Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Kristrún Frostadóttir, verðandi formannsframbjóðandi Sam- fylkingarinnar og fyrrverandi bankastarfsmaður, fann að því á þingi í fyrradag að fólk keypti íbúðir sem ekki ætl- aði sjálft að búa í þeim. Þetta átti ber- sýnilega að skýra hátt fasteignaverð, en Kristrún hefur lagt mikið á sig til að reyna að sýna fram á að það sé ekki meirihluta Samfylkingar Dags B. Eggerts- sonar í borginni að kenna að allt of lítið hefur verið skipulagt til bygg- inga og þar með byggt. - - - Ekki er langt síðan lágum vöxt- um Seðlabankans var kennt um fasteignaverðið sem Samfylk- ingin hefur keyrt upp í höfuð- borginni en nú eru það ósvífnir fjárfestar sem bera ábyrgðina. - - - Til að „sanna“ þetta tók Krist- rún tölur frá árinu 2005 og þróunina síðan en láðist að geta þess að breyting varð á mark- aðnum skömmu síðar, aðallega á árunum 2006-2009, þegar lög- aðilum og einstaklingum sem eiga fleiri en eina íbúð fjölgaði hlut- fallslega. - - - Frá þeim tíma, í um eða yfir áratug, hefur nánast engin breyting orðið á þessu, sem bendir til, þvert á það sem Kristrún hélt fram í ræðu sinni, að kaup fjár- festa á íbúðarhúsnæði hafi ekkert með verð á markaði að gera nú. - - - Skiljanlegt er að Samfylkingin vilji koma sökinni á háu hús- næðisverði annað, en sú þrá breyt- ir því ekki að ábyrgðin liggur fyrst og fremst í rangri stefnu meiri- hlutans í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir Villandi talnaleikur um íbúðaverð STAKSTEINAR Læknar á heilsugæslustöðvum landsins voru með nærri 643 þúsund viðtöl við einstaklinga á seinasta ári ef tekið er mið af fjölda koma til læknanna á stöðvunum yfir allt árið. Þetta samsvarar 1,7 viðtölum á hvern íbúa. Þessar upplýsingar má finna í Talnabrunni landlæknis sem birtur var í gær um starfsemi heilsu- gæslustöðva. Á seinasta ári var heildarfjöldi skráðra samskipta við einstaklinga á heilsugæslustöðvum ríflega 2,7 milljónir, eða sem sam- svarar nærri 7,7 samskiptum á hvern íbúa og var aðsóknin umtals- vert meiri en á árinu á undan. „Um 326 þúsund manns nýttu sér þjónustu heilsugæslunnar árið 2021 eða nærri 88% allra landsmanna. Er það heldur hærra hlutfall en árið 2020 þegar 84% íbúa leituðu til heilsugæslunnar. Þá áttu tæplega 244 þúsund einstaklingar viðtal við lækni á heilsugæslustöðvum lands- ins í fyrra, eða um 65% allra íbúa,“ segir í greininni. Fram kemur að aðsókn á heilsu- gæslustöðvarnar er breytileg eftir staðsetningu þeirra á landinu. Kom- ur á stöðvarnar voru fæstar á Suð- urnesjum í fyrra eða 2,3 á hvern íbúa. Litlu fleiri á Vestfjörðum (2,5 á íbúa) en flestar hins vegar á Austur- landi eða 3,7 á íbúa. Í fyrra voru hjúkrunarfræðingar sú starfsstétt á heilsugæslustöðvunum sem sinnti næststærstum hluta viðtala á eftir læknum eða liðlega 279 þúsund við- tölum. Enn fremur kemur fram að konur nýta þjónustu heilsugæslunnar í talsvert meiri mæli heldur en karlar og flest samskipti voru vegna yngsta aldurshópsins, þ.e.a.s. barna undir eins árs aldri. Átti hvert barn í þeim aldurshópi að jafnaði um sex komur á heilsugæslustöðvar á árinu 2021. omfr@mbl.is 643 þúsund komur skráðar til lækna - Þorri þjóðarinnar notfærði sér þjónustu heilsugæslunnar á landinu í fyrra Íslendingar eru neðarlega á lista í samanburði á útbreiðslu háskóla- menntunar meðal 25 til 34 ára í 30 Evrópulöndum. Í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins, á hversu margir hafa lokið menntun á háskólastigi í Evrópu- löndum á seinasta ári kemur fram að 41,5% Íslendinga á aldrinum 25 til 34 ára hafa lokið háskólanámi. Hlut- fallið er hærra í 19 Evrópulöndum en tíu lönd eru fyrir neðan Ísland í þessum samanburði. Lúxemborg trónir á toppnum. Þar hafa 62,6% fólks á þessum aldri lokið háskóla- námi og Írland er í öðru sæti en þar er hlutfallið 61,7%. Mikill munur er þó á stöðu landanna og er meðaltalið í 27 löndum Evrópusambandsins svipað og á Íslandi eða 41,2%. Kynjabilið hefur stækkað Skýr munur er á háskólamenntun kynjanna. Í öllum löndunum höfðu 47% kvenna á aldrinum 25 til 34 ára lokið menntun á háskólastigi á sein- asta ári en hlutfallið var 36% meðal karla. Á Íslandi voru hlutföllin 33,9% meðal karla en 50,2% meðal kvenna á þessu aldursbili á árinu 2021. Bent er á í umfjöllun Eurostat um stöðuna meðal allra Evrópuþjóð- anna að þótt sífellt fleiri Evrópubúar á aldrinum 25 til 34 ára ljúki há- skólanámi hefur vöxturinn á umliðn- um árum verið mun meiri meðal kvenna en karla og kynjabilið því aukist. Lönd Evrópusambandsins hafa sett sér það markmið að hlutfalli 25 til 34 ára sem hafa lokið háskólanámi verði komið yfir 45% á árinu 2030 og hefur um helmingur ESB-landanna þegar náð þessu marki. Í 20. sæti á lista yfir háskólamenntun - Mikill kynjamunur 25-34 ára sem hafa lokið háskólanámi Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Brautskráning 41,5% fólks 25-34 ára eru með háskólanám að baki. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.