Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
HML8000
10.995.- / St. 28-38
HML8000
10.995.- / St. 28-38
Reach 300
9.995.- / St. 26-35
Reach 300
9.995.- / St. 26-35
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Hummel strigaskór
betur. Það er það sem ég gerði
þegar ráðuneytið tók til starfa í
byrjun þessa árs og mun gera
áfram.“
Skýrt hlutverk
Hún segir að á fyrstu hundrað
dögum ráðuneytisins hafi tekist að
ljúka við átta af þeim þrettán að-
gerðum sem lagt var upp með, en
ráðuneytið fer meðal annars með
VIÐTAL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Stjórnkerfið í heild sinni, bæði
stjórnsýslan og stjórnmálamenn,
þarf að leggja meira af mörkum til
að efla samkeppnishæfni Íslands og
auka útflutningstekjur til lengri
tíma. Þannig er
lagður grunnur
að aukinni hag-
sæld hér á landi.
Þetta segir
Lilja D. Alfreðs-
dóttir, menning-
ar- og viðskipta-
ráðherra, í
samtali við
Morgunblaðið, en
hún mun á næstu
dögum kynna
nánar aðgerðaáætlun ráðuneytis
síns fram að áramótum.
„Okkur er alvara þegar við segj-
um að við viljum skapa aukna hag-
sæld og vaxa til meiri velsældar og
þeim orðum þurfa að fylgja aðgerð-
ir,“ segir Lilja.
„Ég lít þannig á að við sem störf-
um í stjórnmálum þurfum að setja
okkur markmið um að auka
gegnsæi og kynna áætlanir okkar
málaflokka ferðaþjónustu, fjölmiðla,
menningar og viðskipta.
„Við settum á fót skrifstofu verð-
mætasköpunar og vorum svo hepp-
in að fá þar Daníel Svavarsson til
að stýra þeirri skrifstofu,“ segir
Lilja.
„Tækifæri í verðmætasköpun eru
gífurleg hér á landi og við ætlum
okkur að nýta þau. Við viljum
styrkja umgjörð atvinnulífsins og
stjórnkerfið þarf að leggja sitt af
mörkum og einbeita sér meira að
verðmætasköpun, hvort sem það er
á sviði viðskipta, lista og menning-
ar, nýsköpunar, ferðaþjónustu, auð-
lindanýtingar og þannig mætti
áfram telja. Þetta er nýr tónn sem
stjórnmálamenn slá í dag en það
mun gagnast samfélaginu til lengri
tíma.“
Kvikmyndir skapa gjaldeyri
Hvað auknar gjaldeyristekjur
varðar þá segir Lijla að horfa verði
til fleiri þátta en ferðaþjónustu,
sjávarútvegs og orkuframleiðslu.
Þar nefnir hún hugverkaiðnað og
kvikmyndaframleiðslu sem dæmi,
en hún lagði nýverið fram frumvarp
þar sem lagt er til að stærri kvik-
myndaverkefni geti sótt um allt að
35% endurgreiðslu framleiðslu-
kostnaðar.
„Það mun hvort tveggja í senn
bæta samkeppnisstöðu okkar til
muna, því það er mikil samkeppni
um verkefni sem þessi á milli landa,
og skapa auknar gjaldeyristekjur
og störf hér á landi,“ segir Lilja.
„Það eru nú þegar stór verkefni í
burðarliðnum og margir hafa sýnt
því áhuga að koma hingað með
verkefni á næstu misserum og ár-
um. Þá eru einnig ýmis tækifæri til
að auka tekjur af sviðslistum og
tónlist, svo dæmi séu tekin, en þar
eigum við mikið af hæfileikaríku
fólki sem mun skapa mikil verð-
mæti, bæði í efnahagslegu og fé-
lagslegu tilliti.“
Ríkisstjórnin samstíga
Hún segir ríkisstjórnina samstíga
í þessum málum og vísar meðal
annars til þess að Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra, hafi talað
fyrir því að auka svigrúm erlendra
sérfræðinga til að búa og starfa á
Íslandi, sem sé mikilvægur liður í
verðmætasköpun og muni einnig
færa aukna þekkingu til landsins,
sem muni gagnast Íslendingum.
Aðspurð hvort stjórnmálamenn
hafi aðhafst nóg til að styrkja stoðir
skapandi greina, segir Lilja að það
hafi verið talað um það lengi en
ekki sé nóg að gert.
„Við erum að breyta því, meðal
annars með því að stofna skrifstofu
verðmætasköpunar, sem tekur til
fjölbreyttra þátta. Það er hins veg-
ar rétt að stjórnmálamenn mega
gera meira, en hér stígum við mik-
ilvæg skref sem munu gagnast hag-
kerfinu okkar í framtíðinni og þar
með auka lífsgæði hér á landi,“ seg-
ir Lilja.
