Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
2 fyrir1 af margskiptum glerjum
TILBOÐ
þúsund aðgöngumiðar verið seldir.
Venjulega koma margir gestir er-
lendis frá. Magnús segir að víða sé
enn verið að glíma við kórónuveiru-
faraldurinn og því erfitt að átta sig á
því hvort hestaáhugafólk ákveði að
sitja heima eða skella sér á lands-
mót. Hann hefur þó orðið var við
áhuga þar sem erlendir gestir hafi
verið að leita eftir aðstoð við að finna
gistingu. Fólk sé að ákveða þetta um
þessar mundir. Telur hann að allir
eigi að geta fundið gistingu við hæfi,
þótt líklega sé þétt bókað í næsta
nágrenni mótsstaðar.
Velja hesta og knapa
Um þessar mundir og næstu daga
og vikur verða kynbótahross og
gæðingar valdir inn á mótið. Það fer
fram á sérstökum mótum úti í hér-
uðum. Sömuleiðis kappreiðahross.
Meðal nýmæla á landsmótinu á
Hellu er að þar verður efnt til
íþróttakeppni. Magnús tekur fram
að íþróttakeppni hafi verið áður á
landsmótum en nú sé hún tekin með
beinum hætti inn í dagskrána.
„Landsmót er stærsti viðburð-
urinn í Íslandshestamennskunni í
heiminum. Okkur finnst að þar eigi
allir bestu knaparnir og hestarnir
heima,“ segir Magnús. Nefnir hann
sem dæmir að besti fjórgangari
landsins árið 2018, Flaumur frá Sól-
vangi, hafi verið inni í hesthúsi allt
síðasta landsmót vegna þess að eng-
in grein var fyrir hann. Hann hafi
síðan keppt á Heimsleikum íslenska
hestsins. Alltaf er keppt í tölti en nú
er bætt við fjórgangi, fimmgangi,
gæðingaskeiði og slaktaumatölti.
Tuttugu efstu hestar á stöðulista í
hverri grein vinna sér rétt til þátt-
töku en þrjátíu í töltinu eins og verið
hefur.
Tekur Magnús fram að gæðinga-
keppnin verði eigi að síður aðalgrein
landsmótsins, eins og alltaf hefur
verið.
Risatjöld fyrir þjónustu
Mótssvæðið á Rangárbökkum er
þekkt stærð og það hefur lítið
breyst nema hvað gróðurinn tekur
sífellt betur við sér. Hann veitir
visst skjól. Tveir vellir verða notaðir
en þeir eru beggja vegna við gras-
brekkuna. Brekkurnar geta tekið
við miklum fjölda gesta, eins og
reynslan sýnir.
Risatjald verður fyrir veitinga-
sölu, 90 metra langt og 15 metra
breitt. Þar að auki verður markaðs-
tjald og útimathöll. Þessi þjónusta
verður öll í hjarta mótssvæðisins.
Kvöldskemmtanir og dansleikir
verða á fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöldi. Páll Óskar, Helgi
Björns og Paparnir eru meðal þeirra
sem skemmta gestum. Skipuleggj-
endur búa svo vel að hafa tvö lands-
mótslög. Landsmótsnefndin fékk af-
not af lagi sem Dagur Sigurðsson,
landsliðsþjálfari Japans í handknatt-
leik, samdi. Þá samdi Fríða Hansen
frá Leirubakka landsmótslag með
Hreimi úr Landi og sonum. Til við-
bótar má nefna að samið var lands-
mótslag fyrir mótið 2020 sem aldrei
var haldið. Magnús segir að lögin
séu ólík og á von á því að þau verði
öll flutt á mótinu.
Lýkur á laugardagskvöldi
Ákveðið hefur verið að reiðhöllin
og nýtt svæði sem skipulagt hefur
verið fyrir hesthús Hellubúa verði
girt af. Það svæði verði tekið frá fyr-
ir knapana og þeirra nánustu að-
stoðarmenn. Magnús sagði mikil-
vægt að veita knöpunum næði til að
undirbúa sig og hesta sína fyrir
keppni. Það sé forsenda góðs móts.
Mótið hefst sunnudaginn 3. júlí.
