Morgunblaðið - 07.04.2022, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2022
FERÐAKÆFISVEFNSVÉL
er ómissandi ferðafélagi
Trönuhrauni 8 | 565 2885 | stod.is
AirMini ferðavél
199.650 kr.
Reynslusaga
„Vélin hefur staðist allar mínar væntingar og
ég myndi mæla með henni. Hún er lítil, nett
og meðfærileg og það er mjög einfalt að
nota hana. Ég er búinn að fara með hana í
styttri ferðir innanlands sem og í
utanlandsferðir.“
Rúnar Halldór Hermannsson
Notendur kæfisvefnsvéla ættu ekki að
láta þessa öflugu og handhægu ferðavél
framhjá sér fara. Hægt að kaupa aukahluti
á borð við 12V snúru og hleðslustöð.
Þrátt fyrir gríðarmikinn samdrátt í
aðsókn að vinsælustu söfnum jarðar
vegna heimsfaraldurs kórónuveir-
unnar sóttu fleiri gestir þau heim ár-
ið 2021 en 2020, þegar faraldurinn
brast á. Og Louvre í París er eftir
sem áður best sótta safnið.
Í samantekt um aðsókn að söfnum
sem birt er í The Art Newspaper
kemur fram að samtals kom 71 millj-
ón gesta í 100 vinsælustu söfnin árið
2021 en 54 milljónir árið 2020. Að
baki þeim tölum er sú staðreynd að
söfnin voru lokuð færri daga árið
2021 þegar tekið var að aflétta
hömlum í faraldrinum. Niður-
sveiflan var engu að síður kröpp því
gestum í þessi 100 söfn hafði fækkað
um 69 prósent frá árinu 2019 þegar
230 milljónir mættu.
Í Louvre komu 2,8 milljónir gesta
í fyrra en til samanburðar heimsóttu
9,6 milljónir gesta safnið árið 2019.
Næstvinsælast var Ríkislistasafnið í
Pétursborg, með næstum 2,3 millj-
ónir gesta en til þess er tekið að þar
var aðeins lokað í 10 daga á árinu
vegna faraldursins en 116 daga í Lo-
uvre. Þrjú önnur rússnesk söfn eru á
meðal þeirra tíu vinsælustu. Marg-
miðlunarsafnið í Moskvu var þriðja
best sótta safn jarðar í fyrra með
rúmlega 2,2 milljónir gesta.
Metropolitan-safnið í New York
var fjórða best sótta safnið árið
2021, með 1,8 milljónir gesta; í Nat-
ional Gallery of Art í Washington
DC komu rúmlega 1,7 milljónir
manna; og um 1,65 milljónir komu í
Hermitage-safnið í Pétursborg.
Litlu færri komu í Reina Sofia í
Madríd og þá heimsóttu rúmlega 1,6
milljónir gesta dýrgripi páfastóls í
söfnum Vatíkansins.
Best sótta safn Bretlands í fyrra
var Natinal Gallery, með rúmlega
700 þúsund gesti, en það er sam-
dráttur um heil 88 prósent frá 2019.
Louvre í París er enn
vinsælasta safnið
- Gríðarlegur samdráttur í aðsókn
AFP/Alain Jocard
Trekkir Þessi dregur alltaf að gesti.
Mona Lisa eftir Da Vinci í Louvre.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Egill Eðvarðsson er á stuttbux-
unum þegar blaðamann ber að
garði, nokkrum dögum fyrir opnun
myndlistarsýningar hans, Óður, í
sýningarrými á Geirsgötu 4, Pop-
up-galleríi svökölluðu sem gengið
er inn í frá Kolagötu. Sýningar-
opnun fer fram í dag frá kl. 17 til
19. „Ég er alltaf í stuttbuxum þeg-
ar ég mála eða þegar ég er að
vinna og stússa og þetta er eigin-
lega orðið þannig að ég gleymi mér
stundum og er bara á stuttbuxum,“
segir Egill þegar blaðamaður spyr
hann út í buxurnar. Enda gott að
vera á stuttbuxum.
Mikill fjöldi málverka er kominn
í hús en ekki búið að hengja þau
upp ennþá. Egill segist ekki búinn
að ákveða hversu mörg þau eigi að
vera en hann gæti hæglega hengt
upp hundrað stykki og rúmlega
það. Það sé hins vegar fullmikið.
„Ég ákvað að gera hundrað mynda
syrpu þangað til ég stoppaði,“ seg-
ir hann.
Verkin sem blaðamaður virðir
fyrir sér einkennast af fígúrum og
oftar en ekki má sjá rautt nef.
Egill segist ekki vita hvaða rauða
nef þetta sé sem hann máli hvað
eftir annað og greinilegt að hann
slær ekki slöku við í myndlistinni
enda kominn á eftirlaun eftir um
hálfrar aldar farsælt starf í sjón-
varpi og við kvikmyndagerð. Nú er
loksins almennilegur friður til að
mála, þó Egill taki að sér eitt og
eitt verkefni í sjónvarpi.
