Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Fráfall Ögmundar bróður míns
var þungt högg en nokkuð fyr-
irsjáanlegt. Við sem eftir stöndum
og fylgdumst náið með veikindum
hans vorum það raunsæ að sjá að
hverju stefndi. En eitt er víst að
við erum aldrei tilbúin að kveðja
þá sem okkur þykir vænt um og
allra síst þá sem maður hefur alist
upp með og umgengist náið alla
ævi. Það eru tíu ár síðan ég settist
við tölvuna til að skrifa minning-
arorð um systur okkar Ingveldi
og nú snýst þetta um kveðjuorð
um eina bróðurinn í hópnum.
Við ólumst upp í yndislegu um-
hverfi og hlutum gott uppeldi.
Ömmi var elstur og síðan komu
þrjár systur. Þegar við Inga vor-
um fæddar þá var nokkuð þröngt
Ögmundur
Einarsson
✝
Ögmundur
Einarsson
fæddist 16. júní
1942. Hann lést 6.
maí 2022. Útförin
fór fram 23. maí
2022.
Eftirfarandi
grein átti að birta í
Morgunblaðinu 23.
maí en fyrir mistök
varð það ekki.
Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
um okkur öll í kjall-
aranum í Hóla-
brekku svo Ömmi
fékk að sofa uppi hjá
afa. Þegar við flutt-
um síðan yfir „þúf-
una“ eins og sagt
var þá fékk einka-
sonurinn sérher-
bergi en við Inga
vorum í koju inni hjá
pabba og mömmu.
Við kölluðum hann
nú stundum „prinsinn“ en það var
mjög gott á milli okkar alla tíð.
Ég man eftir því að það var
stundum sagt við mig „hann er nú
góður drengur hann bróðir þinn“
og hann stóð svo sannarlega und-
ir því nafni.
Á uppvaxtarárum okkar tíðk-
aðist ekki að karlmenn gengju í
heimilisstörf og við systur tókum
því sem sjálfsögðum hlut að
strauja fyrir Ömma buxur og
skyrtu þegar hann var á leið út á
lífið og oft bauðst hann til að
borga mér nokkrar krónur fyrir
að bursta skóna.
Ömmi var að sjálfsögðu í fót-
bolta og var í Þrótti, þetta var þá
þeirra svæði. En rétt vestan við
okkar svæði voru flestir í KR. Ég
var stundum spurð í skólanum
með hverjum ég héldi í fótbolta
og ég stóð auðvitað með bróður
mínum og sagðist halda með
Þrótti.
En það var ekkert auðvelt því
margir töldu KR miklu flottara lið
og litu niður á Þróttarana.
Ömmi var alla tíð mjög tónelsk-
ur og spilaði á mörg hljóðfæri. Sat
líka oft við eldhúsborðið og notaði
hnífapörin til að slá taktinn, sem
okkur systrum fannst frekar pirr-
andi. En þegar hann settist við pí-
anóið þurfti hann ekki nótur held-
ur spilaði lögin fljótlega bara með
því að raula lagið. Ég öfundaði
hann mikið af þessari gáfu því ég
var á sama tíma að læra á píanó en
gat ekkert spilað nema eftir nót-
um. Hann var líka oft í hjómsveit-
um og okkur systrum fannst það
ansi spennandi. Við vorum allar
þrjár að fylgjast með myndum
sem hann hengdi upp í herberg-
inu sínu og giska á hver yrði eða
væri kærastan hans. Síðar bættist
svo harmónikkan við og það var
alltaf gaman um jólin þegar hann
spilaði jólalögin og við gengum í
hring undir styrkri stjórn pabba.
Þegar ég hugsa til baka þá má
segja að við höfum lítið sem ekk-
ert eytt æskunni saman á sumr-
um. Ömmi var farinn snemma
vors í sveitina, austur að Hlemmi-
skeiði, og þar var hann við snún-
ingastörf frá unga aldri og alls í
níu sumur.
Eftir að framhaldsskólaaldri
var náð fór hann í Samvinnuskól-
ann á Bifröst og svo til Svíþjóðar
og lærði þar tæknifræði.
