Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
vellinum um miðjan júní, þ.e. helgina 18.-19. júni, en þá
helgi eiga meistaraflokkar kvenna og karla heimaleiki.
Völlurinn tekur 1.600 manns í sæti, sem eru hvít og blá
líkt og litir félagsins. „Það er gríðarleg tilhlökkun hjá
okkur Frömurum, við höfum beðið lengi eftir þessari
stund,“ segir Daði. sisi@mbl.is
Nú er unnið að því að leggja gervigras á hinn nýja
knattspyrnuvöll Framara í Úlfarsárdal. Það styttist í
þá stund að Framarar geti sest í hvítu og bláu sætin á
vellinum og hvatt sitt fólk til dáða.
Daði Guðmundsson íþróttafulltrúi Fram segir að
vonir standi til að félagið geti leikið fyrstu leikina á
Morgunblaðið/sisi
Bláhvíti völlurinn brátt tilbúinn
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, hefur veitt séra Davíð Þór
Jónssyni formlegt tiltal vegna um-
mæla sem hann lét falla um rík-
isstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Það
virðist þó ekki hafa dregið úr eld-
móði Davíðs en í nýrri Facebook-
færslu kallar hann Katrínu farísea
eftir að hún sagði að orð Davíðs
dæmdu sig algjörlega sjálf. „Ég
hefði kosið að hann hefði látið stað-
ar numið,“ segir Agnes um færsl-
una.
Davíð birti pistil á Facebook-síðu
sinni á þriðjudag þar sem hann lýsti
óánægju sinni með þau áform ríkis-
stjórnarinnar að vísa um 300 flótta-
mönnum úr landi. Sagði Davíð að
þingmenn og ráðherrar Vinstri
grænna væru „sek eins og syndin“
og að það sé „sérstakur staður í hel-
víti fyrir fólk sem selur sál sína fyr-
ir völd og vegtyllur“. Til stendur að
vísa flóttamönnum úr landi sem
ekki var hægt að gera meðan ferða-
takmarkanir vegna kórónuveirufar-
aldursins voru í gildi. Mörg hver
hafa því dvalið hér á landi um árabil
og aðlagast samfélaginu.
Telur biskup að orð Davíðs stang-
ist á við siðareglur presta. Í yfirlýs-
ingu frá biskupi kemur fram að
prestum beri að haga málflutningi
sínum málefnalega og meiða ekki
með orðum. Biskup hefur þó gagn-
rýnt áform íslenskra yfirvalda um
fyrirhugaðar brottvísanir.
Þá hefur séra Sindri Geir Ósk-
arsson, sóknarprestur í Glerár-
kirkju, gagnrýnt ákvörðun biskups
að veita Davíð formlegt tiltal. Efast
hann um að sterkt myndmál Davíðs
feli í sér brot á siðareglum. Stendur
biskup þó við orð sín og metur það
svo að um brot á siðareglum hafi
verið að ræða.
Vildi að Davíð
léti staðar numið
- Kallar Katrínu farísea í nýrri færslu
Agnes M.
Sigurðardóttir
Davíð
Þór Jónsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég fæ fyrirspurnir á hverjum degi
og jafnvel nokkrar á dag. Fólk hefur
greinilega mikla þörf fyrir að
skemmta sér,“ segir Ingi Valur
Grétarsson trúbador.
Eftir að samkomutakmörkunum
var aflétt í vor hafa trúbadorar á
höfuðborgarsvæðinu vart getað unnt
sér hvíldar. Fullt er út úr dyrum á
börum þar sem þeir koma fram og
veislur eru haldnar í öðru hverju
húsi um helgar. „Þetta eru afmæli,
útskriftir, brúðkaup, gæsapartí og
starfsmannafögnuðir, allt mögu-
legt,“ segir Ingi Valur sem hefur
verið lengi í bransanum og bæði
gengið um dimma dali og upp á
hæstu hæðir með gítarinn að vopni.
„Ég er kannski að skemmta 4-5
kvöld í viku núna en á sínum tíma fór
þetta mest í 12-13 skipti á 8-9 daga
tímabili. Ég reyni að taka eins mikið
og ég get því auðvitað vill maður
reyna að gera sitt fyrir sem flesta.
Ég er samt orðinn það gamall í hett-
unni að ég hef lært að segja nei líka.
Nú heyrir maður af því að menn eru
að hlaupa á milli staða til að ná að
sinna sem mestu og fyrir vikið verða
menn auðvitað útkeyrðir. Það má al-
veg merkja þreytu og kulnum í
trúbadorum og það er meiriháttar
vesen ef einhver forfallast,“ segir
Ingi Valur.
Hann segir að ekki séu nema 12-
13 trúbadorar sem komi fram á þeim
þremur krám í miðborginni þar sem
boðið er upp á lifandi tónlist öll
kvöld. Tvær vaktir eru um helgar og
því þarf ekki flókna útreikninga til
að sjá að meira en nóg er að gera
þegar einkasamkvæmin bætast við.