Í andstöðu við hugsjónina
Egill segist hafa málað lengur en
hann hafi unnið í sjónvarpi enda
fór hann upphaflega í myndlistar-
nám. „Ég útskrifaðist 1971,“ segir
hann og þá sem teiknikennari. „En
svo bara rétt áður en ég útskrifast
býðst starf uppi í sjónvarpi sem
mér fannst alveg fáránlegt og í
algjörri andstöðu við myndlistar-
hugsjónina,“ segir hann kíminn.
Myndlistina gaf hann þó aldrei upp
á bátinn og hefur haldið margar
sýningar í áranna rás.
Egill segist nú mála meira en
hann hafi nokkurn tíma gert um
ævina. Hann sé með minnstu
vinnustofu sem hann hafi nokkurn
tíma haft en þó aldrei málað meira
og alltaf með olíu á striga, í bland
við úrklippur sem hann lími á
strigann. „Sumt er líka þannig að
ég bara teikna og klippi út og
lími,“ segir Egill og bendir á dæmi.
Á nokkrum verkum má sjá nöfn
Gyrðis Elíassonar skálds og Vík-
ings Heiðars Ólafssonar píanóleik-
ara. Blaðamaður furðar sig á þessu
en á því er auðvitað skýring. „Þeir
eru örlagavaldar í því að ég kynnt-
ist konunni minni fyrir fimm ár-
um,“ segir Egill um þessa vini sína
en konan sem um ræðir er Kristín
Jórunn Hjartardóttir. Hann segir
að sýningin sé tileinkuð Kristínu
og öll verkin máluð eftir að þau
kynntust nema það fyrsta sem
hann málaði kvöldi fyrir fyrsta
stefnumótið. Fyrsta stefnumótið
áttu þau á tónleikum Víkings þar
sem hann lék verk eftir Philip
Glass og fagnaði nýútkominni plötu
sinni. Egill hafði þá verið að vinna
mikið með Víkingi í Hörpu og
ákvað að bjóða konu sem hann
þekkti ekkert með sér á tónleika.
„Það er konan mín í dag,“ segir
hann og brosir.
Óður til uppáhaldslistamanna
„Ef þú spyrð mig að því hvað ég
sé að mála er ég ekki viss um að
ég viti það, ég er aðallega að mála
af því mér finnst svo gaman að
mála,“ segir Egill um verkin. „Ég
er bara að leika mér, bara að mála.
Ég hef svo gaman af því og þetta
er ekki með einhverjum boðskap,
ég er ekki að reyna að segja neitt
sérstakt. Þannig að rauða nefið
fyrir þér er eitthvað annað fyrir
öðrum.“
Egill nefnir líka að titill sýning-
arinnar, Óður, sé nafnorð og sýn-
ingin óður til uppáhaldsmynd-
listarmanna hans í gegnum tíðina.
Af þeim má nefna Picasso, Karo-
línu Lárusdóttur, Matisse og
Francis Bacon en vísun í verk
þeirra má sjá í nokkrum verkum
sem komin eru í hús, í ýmsum fí-
gúrum og táknum.
Morgunblaðið/Eggert
Listmálari Egil á stuttbuxum með nokkur verka sinna í bakgrunni í sýningarrýminu á Hafnartorgi.
„Ég er bara að leika mér“
- Egill Eðvarðsson opnar sýninguna Óður - „Ég er ekki að reyna að segja neitt
sérstakt,“ segir Egill og er sýningin óður til uppáhaldsmyndlistarmanna hans
Bobby Rydell, fyrrverandi tánings-
poppstjarna og leikari í Bandaríkj-
unum, er látinn, 79 ára að aldri. Ry-
dell fæddist í Fíladelfíu og átti
smelli á borð við „Volare“ og „Wild
One“ á sjöunda áratugnum. Þá lék
hann í kvikmyndinni Bye Bye
Birdie frá árinu 1963 og steig dans í
eftirminnilegu atriði með leikkon-
unni Ann-Margret. Nafn Rydell var
svo samofið bandarískri dægur-
menningu sjöunda áratugarins að
skólinn í söngleiknum Grease var
nefndur eftir honum, Rydell High
School, að því er fram kemur á
vefnum Deadline.
Bíó Ann-Margret með Bobby Rydell í
kvikmyndinni Bye Bye Birdie frá 1963.
Bobby Rydell
látinn, 79 ára
Bandaríski tón-
listarmaðurinn
Kanye West mun
ekki koma fram
á Coachella-
tónlistarhátíð-
inni í Kaliforníu
sem hefst 15.
apríl, samkvæmt
fréttum á vefj-
unum TMZ og
Variety. West var eitt af aðal-
nöfnunum á lista flytjenda þetta ár-
ið og hefur ekki verið greint frá
ástæðu þess að tónleikum hans var
aflýst. Gæti hún þó tengst fréttum
af því að hann hafi ofsótt fyrrver-
andi eiginkonu sína Kim Kardashi-
an og unnusta hennar Pete David-
son og gert myndband þar sem
leirdúkka í líki Davidson er drepin.
Einnig var honum meinaður að-
gangur að Instagram og bannað að
koma fram á Grammy-verðlauna-
hátíðinni.
West kemur ekki
fram á Coachella
Kanye West