Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 36

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 VIKUR Á LISTA 1 2 1 1 7 11 2 2 4 1 SÖGUSTUNDMEÐAFA Höf. Örn Árnason Les. Örn Árnason SUMAR Í STRANDHÚSINU Höf. Sarah Morgan Les. Sólveig Guðmundsdóttir ALLT EÐA EKKERT Höf. Simona Ahrnstedt Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir DAGBÓKKIDDAKLAUFA - TÓMTVESEN Höf. Jeff Kinney Les. Oddur Júlíusson HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum VEIÐIMENNIRNIR Höf. Jussi Adler-Olsen Les. Davíð Guðbrandsson TILFINNINGAR ERU FYRIRAUMINGJA Höf. Kamilla Einarsdóttir Les. Saga Garðarsdóttir GESTALISTINN Höf. Lucy Foley Les. Ýmsir lesarar HÖGGIÐ Höf. Unnur Lilja Aradóttir Les. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir BRÉFIÐ Höf. Kathryn Hughes Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 20 Hvernig hugsum við, nútíðarfólk, um daginn þegar Jesús Kristur steig upp til himna? Við lítum á hann sem helgi- dag, er óneitanlega til- heyri kirkjuárinu. En er hann einungis gömul hefð? Heyrum við í pistli dagsins nokkuð annað en ævintýri frá horfinni tíð? Tökum við mark á slíkri frásögn? Hvað er það, sem við hyggjum að hafi fengið forfeður okkar til þess að hlusta grannt þegar hún var lesin? Kvíði og örvænting? Frásögnin er meira en lýsing sjón- arvotta á yfirnáttúrulegum atburði. Þó hefur hún einatt verið skilin svo. Hér segði frá hinum endanlega sigri Krists, sem Guð hefði gefið okkur að óviðjafnanlegri gjöf og fyrirmynd. Nú væri Hann loks hafinn upp til þeirrar dýrðar, sem Honum bæri. Og vissulega er það svo, að Hann er far- inn til þess að búa okkur stað til þess að við séum einnig þar sem Hann er. En hér er líka gaumur gefinn að kvíða mannsins og örvæntingu. Fregnin af því, að Jesús lifði, hafði safnað lærisveinunum saman á ný. Á þeim 40 dögum, sem Lúkas nefnir, höfðu menn spurt að vinir Jesú hefðu séð Hann lifandi. Söfnuður lærisvein- anna stóð því í þeirri bjargföstu trú, að Hann myndi aldrei yfirgefa þá, að ekkert gæti komið í veg fyrir að Hann birtist þeim jafn ljóslifandi og þegar Hann gekk um á meðal þeirra hér á jörð. En að þessum 40 dögum liðnum var skyndilega sem öllu væri lokið. Og það er merk- ingin í pistli uppstign- ingardags: Hinn upp- risni opinberast ekki lengur vinum sínum. Von, sem brást? Það er ekki erfitt að ímynda sér, hvílíkt áfall það hefur verið lærisveinunum að horf- ast í augu við þetta. Þeir höfðu vænst þess, að nú myndu óskir þeirra rætast: Nú kemur himnaríki! Nú hikar Jesús ekki lengur! Nú tekur Hann völdin, Hann, sem allt vald er gefið á himni og jörðu. Eftir sigur upprisunnar liggur leiðin beint inn í Guðsríkið á jörð. En svo – þetta reiðarslag: Jes- ús er hættur að birtast upprisinn! Kraftur heilags anda Í skilnaðarræðu sinni kvaðst Jes- ús vera á förum, og þegar Hann væri farinn yrðu þeir einir eftir. Og þá mundi þeim virðast, sem aðstæður þeirra væru orðnar allt aðrar og breyttar. En, segir Hann, þá hefði ekkert breyst. Og af hverju? Vegna þess að þeir fengju áfram að hafa nafnið Hans hjá sér, og það er svo miklu meira en nafnið eitt, heldur þrungið og fullt af Honum sjálfum, hlaðið fullkomnu hjálpræðisverki Hans, sem er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Sá er krafturinn, sem Hann sagði að þeir mundu öðlast, er heilagur andi kæmi yfir þá. Og þetta ættum við að skilja vel. Við búum nefnilega við það, enn þann dag í dag, að Kristur er ekki lengur hér á jörð. Og við skiljum áfallið, sem þetta var postula- hópnum. Eða hlýtur það ekki að verka hörmulega á okkur, hve óend- anlega lítið vér verðum vör við vald Krists í heimi hér? Sumum veldur þetta sálarstríði, en aðrir nota það til þess að kasta rýrð á trúna: Hvar er nú Guð ykkar? Útskýrið það! Guð, sem leyfir, að svo mikil illska eigi sér stað í heiminum! Nei, við höfum enga þörf fyrir hann! Raunsæi og trú En það er raunsær postulahópur, sem birtist okkur í frásögn uppstign- ingardagsins. Þeir flýja ekki á náðir neins konar hugaróra. Þeir beygja sig fyrir því, að Kristur er þeim ekki lengur sýnilegur. Og þetta eigum við að læra af þeim. Við eigum ekki að reyna að sanna tilvist Guðs. Við eig- um þess í stað að viðurkenna, að stundum er ekki margt, sem bendir til þess, að Guð sé faðir okkar og drottinn. En trúin er ekki að hafa eitthvað fyrir satt, gegn betri vitund. Trúin er öllu heldur það, að þola lífið. Og það meira að segja með gleði og þakk- læti. Uppstigningardagur sýnir okkur, hvernig þessir fornu menn yfirunnu neyðina. Þeir fundu leið, sem einnig okkur er fær í dag. Sú leið er trúin. Sú trú, sem frammi fyrir veru- leikanum þorir að segja þetta orð: Samt. Trúin viðurkennir óöryggi sitt og einmanaleika – og trúir samt. Hún veit, að enga sönnun er að fá, en trúir