Setja fókus á verðmætasköpun
- Ráðherra segir gífurleg tækifæri í verðmætasköpun hér á landi - Stjórnmálamenn þurfi að setja
skýrari markmið og hafa þau aðgengileg - Mikil samkeppni er milli landa um kvikmyndaverkefni
Tækifæri Sjónvarpsserían vinsæla Game of Thrones var að hluta tekin upp
hér á landi, meðal annars á Þingvöllum, og vakti mikla athygli á landinu.
Morgunblaðið/Hari
Lilja
Alfreðsdóttir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Mikilvægt er að efla þátttöku barna
af erlendum uppruna í skipulögðu
íþróttastarfi, enda ljóst að skipu-
lagt starf er mikilvæg félagsleg og
heilbrigðisleg forvörn.
Þetta sagði Ásmundur Einar
Daðason barnamálaráðherra meðal
annars þegar hann opnaði málþing
í gær um þátttöku barna og ung-
menna af erlendum uppruna í
skipulögðu íþróttastarfi. Málþingið
var haldið af ÍSÍ og UMFÍ.
Eyða þurfi hangsi úr lífi barna
Margrét Lilja Guðmundsdóttir,
sérfræðingur hjá Rannsóknum og
greiningu og kennari við íþrótta-
deild Háskólans í Reykjavík, fór yf-
ir niðurstöður kannana sem lagðar
eru fyrir grunnskólabörn ár hvert.
Sjötíu og fimm prósent af vöku-
tíma barna á Íslandi eru frítími, að
sögn Margrétar. Þar af leiðandi sé
mikilvægt að börn sæki skipulagða
starfsemi í umsjón fullorðins fag-
aðila, og hangsi sé eytt út úr dag-
skránni.
„Börnum í íþróttum líður betur,
þau sofa meira, eru hamingjusam-
ari og gengur betur í námi.“
Þar að auki sé íþróttaiðkun góð
leið til að aðlagast samfélaginu.
Sjáanlegur munur er á þeim
börnum sem koma frá íslenskumæl-
andi heimilum, samanborið við
börn frá heimilum þar sem önnur
tungumál eru töluð. Þau fyrr-
nefndu eru ólíklegri til að sækja
skipulagt íþróttastarf.
Til að mynda taka 82 prósent
barna frá íslenskumælandi heim-
ilum, í fyrsta til öðrum bekk, þátt í
skipulögðu starfi að minnsta kosti
einu sinni í viku, en ekki nema 62
prósent af börnum frá heimilum
þar sem annað tungumál er talað.
Sendiherrar brúa bilið
„Það er ekki nóg að opna bara
faðminn, við verðum að sækja þessa
einstaklinga,“ sagði Jóhannes Guð-
laugsson, verkefnastjóri þjónustu-
miðstöðvar Breiðholts. Hann hefur
að undanförnu stýrt verkefninu
„Frístundir í Breiðholti“ þar sem
markmiðið er að ná fram aukinni
þátttöku, félagslegri virkni og sam-
tvinningu íslenskrar tungu inn í frí-
stundastarfið. Öflug kynningarmál
eru lykilatriði í hans huga. Bæði
þarf að ná til barnanna og foreldr-
anna, en einnig til annarra umsjón-
araðila, svo sem kennara, sem verði
að átta sig á sínu hlutverki. Kenn-
arar þurfi að koma auga á hvaða
börn taki ekki þátt í nokkurri
skipulegri íþróttaiðkun.
Svokallaðir sendiherrar Breið-
holts eru fólk sem Jóhannes hefur
fengið til þess að brúa bilið milli
kerfisins og innflytjenda.
María Sastre er einn af umrædd-
um sendiherrum og hún útskýrði
hlutverk sitt á málþinginu.
„Við erum innflytjendur sem get-
um talað íslensku. Við erum með
gott tengslanet við aðra innflytj-
endur sem tala okkar móðurmál.
Okkar hlutverk er að brúa bilið
milli ólíkra þjóða og menningar-
heima í hverfinu,“ sagði hún.
Fjölmenning í íþróttum
Kynþáttafordómar og útilokun
eru vandamál í íþróttahreyfing-
unni, að sögn Semu Erlu Serdar,
framkvæmdastýru Æskulýðsvett-
vangsins. Á málþinginu kynnti hún
stefnu um þátttöku barna af erlend-
um uppruna í skipulagðri íþrótta-
starfsemi, sem miðar að því að
koma í veg fyrir mismunun. Börn af
erlendum uppruna sem taki þátt í
íþróttastarfsemi þurfi að upplifa að
þau séu velkomin, þau séu virkir
þátttakendur, tilheyri heild og upp-
lifi öryggi.
„Verðum að sækja þessa einstaklinga“
- Málþing um þátttöku barna af
erlendum uppruna í íþróttastarfi
Morgunblaðið/RAX
Fótboltaiðkendur Börnum í skipulögðu íþróttastarfi líður betur, þau sofa
betur, eru almennt hamingjusamari og gengur betur í námi.