„Trúbadorum hefur fækkað eftir
Covid. Mín tilfinning er sú að margir
hafi lagt árar í bát og snúið sér að
öðrum störfum. Sem er ekkert skrít-
ið þegar starfsvettvangurinn hrundi
í einu vetfangi. Það voru ekki allir
sem áttu varasjóð, margir lifa bara á
milli tékka í þessum bransa. Nýliðun
hefur sömuleiðis verið afar hæg.“
Ekki einasta hefur uppsöfnuð
skemmtanaþörf eftir Covid-
tímabilið skapað umræddar annir
hjá trúbadorum heldur er gítar-
músíkin farin að njóta meiri vin-
sælda nú en verið hefur síðustu ár.
„Þessi bransi fer alltaf í hringi. Nú
erum við að koma út úr nokkuð
löngu tímabili þar sem plötusnúð-
arnir hafa verið allsráðandi. Fólk
þyrstir meira og meira í lifandi tón-
list.“
Mikið álag á trúbadorum
- Erfitt að sinna uppsafnaðri skemmtanaþörf landsmanna eftir Covid-faraldur
- Trúbadorum hefur fækkað og þeir sem enn standa eru útkeyrðir vegna álags
Annir Ingi Valur Grétarsson segir að mikil ásókn sé í trúbadora í dag.
Edda Björk Arnardóttir, sem nam
þrjá syni sína á brott frá suðurhluta
Noregs í lok mars og flutti þá til Ís-
lands, var handtekin á föstudaginn
að beiðni norsku lögreglunnar.
Farið var fram á að Edda yrði
framseld til Noregs og jafnframt
var farið fram á farbann yfir henni,
sem var strax hafnað í héraðsdómi.
Í gær hafnaði ríkissaksóknari svo
framsalsbeiðni norskra lögreglu-
yfirvalda og féll einnig frá kæru til
Landsréttar vegna kröfu um far-
bann. Þetta staðfesti Edda í samtali
við mbl.is.
Hún sagði íslensku lögregluna
hafa staðið eins vel að málum og
hægt var, en lögreglumenn hafi
einfaldlega verið að framfylgja
kröfu norskra lögregluyfirvalda.
Faðir drengjanna, sem búsettur
er í Noregi, hefur enn ekki höfðað
innsetningarmál til að fara fram á
að fá þá afhenta, líkt og búist var
við að hann gerði.
Edda segir hann augljóslega hafa
sett það í forgang að eltast við hana
og að reyna fá hana fyrir dóm í
Noregi. „Það eina sem hann hefur
áhuga er að ná mér, öll þessi orka
fer í mig,“ segir Edda. Þetta snúist
um hefnd af hans hálfu. Hann vilji
ná sér niðri á henni.
Móðir drengjanna
þriggja verður ekki
framseld til Noregs
Félag sjúkrahúslækna lýsir yfir
áhyggjum vegna opinberrar um-
fjöllunar um einstaka atvik í
heilbrigðismálum „og mikillar dóm-
hörku á samfélagsmiðlum í kjölfarið
í umræðu um slík mál“.
Aðalfundur félagsins var haldinn
í síðustu viku í Kópavogi. Félagið er
eitt fjögurra aðildarfélaga Lækna-
félags Íslands og eru félagar þess
um 450 læknar sem starfa á sjúkra-
húsum og heilbrigðisstofnunum.
„Heilbrigðisstarfsmenn eru
bundnir þagnarskyldu og geta því
ekki tjáð sig eða varið opinberlega.
Öll umræða í kjölfar atvika verður
því óneitanlega mjög einhliða þar
sem annar aðili málsins má ekki tjá
sína hlið málsins,“ segir í ályktun
sem samþykkt var á aðalfundinum.
Þar segir einnig að þó sé eðlileg
heilbrigð gagnrýni alltaf réttmæt
og að fagna beri tillögum til úrbóta.
„Á sama tíma eru hins vegar
dæmi um rangar fullyrðingar og
ásakanir, en engin leið fyrir við-
komandi lækni að stíga fram til að
leiðrétta rangan málflutning eða
verja nafn sitt.“
Er biðlað til fjölmiðla að taka til-
lit til takmarkana heilbrigðisstarfs-
manna til að svara fyrir sig.
Aðalfundurinn telur einnig brýnt
að hafi sjúklingur tjáð sig opinber-
lega um mál er snúa að nafngreind-
um læknum megi líta svo á að lækn-
irinn hafi heimild til þess að
leiðrétta rangfærslur í fjölmiðlum.
Þá telja læknarnir þörf á úrræð-
um fyrir sjálfstætt starfandi um-
boðsmann sjúklinga og að umræða í
fjölmiðlum endurspegli það.
Aðalfundurinn lagði einnig fram
kröfu um að stjórnvöld og heil-
brigðisstofnanir landsins ráðist í að-
gerðir til að hindra brottfall lækna
vegna kulnunar þar sem margt
bendi til að kulnun lækna vegna
langvarandi álags sé vaxandi vanda-
mál.
Áhyggjur af umræðunni
- Læknar vilja eiga þess kost að leiðtrétta rangfærslur
Morgunblaðið/Eggert
Spítali Sjúkrahúslæknar hafa
áhyggjur af opinberri umræðu.