þrátt fyrir það. „Öreigi en á þó allt“ Páll postuli lýsir svo kristnum manni á einum stað: „Í öllu læt ég sjást að ég er þjónn Guðs: Með miklu þolgæði í þrenging- um, nauðum og andstreymi, þegar ég hef mátt þola barsmíðar, verið í fangelsi, orðið fyrir aðsúg, í erfiði mínu, andvökum og sulti, með heil- ögum anda, með falslausum kær- leika, með orði sannleikans, með krafti Guðs, með vopnum réttlæt- isins til sóknar og varnar, í heiðri og vanheiðri, lasti og lofi, með miklu þolgæði í þrengingum, í nauðum, í angist, undir höggum, í fangelsi, í upphlaupum, í erfiði, í vökum, í föst- um, með grandvarleik, með þekk- ingu, með langlyndi, með góðvild, með heilögum anda, með falslausum kærleika, með sannleiksorði, með krafti Guðs, með vopnum réttlætis- ins til sóknar og varnar, í heiðri og vanheiðri, í lasti og lofi. Þótt talinn sé villumaður segi ég sannleikann, sagður óþekktur en er alþekktur, kominn í dauðann og samt lifi ég, tyftaður og þó ekki deyddur, hrygg- ur en þó ávallt glaður, fátækur en auðga þó marga, öreigi en á þó allt.“ (2. Kor. 6,4-10.) Gleðilega hátíð! Uppstigningardagur Eftir Gunnar Björnsson » Trúin er ekki að hafa eitthvað fyrir satt, gegn betri vitund. Trúin er öllu heldur að þola lífið. Og það meira að segja með gleði og þakklæti. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Gjörðir okkar verða ekki verðugri en áætl- anir okkar og áætlanir okkar verða ekki göf- ugri en ásetningur okk- ar og ásetningur okkar verður ekki vitrænni en hugsanir okkar og hugsanir okkar verða ekki flóknari en skiln- ingur okkar og skiln- ingur okkar verður ekki dýpri en innsæi okkar og innsæi okkar verður ekki öflugra en forvitni okkar og forvitni okkar verður ekki yfirgengilegri en hungrið eftir víðtækara samhengi. Á tímum sítengingar og tilfallandi aftengingar stendur slík þekkingarþrá máttlaus gagnvart þörf okkar fyrir að tilheyra á einhvern hátt. Við verðum líkari og líkari með hverjum deginum: horfum á sömu streymisveituþættina, lesum sömu vinsældalistabækurnar, deilum sama húmornum sem afmarkast í brand- arabylgjum á netinu, klæðumst stétt- bundnum einkennisbúningum, skipu- leggjum sömu sólarlandaferðirnar, viðrum sömu hneykslismálin, látum glitta í sömu pólana og framfylgjum okkar samfélagslegu handritum í traustvekjandi endurtekningu því rútínan er björgunarhringur eirðar- leysingjans í ómælisdjúpi upplýsing- anna á tímum sem einkennast af tilfinningalegri flatneskju og siðferði- legu rótleysi. Algóritminn er uppmögnun endur- tekningarinnar; traustvekjandi blekking í óreiðukenndum heimi. Hann greinir mynstur í okkar staf- ræna atferli; á hvað við smellum, hve lengi við skrollum, hvar við stöldrum við – og með slíkri uppsöfnun á staf- rænum tilhneigingum kortleggur reikniritið undiröldurnar innra með okkur til að staðsetja okkar helstu hreyfiöfl á borð við langanir, þrár, ótta og óöryggi – gögn sem duga til að halda okkur andlega uppteknum í tilfinningalegum elt- ingaleik á tvívíðu yfir- borði með því að birta okkur stöðugt það sem við eltumst við áður. Á meðan algóritmar safna saman fótsporum okkar og dreifa úr þeim fyrir framan okkur í kunnug- lega slóð getum við haldið endalaust áfram án þess að afvegaleiðast nokk- urn tímann út af sporinu – og þótt skjárinn dragi upp landamæri hins stafræna og veraldlega er tilvera okk- ar innan beggja heima ekki eins tví- skipt og hún lítur út fyrir að vera. Algóritminn er notalegt regluverk; gangverk sem stillir okkur á sömu bylgjulengd og hlífir okkur fyrir sam- félagslegu taktleysi – en hann er líka vitræn sía; hugrænn filter sem vél- væðir í okkur ímyndunaraflið og heldur hugviti okkar hæfilega hefð- bundnu svo hegðun okkar haldist fyr- irsjáanleg og meðtækileg. Í störu- keppni við framtíðina stöndum við starandi framan í skjáinn og ef við lít- um ekki upp mun gervigreindin stara til baka þar til svipir okkar sameinast í samanbrotinn spegil. Forrituð tilheyring Eftir Ernu Mist » Þótt skjárinn dragi upp landamæri hins stafræna og veraldlega er tilvera okkar innan beggja heima ekki eins tvískipt og hún lítur út fyrir að vera. Erna Mist Höfundur er listmálari. ernamist@ernamist.net Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Í hádegisfréttum á RÚV 16. maí sl. var sagt frá að álft hefði verið skot- in við þjóðveg austanlands. Álftir eru alfriðaðir fuglar og eins og allir vita eru fuglar friðaðir um varptím- ann. Um var að ræða álftapar á hreiðri og þessir yndislegu fuglar para sig fyrir lífstíð. Svona sak- næmt athæfi má ekki líðast og von- andi finnur lögreglan þann sem þetta gerði. Fuglavinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Sorglegt að heyra Morgunblaðið/Eggert Álftapar með ungana sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.