Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga
hafa ekki einungis skilað flókinni
stöðu í Reykjavík, því í höfuðstað
Norðurlands hefur nýkjörnum bæj-
arfulltrúum gengið erfiðlega að
mynda meirihluta. Greint var frá því í
gær að slitnað hafi upp úr hinum svo-
kölluðu BDSM-viðræðum á Akureyri
hjá Framsóknarflokki, Sjálfstæð-
isflokki, Samfylkingunni og Mið-
flokki.
Samfylkingin sleit viðræðunum en
áður hafði slitnað upp úr meirihluta-
viðræðum á milli Sjálfstæðisflokks-
ins, Framsóknar og Bæjarlistans.
Sunna Hlíf Jóhannesdóttir, oddviti
Framsóknar, sagði við mbl.is í gær að
nú væru einfaldlega allir að tala við
alla.
Rósa tekur þrjú ár í viðbót
Í Hafnarfirði var hins vegar gengið
frá því í gær að Rósa Guðbjartsdóttir
verður áfram bæjarstjóri næstu þrjú
árin en hún tók við embættinu árið
2018. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins hélt velli en
hlutföllin breyttust hvað það varðar
að Framsókn bætti við sig manni en
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði manni á
milli kosninga.
Oddviti Framsóknar, Valdimar
Víðisson, verður bæjarstjóri fjórða
og síðasta ár kjörtímabilsins. Valdi-
mar er Bolvíkingur sem búið hefur
lengi í Hafnarfirði. Hefur hann gegnt
starfi skólastjóra Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði frá árinu 2013.
Tíðindi í Mosfellsbæ
Framsókn, Samfylkingin og Við-
reisn hafa náð samkomulagi um
myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ
en þar féll meirihluti Sjálfstæð-
isflokks og Vinstri grænna. Halla
Karen Kristjánsdóttir, oddviti Fram-
sóknar, verður formaður bæjarráðs
en Anna Sigríður Guðnadóttir, odd-
viti Samfylkingarinnar, og Lovísa
Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar, munu
gegna embætti forseta bæjarstjórnar
á tímabilinu. Samkvæmt frétta-
tilkynningu verður lagt til á fyrsta
fundi bæjarráðs að fara í ráðning-
arferli til að finna bæjarstjóraefni.
Mosfellsbær er sjöunda fjölmennasta
sveitarfélagið og voru þar tæplega tíu
þúsund á kjörskrá.
Viðræður ganga vel
Í næstfjölmennasta sveitarfé-
laginu, Kópavogi, ættu línur að skýr-
ast fyrir helgi. Meirihluti Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar hélt og
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins ganga viðræður um áframhald-
andi samstarf vel.
Þar varð sama niðurstaða og í
Hafnarfirði hvað það varðar að
Framsókn bætti við sig manni frá síð-
ustu kosningum en sjálfstæðismenn
misstu einn. Hvernig sem fer verða
bæjarstjóraskipti því Ármann Kr.
Ólafsson lætur af störfum. Oddvit-
arnir Ásdís Kristjánsdóttir hjá Sjálf-
stæðisflokki og Orri Hlöðversson hjá
Framsóknarflokki munu bæði vera
opin fyrir því að taka við af Ármanni.
Algengt munstur
Í Reykjanesbæ liggur niðurstaðan
fyrir og þar munu sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn vinna saman
eins og nokkuð víða. Eru flokkarnir
með sex bæjarfulltrúa af ellefu. Þar
urðu breytingar því á síðasta tímabili
en þá myndaði Framsókn meirihluta
með Samfylkingunni og Beinni leið.
Þessir flokkar gátu haldið meiri-
hlutasamstarfi áfram, hefði verið til
þess vilji.
Sama staða er uppi á teningnum í
Múlaþingi en tilkynnt var í vikunni að
þar muni Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn vinna saman. Er meiri-
hlutinn með sex fulltrúa af ellefu.
