setja
Hvít-Rússa í heimaleikjabann, og
af þeim ástæðum er spilað í
Serbíu, en Hollendingar ætla
ekki að taka á móti Hvít-Rússum
á þriðjudag og þeim leik hefur
verið frestað um óákveðinn tíma.
En burtséð frá því, þá er
þetta leikur sem íslenska liðið
verður að vinna til að halda
áfram góðri stöðu sinni í riðl-
inum þar sem það hefur tapað
fæstum stigum til þessa og er í
miklum slag við Hollendinga og
Tékka um tvö efstu sætin.
Besta leiðin á HM er að vinna
leikina sem eftir eru. Staðan er
þannig að ef Ísland vinnur Hvíta-
Rússland heima og heiman og
Tékkana á útivelli næsta þriðju-
dag, myndi jafntefli í Hollandi í
haust koma liðinu á HM, án um-
spils. Annað sætið í riðlinum
kallar hins vegar á flókna og erf-
iða leið.
Góð frammistaða margra
landsliðskvennanna með fé-
lagsliðum sínum undanfarnar
vikur gefur fyrirheit um að þær
séu í góðri stöðu fyrir þetta verk-
efni.
Hvíta-Rússland er með tals-
vert lakara lið en Tékkland og
þótt varhugavert sé að tala um
skyldusigra í íþróttum þá er
þetta einn slíkur. Fyrir landsliðs-
konurnar er hreinlega ekkert
annað ásættanlegt en sigur í
Belgrad í dag.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, annar leikur:
Ásvellir: Haukar – Valur (1:0) ............. 18.15
Njarðvík: Njarðvík – Fjölnir (0:1) ...... 20.15
Umspil karla, þriðji leikur:
Egilsstaðir: Höttur – Fjölnir (2:0) ...... 19.15
Höfn: Sindri – Álftanes (1:1)................ 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Eyjar: ÍBV U – Selfoss ............................. 18
ÍSHOKKÍ
Annar úrslitaleikur kvenna:
Laugardalur: SR – SA (0:1)...................... 19
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Njarðvík – KR .................................... 100:90
_ Staðan er 1:0 fyrir Njarðvík.
Þór Þ. – Grindavík ............................. (73:76)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Belgía/Holland
Hague Royals – Den Helder............... 82:94
- Snorri Vignisson skoraði 8 stig, tók 4 frá-
köst og átti eina stoðsendingu á 23 mín-
útum með Hague Royals.
NBA-deildin
Indiana – Philadelphia ..................... 122:131
Orlando – Cleveland......................... 120:115
Brooklyn – Houston ......................... 118:105
Miami – Charlotte ............................ 144:115
Toronto – Atlanta ............................. 118:108
Chicago – Milwaukee ....................... 106:127
Minnesota – Washington ................. 114:132
Oklahoma City – Portland................... 98:94
Denver – San Antonio ........................ 97:116
Utah – Memphis ...................... (frl.) 121:115
Sacramento – New Orleans............. 109:123
Phoenix – LA Lakers ....................... 121:110
>73G,&:=/D
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valsmenn standa vel að vígi í ein-
víginu við Hauka um deildameist-
aratitil karla í handknattleik eftir
sannfærandi sigur á Hafnarfjarð-
arliðinu á Hlíðarenda í næstsíðustu
umferðinni í gærkvöld, 40:34.
Liðin eru nú jöfn að stigum en
þar sem Valsmenn náðu með sigr-
inum yfirhöndinni í innbyrðis við-
ureignum liðanna nægir þeim að
vinna leik sinn á Selfossi í loka-
umferðinni á sunnudag til að vinna
deildina og vera með heimavall-
arréttinn út úrslitakeppnina.
Haukar leika á sama tíma við FH
og verða að treysta á að fá fleiri stig
en Valur í lokaumferðinni til að ná
toppsætinu og bikarnum.
Róbert Aron Hostert, Magnús Óli
Magnússon og Finnur Ingi Stef-
ánsson skoruðu fimm mörk hver
fyrir Val en Stefán Rafn Sig-
urmannsson og Guðmundur Bragi
Ástþórsson sjö hvor fyrir Hauka.
Úrslitaleikur í lokaumferð
Baráttan um síðustu sætin í úr-
slitakeppninni galopnaðist í gær-
kvöld. Fram lagði Stjörnuna á sann-
færandi hátt í Safamýri, 37:27, á
meðan Afturelding tapaði fyrir FH í
Kaplakrika, 27:21.
Afturelding er tveimur stigum á
undan Fram en liðin mætast í Mos-
fellsbæ í lokaumferðinni og það
verður hreinn úrslitaleikur liðanna
um síðasta lausa sætið í úr-
slitakeppninni.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson
skoraði níu mörk fyrir Fram gegn
Stjörnunni en Tandri Már Konráðs-
son skoraði sjö mörk fyrir Garðbæ-
inga sem eru í sjötta sæti og komast
ekki ofar.
