Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.05.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Sumarleyfisferðir Ferðafélags Íslands Áslaug bendir á að þekkingar- greinarnar séu farnar að ná máli í efnahagslífinu og enn frekar þegar fram líða stundir og þær fái tækifæri til þess að eflast og dafna. Það sé mikilvægt í öllu tilliti. Á sínum tíma hafi sjávarútvegur aflað meira en helmings útflutningstekna og ferða- þjónustan hafi komist í 40% þeirra, en það sé óvarlegt að hafa öll egg í sömu körfu, eins og menn hafi fundið þegar skyndilega hafi á móti blásið. „Þegar þessum stoðum er kippt undan okkur á augabragði án þess að við ráðum við eitt eða neitt blasir við að stoðirnar þurfi að vera fleiri, svo við getum tryggt góð lífskjör.“ Það verði ekki gert með því að sáldra fé skattgreiðenda yfir þessar greinar, heldur með því að bæta um- hverfið, halda áfram fjárfestingum í menntun og með breyttu hugarfari. Íslendingar séu vanir að taka ýmsa áhættu í atvinnulífi, en það vanti ennþá nokkuð upp á að nýsköpunar- geirinn njóti nægilegs skilnings á ís- lenskum fjármálamarkaði. Í þeim geira þekki menn dæmi eins og Öss- ur, Marel, CCP og fleiri, sem fjár- festar hafi veðjað á með stórfengleg- um árangri. Enginn viti hver verði næsti vaxtarsproti og að því komist menn ekki nema á þá sé veðjað. Þarf að nýta nýsköpunina Enn eitt nefnir Áslaug Arna í því samhengi, sem er að þrátt fyrir að ýmis nýsköpunarfyrirtæki hafi náð miklum árangri, jafnvel á heimsvísu, þá gæti stundum nokkurrar tregðu hér á landi til þess að tileinka sér þær nýju lausnir, bæði í atvinnulífi en þó ekki síður í opinbera geiran- um, þar sem nú nefnir heilbrigðis- kerfið sérstaklega. „Nýsköpun er ekki eitthvert krúttlegt gæluverkefni og þetta snýst ekki bara um einhverja lúxus- vöru. Nýsköpunin er oft og tíðum að leysa stærstu vandamálin sem blasa við, hvort sem það er í loftslagsmál- um, kostnaði við heilbrigðisþjónustu, fátækt, matvælaöryggi eða orkumál- um. Það er hugvitið sem mun hjálpa okkur að leysa þau vandamál.“ Áslaug Arna segir að umhverfi ný- sköpunar hafi batnað mikið á und- anförnum árum. Hér áður fyrr hafi verið erfitt að fá okkar hæfasta fólk til þess að snúa aftur heim úr fram- haldsnámi, þar sem hér á landi voru ekki mörg störf við hæfi. Það hafi án efa kostað Ísland mörg tækifæri. Þurfum fleira fært fólk Þetta hafi gerbreyst, þar sem einn helsti vandi sem steðji að nýsköpun á Íslandi sé að erfitt geti verið að fá hingað til lands nægt starfsfólk. Það geti verið snúið fyrir fólk utan Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) og því sé unnið hörðum höndum að því að laga þann tiltekna vanda. Það standi að sjálfsögðu í samhengi við stærri umræðu um útlendingamál almennt, en Áslaug Arna er bjartsýn á að það takist að laga fyrr en varir. „Við eigum að treysta atvinnulíf- inu til þess að finna sér þá sérfræð- inga sem það hefur þörf fyrir og þeir eiga að vera velkomnir. Við eigum að búa til hraðbraut fyrir þetta fólk.“ Hún bendir á að þetta snúi þó ekki aðeins að útlendingum, heldur Ís- lendingum sjálfum. „Til lengri tíma þurfum við að mennta fólk út í samfélagið. Að mennta ungt fólk ekki til atvinnu- leysis heldur út í samfélagið. Það eru alveg sjokkerandi tölur um það hvernig fólki gengur að finna sér vinnu við hæfi eftir menntun. Þar þarf að bæta úr.“ Nýsköpunin á ekki aðeins að vera í atvinnulífinu að mati Áslaugar Örnu og því ákvað hún að grípa til nýsköp- unar við mótun hins nýja ráðuneytis. Þar hafi hún tekið upp breytt stjórn- skipulag, þar sem hefðbundin deilda- skipan stjórnarráðsins er látin lönd og leið. Þess í stað eru tvö meginsvið, annað sinnir stefnumörkun og fram- tíðarsýn í málaflokkum ráðuneytis- ins, en hitt sinni hefðbundnari stjórnsýslu og þjónustu. „Ég er auðvitað að prófa mig áfram og segi ekki að þetta sé orðið fullkomið, en ég vona að úr verði betra ráðuneyti, sem gæti verið öðr- um fordæmi.“ Nýsköpun er Íslandi nauðsyn - Nýsköpun og þekkingargreinar næsta stóra stoð efnahagslífsins - Ótal tækifæri í nýsköpun blasa við - Þörf á að beisla nýsköpunina, bæði til efnahagslegs ávinnings og betri og hagkvæmari ríkisrekstrar Morgunblaðið/Kristófer Liljar Dagmál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nýsköpun í atvinnulífi og hagnýtingu hennar hjá hinu opinbera ekki aðeins fela í sér tækifæri, heldur nauðsyn til að tryggja lífskjör. DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er nauðsynlegt að fóstra ný- sköpun og þekkingariðnað, beinlínis í því skyni að reisa nýja grunnstoð í íslensku atvinnulífi, stoð sem er ónæmari fyrir ytri aðstæðum en þær sem fyrir eru. Um leið eru þar ótal tækifæri til þess að gera lífið betra og hagkvæmara, sem Íslendingar verða að grípa. Þetta segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að sé megin- viðfangsefni sitt í nýju ráðuneyti, en þau markmið snerti þjóðlífið allt á ótal sviðum. Hún er í viðtali í Dag- málum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifend- um, en slóðina að því má finna neðst í þessari grein. „Það er verið að búa til ráðuneyti, sem tekur niður múra milli þessara málaflokka – í hinni ýmsu merkingu þeirra orða – til þess að skapa ný tækifæri á Íslandi,“ segir Áslaug og bendir á að sams konar ráðuneyti hafi verið stofnsett í nágrannalönd- unum með góðum árangri. Þarna séu margvíslegir málaflokkar sem rétt sé að draga saman til þess að hver styðji annan. Ný stoð í atvinnulífi „Þetta er ný stoð í efnahagslífinu, sem ég tala um sem hugvitið, af því að það nær vítt og breitt yfir það sem hér um ræðir. Þessi stoð í efnahags- lífinu hefur tvöfaldast að útflutnings- tekjum og við þurfum að horfa til hennar í ríkari mæli og gefa henni meira vægi í samfélaginu, til þess að vera hér með efnahagsstoð sem stendur undir útflutningstekjum og er ekki bundin einhverjum utanað- komandi aðstæðum, eins og þegar heimsfaraldur hafði áhrif á ferða- þjónustuna eða þegar loðnan kom ekki, eða takmörkuðum auðlindum, af því að þekkingin og hugvitið eru heldur betur ótakmarkaðar auðlind- ir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.