Stefnt er að því að Björn Ingimars-
son sveitarstjóri gegni starfinu
áfram. Jónína Brynjólfsdóttir, odd-
viti B-lista, verður forseti sveitar-
stjórnar og Berglind Harpa Svav-
arsdóttir, oddviti D-lista, formaður
byggðaráðs.
Nýr meirihluti á Skaganum?
Nokkuð hitnaði í kolunum á Akra-
nesi þegar upp úr viðræðum slitnaði
hjá Framsókn og Samfylkingunni um
að halda meirihlutasamstarfi áfram. Í
framhaldi hóf Samfylkingin viðræður
við Sjálfstæðisflokkinn en athyglis-
verð niðurstaða kom upp úr kjör-
kössunum á Skaganum því flokkarnir
þrír fengu þrjá bæjarfulltrúa hver í
níu manna bæjarstjórn. Í gærkvöldi
hafði verið boðað til fundar í full-
trúaráðum flokkanna sem eru í
meirihlutaviðræðum. Samkvæmt
frétt á Skessuhorni í gær gæti nýr
meirihluti orðið til fyrir helgi að því
gefnu að drög að samstarfinu falli í
kramið.
Þegar skoðuð eru önnur sveitar-
félög með 5 þúsund íbúa eða fleiri þá
fékk Sjálfstæðisflokkurinn hreinan
meirihluta í Garðabæ, Árborg og á
Seltjarnarnesi. Um stöðuna í höfuð-
borginni er fjallað annars staðar í
blaði dagsins.
Meirihlutar að taka á sig mynd
- Víða hlýtt á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í stærri sveitarfélögunum - Viðræðum
að ljúka í Kópavogi - Niðurstaða liggur fyrir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ - Galopið á Akureyri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kópavogur Oddvitarnir Orri Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir eru í meirihlutaviðræðum.
Að óbreyttu fer Almar Guðmunds-
son, oddviti sjálfstæðismanna, í
embætti bæjarstjóra í Garðabæ á
næsta kjörtímabili. Valdimar Víð-
isson, oddviti Framsóknarflokks-
ins, verður að óbreyttu bæjarstjóri
í Hafnarfirði 2025 til 2026 eða síð-
asta ár kjörtímabilsins.
Fyrir áhugafólk um ættfræði má
nefna að töluverður skyldleiki
verður með bæjarstjórunum í ná-
grannasveitarfélögunum Garðabæ
og Hafnarfirði, fari svo að Almar
og Valdimar verði bæjarstjórar á
sama tíma eins og lagt er upp
með. Guðmundur Baldur Sigur-
geirsson, faðir Almars, og Jón
Eggert Sigurgeirsson, afi Valdi-
mars, voru bræður og ólust upp í
Bolungarvík.
Frændur verða bæjarstjórar
ÆTTFRÆÐI STJÓRNMÁLAMANNA
Almar
Guðmundsson
Valdimar
Víðisson
Eigendur 19,64%
hlutar í Hrað-
frystihúsinu
Gunnvör í Hnífs-
dal hafa selt hlut
sinn í félaginu.
Kaupandi er Jak-
ob Valgeir ehf.,
sem rekur hundr-
að manna útgerð-
ar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki í
Bolungarvík. Söluverð hlutarins er
trúnaðarmál, segir í tilkynningu.
Hraðfrystihúsið Gunnvör rekur
frystitogara, ísfiskskip, innfjarð-
arrækjubáta, fiskvinnslu í landi og
fiskeldisstarfsemi gegnum dótt-
urfélag. Um 130 manns starfa hjá
fyrirtækinu.
Seljendur hlutarins eru systkinin
Guðmundur, Kristinn Þórir, Ólöf
Jóna og Steinar Örn Kristjánsbörn.
Hluturinn hefur verið í eigu fjöl-
skyldunnar í áratugi.
Jakob Valgeir Flosason segist
þakklátur fyrir að vera treyst fyrir
stórum hlut í „einu mikilvægasta
fyrirtæki Vestfjarða“.
Jakob
kaupir í
Gunnvöru
- 20% hlutur skiptir
um eigendur
Jakob Valgeir
Flosason