Eins og venjulega fer það hægt af
stað með forkeppnum í ýmsum
greinum en spennan fer stígandi eft-
ir því sem líður á vikuna. Mótið
verður formlega sett á fimmd-
agskvöldi og keppni lýkur laug-
ardagskvöldið 9. júlí með úrslitum í
A-flokki gæðinga og Papa-balli. Það
er nýjung á Hellu því áður hafa síð-
ustu úrslit verið á sunnudegi. Magn-
ús segir að þetta sé gert til þess að
dreifa umferðarálagi. Sunnudaginn
10. júlí skipuleggur verkefnið Hor-
ses of Iceland opið hús hjá hrossa-
ræktarbúum í nágrenninu. Reiknar
Magnús með að margir gestir muni
nýta sér það.
Hlakka til að sjá sem flesta
Magnús tekur fram að sveitar-
félögin á svæðinu hafi verið ákaflega
velviljuð, sérstaklega Rangárþing
ytra, og það hjálpi mikið. Nú eru
skipuleggjendur að púsla saman síð-
ustu kubbunum. Magnús tekur fram
að stór hópur af samstilltu fólki
standi að verkefninu. „Ég er viss um
að þetta verður stórkostlegt mót og
ég hlakka til að sjá sem flesta gesti,“
segir hann.
Eftirvænting í hestasamfélaginu
- Skipuleggjendur Landsmóts hestamanna á Hellu búa sig undir að taka við mörgum gestum
- Hestamenn vilja hittast eftir langt hlé - Meiri áhersla lögð á íþróttagreinar en á fyrri landsmótum
Morgunblaðið/Eva Björk
Stemmning Áætlað er að um 10 þúsund gestir hafi sótt Rangárbakka heim í júlí 2014, síðast þegar Landsmót hestamanna fór fram á Hellu.
Morgunblaðið/Ómar
Breiðfylking Hefðbundið er að forystumenn og sérstakir gestir ríði með íslenska fánann í fararbroddi hópreiðar hestamanna við setningu landsmóts.
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skipuleggjendur Landsmóts hesta-
manna sem haldið verður á Rangár-
bökkum á Hellu í júlí vonast eftir
góðu móti og góðri aðsókn. Finna
þeir fyrir þörf hestamanna til að
koma saman og taka þátt í eða fylgj-
ast með góðu móti eftir langt hlé
vegna heimsfaraldurs.
Landsmót var skipulagt á Hellu á
árinu 2020 en því
var frestað vegna
kórónuveiru-
faraldursins.
Magnús Bene-
diktsson fram-
kvæmdastjóri
segir að þótt mót-
ið hafi verið lengi
í undirbúningi
hafi óvissa lengi
verið uppi og því
tími til að ganga
frá samningum og vinna að raun-
verulegum undirbúningi ekki verið
langur. Hann segir að fyrir löngu
hafi verið ákveðið að halda mótið en
óvissan hafi verið um það hvernig
mót. Hvort það yrði mót í beinni út-
sendingu án áhorfenda, mót með
takmörkuðum fjölda áhorfenda í
samræmi við gildandi samkomu-
takmarkanir eða stórt mót eins og
nú verður haldið. Stór hluti af skipu-
lagningunni felist í þjónustu við
gesti og ekki hægt að skipuleggja þá
þætti fyrr en ljóst varð hvernig mót
ætti að halda. „Það fór loks allt í
gang upp úr áramótum,“ segir
Magnús.
„Loksins landsmót“
Mótið á Hellu verður haldið dag-
ana 3. til 10. júlí. Magnús segir mót-
ið langþráð og að það ríki mikil eftir-
vænting í hestasamfélaginu. „Það
ætla allir á landsmót enda fannst
okkur vel við hæfi að hafa kjörorð
mótsins: „Loksins landsmót,“ eftir
þessa löngu bið,“ segir Magnús.
Landsmót á Hellu hafa oft verið
fjölsótt og í ljósi þess og aðstæðna
nú gera skipuleggjendur sér vonir
um fjölmenni. „Við vitum að það
koma frábærir hestar og bestu
knapar landsins, auk tuga keppenda
í barna- og unglingaflokkum. Við
vitum hins vegar ekki hvernig veðrið
verður, það er alltaf stóri óvissuþátt-
urinn í landsmótshaldi. Við horfum
ákveðið til þess að mótið verði í blíðu
veðri og miðum okkur við það. Ef
það gengur eftir er frábært lands-
mót fram undan,“ segir Magnús.
Miðasala gengur vel, að sögn
Magnúsar, þegar hafa tæplega þrjú
Magnús
Benediktsson