Grótta fór illa að ráði sínu
Gríðarleg dramatík var í Vest-
mannaeyjum þar sem ÍBV sigraði
Gróttu, 37:36. Gróttumenn þurftu
stig til að eiga möguleika fyrir loka-
umferðina á að komast í úr-
slitakeppnina og þeir voru yfir,
35:33, þegar tvær mínútur voru eft-
ir. Andri Þór Helgason virtist þó
hafa fært Gróttu stigið sem liðið
þurfti þegar hann jafnaði úr víta-
kasti á síðustu mínútunni. Eyja-
menn höfðu þá átta sekúndur til að
gera út um leikinn og þær dugðu
Sigtryggi Daða Rúnarssyni til að
skora sigurmarkið.
Afturelding er með 19 stig í átt-
unda sæti, Fram og Grótta 17 stig,
en Grótta á ekki möguleika vegna
innbyrðis úrslita.
Sigtryggur Daði skoraði níu mörk
fyrir ÍBV og Kári Kristján Krist-
jánsson átta en Andri Þór Helgason
skoraði ellefu mörk fyrir Gróttu og
Birgir Steinn Jónsson níu.
Tapið kom ekki að sök
KA-menn áttu á hættu að komast
ekki í úrslitakeppnina ef þeir töp-
uðu fyrir Selfyssingum á heimavelli.
Þeir töpuðu leiknum, 25:30, en
sluppu fyrir horn fyrst Grótta náði
ekki stigi úr leiknum í Vest-
mannaeyjum.
Selfyssingar tryggðu sér hins
vegar fimmta sætið en komast ekki
ofar fyrst bæði ÍBV og FH unnu
sína leiki.
Ragnar Jóhannsson skoraði fimm
mörk fyrir Selfyssinga en Óðinn
Þór Ríkharðsson og Arnór Ísak
Haddsson sex mörk hvor fyrir KA.
HK lagði síðan Víking 28:26 í
uppgjöri botnliðanna þar sem
Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði
sex mörk fyrir HK og Jóhann
Reynir Gunnlaugsson átta fyrir
Víking.
Valur með bestu stöðu
- Valsmenn skoruðu 40 mörk gegn Haukum í toppslagnum - Stórsigur Fram-
ara og úrslitaleikur gegn Aftureldingu - KA slapp áfram en Grótta sat eftir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlíðarendi Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú marka Vals gegn
Haukum og sækir hér að vörn Hafnarfjarðarliðsins í toppslagnum.
Karim Benzema var allt í öllu fyrir
Real Madrid þegar liðið vann
Chelsea í fyrri leik liðanna í 8-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu á Stamford Bridge í
Lundúnum í gær.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Real
Madrid en Benzema gerði sér lítið
fyrir og skoraði þrennu í leiknum
en Kai Havertz skoraði mark
Chelsea á 40. mínútu og minnkaði
muninn í 1:2.
Þá reyndist Arnaut Danjuma
hetja Villarreal þegar liðið tók á
móti Bayern München á Cerámica-
vellinum í Villarreal. Danjuma
skoraði sigurmark Villarreal strax
á 8. mínútu en leiknum lauk með
1:0-sigri spænska liðsins. Síðari
leikir liðanna fara fram 12. apríl.
AFP
3 Frakkinn Karim Benzema fór á kostum í rigningunni í Lundúnum í gær.
Þrenna í Lundúnum
Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög
líkleg til að spila sinn fyrsta lands-
leik síðan í desember 2020 þegar Ís-
land mætir Hvíta-Rússlandi í
undankeppni heimsmeistaramóts
kvenna í fótbolta í Belgrad í dag.
Sara byrjaði að spila á ný með
Lyon um miðjan mars og hefur tek-
ið þátt í þremur leikjum með liðinu
sem varamaður en hún eignaðist
dreng í nóvembermánuði.
„Sara er ekki í leikæfingu en hún
er í fínu standi. Hún er í formi til að
spila og getur það léttilega,“ sagði
Þorsteinn Halldórsson landsliðs-
þjálfari á fréttamannafundi í gær
en gaf ekkert út um hvort hún yrði í
byrjunarliðinu eða varamaður. „Ég
hef engar áhyggjur af að hún geti
ekki spilað í 90 mínútur,“ sagði
Þorsteinn.
Ingibjörg Sigurðardóttir, varn-
armaður Vålerenga í Noregi, verð-
ur ekki með í dag vegna meiðsla en
reiknað er með að hún verði tilbúin
gegn Tékklandi næsta þriðjudag.
Þorsteinn sagði að aðrar í landsliðs-
hópnum ættu að vera tilbúnar í
slaginn í dag.
Sara líkleg til að
spila í Belgrad í dag
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúin Sara Björk Gunnarsdóttir
gæti spilað landsleik númer 137.