Lengst af ævinnar var hann
mjög hraustur og á grunnskóla-
aldri man ég aldrei eftir að honum
yrði misdægurt. Það gekk svo
langt að hann öfundaði mig aðeins
af því að verða oft lasin og komast
ekki í skólann svo einu sinni hristi
hann upp í hitamælinum og náði
nokkrum kommum en mamma sá
við honum svo þetta gekk ekki.
En því miður var hann ekki
alla tíð svona hraustur. Um mið-
bik ævinnar fóru ýmis veikindi að
gera vart við sig og er óhætt að
segja að hann hafi tekið því öllu
með miklu æðruleysi.
En hver svo sem máttur ör-
lagadísanna er þá er erfitt að
sætta sig við að nú sé Ömmi horf-
inn úr okkar lífi. Hann var stóri
bróðir minn og við vorum miklir
vinir. Ég skil það betur í dag en
þegar sagt var við mig hér fyrr á
árum „hann Ögmundur bróðir
þinn er góður drengur“.
Síðastliðið ár höfðum við bæði
mikla ánægju af því að rifja upp
liðna tíma. Hann gat bætt í eyð-
urnar og við gert saman grín að
ýmsu spaugilegu.
Ömmi og Lena hittust í Svíþjóð
og hafa arkað saman æviveginn
alla tíð síðan. Fjölskyldan stækk-
aði og Einar, Kristín og Davíð
Jón hafa öll stofnað sínar fjöl-
skyldur, eignast börn og barna-
börnunum fjölgar.
Á þessari sorgarstundu send-
um við Júlíus fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þess að allar góðar minn-
ingar nái að ylja þeim í framtíð-
inni.
Blessuð sé minning bróður
míns sem ég sakna sárt.
Ingibjörg.
Elsku amma. Þá
er komið að kveðju-
stund.
Það er mjög
skrýtið og óraun-
verulegt að hugsa til þess að þú
sitjir ekki lengur heima í
Lyngmóum 16 að hlusta á fallega
sinfóníu eða sögubók. En tíminn
er okkar helsti óvinur og veldur
því að allt tekur enda. Ég á svo
margar yndislegar minningar al-
veg frá því að ég var lítil í pössun
hjá þér og afa í Hegranesinu. Ég
er mjög þakklát fyrir þær minn-
ingar frá Hegranesinu og af afa
en ég fékk aðeins að eiga fjögur
ár með honum. Eftir að afi dó og
þú fluttir í Lyngmóana, þá fór ég
að vera mikið hjá þér enda bjugg-
um við fyrsta árið þitt þar, á hæð-
inni fyrir ofan. Þú varst svo dug-
leg að brasa eitthvað skemmti-
legt með mér. Við fórum í ófáar
sundferðirnar í Garðabæjarlaug-
ina, þar sem þú þekktir flestalla
og elskaðir að kynna mig sem
nöfnu þína. Ég var orðin flugsynd
aðeins fimm ára gömul þökk sé
þér. Við vorum líka duglegar að
skreppa saman í strætó, fórum
niður í bæ og keyptum brauðhleif
í bakaríinu til að gefa öndunum.
Þú elskaðir að fá að taka fallegar
myndir af mér með blómum í
bakgrunninum og þegar ég ég
var núna úti á Tenerife við göngu
fann ég neríu í blóma og varð
hugsað til þín svo að ég tók mynd
Gróa Jóelsdóttir
✝
Gróa Jóels-
dóttir fæddist
6. janúar 1925. Hún
lést 7. maí 2022.
Gróa var jarð-
sungin 17. maí
2022.
af Karítas Björk
þefa af blóminu, al-
veg eins og myndin
sem þú átt af mér en
þetta var daginn áð-
ur en þú yfirgafst
þennan heim. Minn-
ingarnar eru enda-
lausar, eins og til
dæmis að baka pip-
arkökur með þér
fyrir jólin sem þú
skreyttir jólatréð
þitt með, eða hvernig þú áttir
alltaf fulla skál af ávöxtum sem
ég mátti ganga í eins og ég vildi,
hvað þú elskaðir að horfa á dýra-
lífsmyndir með David Attenbor-
ough og talaðir um að fíllinn væri
fallegasta dýrið á jarðríki.
