Morgunblaðið - 07.04.2022, Side 72
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
20%
DÖNSKUM VÖRUM*
HEAVEN
Tungusófi. Nougat rifflað flauel.
Hægri eða vinstri tunga.
310 x 172 x 82 cm.
NÚ 319.992 kr.
399.990 kr.
* Gildir ekki af sérpöntunum eða vörum frá Skovby.
Skannaðu QR-kóðann
til að skoða bæklinginn.
Danskir
DAGAR
Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir opnar í
dag, fimmtudag, klukkan 17 sýninguna „Útjaðar“ í Port-
folio-galleríi á Hverfisgötu 71. Sigga Björg sýnir ný verk
á pappír og auk þess vídeóverk. Verk Siggu Bjargar
hafa á síðustu árum þróast í nýjar áttir þótt miðill
hennar sé alltaf fyrst og fremst teikning. Verkin eru
unnin með bleki, vatnslit og blýanti á pappír og „eru
þau afurð vægðarlauss vinnuferlis þar sem teikningin
er notuð til að kanna innri raunveruleika sem birtist á
útjaðri mannlegs veruleika,“ segir í tilkynningu.
Sigga Björg sýnir nýjar teikningar
og vídeóverk í Portfolio-galleríi
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Valsmenn standa betur að vígi í einvíginu við Hauka um
deildarmeistaratitil karla í handknattleik eftir sigur í
leik liðanna í gærkvöld, 40:34. Næstsíðasta umferðin
fór þá öll fram og þar galopnaðist baráttan um sæti í
úrslitakeppninni þegar Fram vann stórsigur á Stjörn-
unni. Fram og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik
um áttunda sætið í lokaumferðinni. »63
Valsmenn standa betur að vígi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Blúshátíð í Reykjavík verður á Hil-
ton Reykjavík Nordica nk. miðviku-
dag, 13. apríl, og þar kemur fram
hljómsveitin Bláa höndin, sem Jón
Ólafsson bassaleikari stofnaði síð-
sumars í fyrra. „Við náðum að spila
einu sinni í haust en síðan hefur Co-
vid tafið okkur,“ segir Jón, sem tal-
inn hefur verið einn besti bassaleik-
ari landsins. Hann var útnefndur
heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavík-
ur á Blúshátíð 2014 fyrir framlag sitt
til blústónlistarinnar á Íslandi og
verður sjötugur 28. apríl nk.
Tónlist hefur fylgt Jóni frá barns-
aldri. „Foreldrar mínir voru
músíkalskir og frá því ég man eftir
mér hef ég hlustað á tónlist. Eftir að
Bítlarnir komu varð ekki aftur snú-
ið. Þeir útveguðu mér ævistarfið og
ég spila enn tónlist eftir þá enda
hafa þeir alla tíð heillað mig.“
Um fermingaraldurinn var Jón
farinn að vekja athygli fyrir spila-
mennsku sína og hann sló rækilega í
gegn með hljómsveitinni Töturum
1969, þegar hann var 17 ára. „Þá
gáfum við út lagið „Dimmar rósir“,
sem náði ótrúlegum vinsældum,“
rifjar hann upp. „Tatarar eru hljóm-
sveitin, sem tekið verður eftir“ skrif-
aði Svavar Gests m.a. á bakhlið
plötuumslagsins og það voru orð að
sönnu.
Þakklátur samstarfsmönnum
Söngvarinn Pétur Kristjánsson
heitinn og Jón áttu langa samleið í
tónlistinni og voru meðal annars
saman í Pelican. „Pelican var vinsæl-
asta hljómsveit landsins 1974 og
platan okkar, Uppteknir, seldist í
um 15.000 eintökum. Samstarfið
með Pétri er ógleymanlegt, því hann
var sérstakur persónuleiki.“
Jón hefur ekki tölu á öllum þeim
hljómsveitum sem hann hefur spilað
með, en tekur sérstaklega fram að
hann hafi verið í blúsbandinu Vinum
Dóra undanfarin 30 ár og með Gunn-
ari Þórðarsyni og fleiri snillingum í
Gullkistunni undanfarin um 15 ár.
„Það er stórkostlegt að hafa fengið
að vinna með Gunna. Það var mikil
og góð lífsreynsla.“
Hann kom lengi fram með Rúnari
Þór og spilaði með honum á mörgum
plötum. „Ég var líka með Sveini
Guðjónssyni í Huldubransanum, svo
dæmi sé tekið.“ Hann hefur spilað
inn á ótal plötur með enn fleiri tón-
listarmönnum og ber þeim öllum vel
söguna. „Ég er mjög þakklátur fyrir
að ég hef ekki aðeins fengið að spila
með mjög mörgum, góðum spilurum
í gegnum árin heldur eiginlega öll-
um bestu hljóðfæraleikurunum í
bransanum, Fyrir það þakka ég af
mikilli auðmýkt.“
Kletturinn
Virðingin er gagnkvæm og því
kemur ekki á óvart að Jón, sem hef-
ur aldrei tranað sér fram heldur
haldið sér til hlés að hætti Bills
Wymans í Rolling Stones, sé kall-
aður „kletturinn“ í bransanum. „Ég
held að Sigurður Karlsson trommari
hafi byrjað á þessu þegar við spil-
uðum í verkefninu „Íslensk kjöt-
súpa“ með þeirri skýringu að ég
þætti fastur fyrir, traustur.“
Jón hefur mest spilað popptónlist,
rokk og blús. „Mér finnst gaman að
spila alla tónlist, byrjaði snemma að
spila blús og fæ mest út úr því, er al-
sæll eftir góða blústónleika. Bláa
höndin á hug minn allan núna, ég er
sérstaklega upptekinn af hljómsveit-
inni og er mjög ánægður með hana.“
Með Jóni í bandinu eru Guðmundur
Pétursson gítarleikari, Einar Valur
Scheving trommuleikari og Jakob
Frímann Magnússon hljómborðs-
leikari. „Við höfum fengið mjög góð
viðbrögð og ég er bjartsýnn á fram-
haldið.“
Þakkar Bítlunum starfið
- Jón Ólafsson bassaleikari nær 70 ára og gefur ekkert eftir
Ljósmynd/Þorsteinn G. Gunnarsson
Flottur Jón var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2014.
Bláa höndin Tónlistarmennirnir frá vinstri: Guðmundur Pétursson, Einar
Valur Scheving, Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon.