Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 6

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Hvítserkur sakamálasaga eftir Maríu Siggadóttur Maður nokkur finnst myrtur í heimahúsi og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar hafa í mörg horn að líta. Spennusaga sem heldur lesandanum í óvissu fram á síðustu stundu. Tíminn sem týndist sakamálasaga eftir Juliu Dahl Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. Eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum. Claudia Castro hyggur á hefndir. Nýjar bækur frá Fást í verslunum Pennans-Eymundssonar, Forlagsins og Bóksölu stúdenta, penninn.is, forlagid.is og boksala.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhrifa innrásar Rússa í Úkraínu er farið að gæta með beinum hætti á framleiðslu búvara hér á landi. Hækkun aðfanga veldur því að marg- ir framleiðendur nautakjöts eru að íhuga mjög alvarlega stöðu sína. Talsvert er um að bændur séu að draga úr framleiðslu, jafnvel að hætta að bera á tún og undirbúa að slátra stofnin- um. Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofsstaða- seli í Skagafirði og stjórnarmaður í nautgriparækt- ardeild Bænda- samtaka Íslands, segir að ástæða þess hversu illa þróunin hefur komið við framleiðendur nautakjöts sé sú að staðan hafi verið viðkvæm fyrir. Verð á nautakjöti til framleiðenda hafi ekki hækkað frá 2017, jafnvel heldur lækkað, fram í desember á síðasta ári. Verðið hafi heldur hækkað síðan en hækkunarþörfin hafi verið orðin það mikil að sú hækkun dugi engan veginn til þess að endar nái saman. Töluvert er um að bændur hafi sérhæft sig í framleiðslu nautakjöts með því að byggja upp holdastofna og koma upp aðstöðu yfir gripina. Bessi er einn af þeim. Hann segir að frá því hann byggði upp hafi orðið al- ger forsendubrestur í þessum rekstri. Það á við um fleiri, því Bessi verð- ur var við það að bændur séu hættir að setja nautkálfa á og bjóði þá öðr- um án endurgjalds. Þá er vitað um að minnsta kosti einn sérhæfðan nauta- kjötsframleiðanda sem byggt hefur upp góða aðstöðu og stofn á Suður- landi sem ekki ber á túnin í vor og stefnir að því að hætta framleiðslu í haust. Bessi segir að á hans búi sé lítið kjarnfóður notað en áherslan lögð á að framleiða gott hey fyrir holda- kýrnar og kálfana. Vegna verðhækk- ana á áburði og öllum öðrum kostn- aðarliðum sé staðan orðin enn verri en hún þó var. Framleiðsluferill nautakjöts er langur og bóndinn þarf að greiða framleiðslukostnaðinn jafnóðum en veit síðan ekki hvað hann fær fyrir kjötið þegar þar að kemur. „Við sjáum ekki ástæðu til að taka kálfa til eldis því við getum ekki haldið þessu áfram launalaus. Við munum halda holdstofninum við því við erum búin að byggja upp aðstöðu og getum ekki hætt, en við þurfum að fækka í haust. Framleiðslan mun því dragast saman,“ segir Bessi. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að staðan sé erfið, sérstaklega hjá naut- gripabændum. Þeir hafi verið í erf- iðri stöðu í fyrra og þegar áburður hækkaði hafi orðið ljóst að þetta yrði fyrsta búgreinin til að finna fyrir af- leiðingunum. Framleiðsluferillinn sé svo langur í nautakjötframleiðslunni. Staðan sé önnur í mjólkurfram- leiðslunni vegna þess að mjólkurfitan hækki í verði í kjölfar verðhækkana á sólblómaolíu. Stjórn grípi til aðgerða Bessi í Hofsstaðaseli segir ljóst að nautgripabændur geti ekki tekið þessar aðfangahækkanir á sig einir og óstuddir. Þeir séu að ganga á eign- ir sínar. Bendir hann á að víða er- lendis hafi stjórnvöld gripið til að- gerða til að viðhalda framleiðsluvilja bænda. „Mér finnst ekki óeðlilegt að það sé einnig gert hér. Við köllum eftir afstöðu stjórnvalda um það hvort hér eigi að halda áfram að framleiða nautakjöt eða ekki.“ Draga úr framleiðslu á nautakjöti - Áhrifa stríðsins í Úkraínu gætir nú með beinum hætti við framleiðslu búvara hér á landi - Sérhæfðir framleiðendur nautakjöts hafa ekkert upp úr framleiðslunni og margir íhuga að hætta Morgunblaðið/Eggert Heyskapur Kostnaður við jarðrækt og heyskap hefur aukist mjög. Framleiðendur þurfa að greiða kostnaðinn löngu áður en von er á tekjum fyrir kjötið. Bessi Freyr Vésteinsson Erna Bjarnadótt- ir hefur lengi fylgst með þró- uninni vegna orkukreppunnar í Evrópu og stríðsins í Úkra- ínu og leggja mat á áhrifin á landbúnaðar- framleiðslu hér á landi og hefur skrifað um það blaðagreinar. Hún er ekki bjartsýn á framhaldið, ekki frekar en þær alþjóðastofn- anir og samtök sem hafa tjáð sig um stöðuna að undanförnu. Enn sé mikil óvissa um hvernig hægt verði að koma framleiðslunni, sem þó er enn stunduð í Úkraínu, til markaðslandanna. Búast megi við verðsveiflum á afurðum út þetta ár og þær muni hafa áhrif um allan heim en þó mest á þeim svæðum þar sem íbúarnir voru verst settir fyrir og háðir miklum innflutningi matvæla. Enn mikil óvissa í heiminum ERNA BJARNADÓTTIR VERKEFNASTJÓRI Erna Bjarnadóttir Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sér- hæfðari og stærri hjartaskurðdeildir nágrannalanda Íslands. Þetta á einkum við um langtíma- árangur aðgerðanna, en hér á landi eru aðstæður taldar ákjósanlegri en víða erlendis til að kanna langtíma- fylgikvilla og lifun eftir stórar skurð- aðgerðir með því að styðjast við mið- læga gagnagrunna. Þótt sjúklingar með alvarlega hjartabilun lifi marktækt skemur en sjúklingar sem ekki glíma við hjarta- bilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði (69% á lífi fimm árum frá aðgerð). Frá þessu er sagt í grein vísinda- manna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sér- námslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð, en leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjarts- son, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Kransæðahjáveita er algengasta opna hjartaaðgerðin og er beitt þegar þrengingar ná til helstu kransæða hjartans. „Hluti sjúklinga sem þurfa kransæðahjáveitu hefur fyrir löngu eða rétt fyrir aðgerð þróað með sér hjartabilun, oftast vegna hjartaáfalls sem veldur skertum samdrætti hjart- ans og hjartabilun. Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að skammtímaávinn- ingur kransæðahjáveitu í þessum hópi sjúklinga sé ekki síðri en hjá sjúklingum með betri samdrátt í hjartanu,“ segir m.a. í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu á árunum 2000-2016 hér á landi. Góður árangur hjáveituaðgerða - Á pari við stærstu sjúkrahús erlendis Morgunblaðið/RAX Landspítalinn Góður árangur er af hjáveituaðgerðum á kransæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.