Á mínum eldri árum þótti mér
ómetanlegt að fá að sitja með þér
í eldhúshorninu þínu og hlusta á
þig tala og segja frá gömlu dög-
unum. Ég man að ég gat setið og
þagað tímunum saman og bara
hlustað, það var eins og að hlusta
á skemmtilega sögu. Þú lifðir
vissulega viðburðaríku og
skemmtilegu lífi og þar sem ég
var aðeins partur af þeim hluta
lífs þíns þegar þú varst orðin
ekkja er ég svo þakklát því hvað
þú varst dugleg að segja mér frá
lífi þínu áður, hvernig þið afi ferð-
uðust saman um heiminn og lent-
uð í alls konar ævintýrum. Þú
varst alltaf í góðu skapi og gast
alltaf fundið jákvæðu hliðina á
öllu og talaðir oft um það hversu
mikilvægt það væri að vera bara
hamingjusöm og njóta lífsins. Ég
er svo þakklát fyrir það að Kar-
ítas og Jóel fengu að kynnast þér
og þið Karítas áttuð vissulega
einstakt samband. Ég mun svo
sjá til þess að vera dugleg að
halda minningu þinni hátt á lofti
og segja krökkunum frá þér.
Það er sárt að hugsa til þess að
ég fái aldrei að hlusta á þig segja
mér frá gömlu dögunum í eldhús-
horninu á Lyngmóunum aftur en
ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga þig sem ömmu í all-
an þennan tíma. Núna ertu kom-
in til hans elsku afa og ég sé ykk-
ur fyrir mér leiðast einhvers
staðar á fallegum stað.
Þangað til næst elsku amma
mín, hvíldu í friði.
Þín nafna,
Gróa Sif.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.isVesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
RAFN JÚLÍUS JÓHANNSSON
var jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju
föstudaginn 6. maí. Við aðstandendur
viljum senda þakkir til allra sem fylgdu
honum til enda, bæði í kirkjunni og í
streymi. Sérstakar þakkir viljum við færa
öllu því góða fólki sem annaðist hann síðustu dægrin á
St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi og á HVE á Akranesi.
Birna Guðríður Pétursdóttir
Anna María Rafnsdóttir Davíð Sveinsson
Jóhann Kr. Rafnsson Þórunn Sigurðardóttir
Pétur Árni Rafnsson Júlía Lobanova
Björn Arnar Rafnsson Margrét Bjarman
Rafn Júlíus Rafnsson Erla Friðriksdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, fyrrverandi
eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
JÓN ÁGÚSTSSON
þroskaþjálfi,
lést fimmtudaginn 19. maí umvafinn
fjölskyldu sinni. Jarðarförin fer fram frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 30. maí klukkan 13.
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
Brynhildur Guðmundsdóttir
Þengill Fannar Jónsson Elín Jónsdóttir
Þorgils Máni Jónsson
Ingileif Valdís Jónsdóttir
Rannveig Pálmadóttir
Ólafur Leifsson
Pálmi Ágústsson
Guðrún Fema Ágústsdóttir Gunnar Valur Sveinsson
Sigurður Már Ólafsson
Elskulegur sonur, faðir og bróðir okkar,
AXEL SKÚLASON
flugstjóri,
andaðist á sjúkrahúsi í Lúxemborg
miðvikudaginn 11. maí.
Vildís Garðarsdóttir
Sara Axelsdóttir Skúli Axelsson
Matthildur Skúladóttir Guðrún Skúladóttir
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
BJÖRN BJÖRNSSON,
Lágseylu 25, Njarðvík,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum,
fimmtudaginn 19. maí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
mánudaginn 30. maí klukkan 13.
Steinunn Ása Björnsdóttir Gunnar Magnússon
Björn Björnsson Þórdís Kristinsdóttir
Sigríður Björnsdóttir Þorsteinn Valur Baldvinsson
Magnús Sigurður Björnsson Bryndís Skúladóttir
Salbjörg Björnsdóttir Jón Snævar Jónsson
Stefanía Helga Björnsdóttir Arnbjörn Arnbjörnsson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna