Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 42

Morgunblaðið - 26.05.2022, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 ✝ Ingibjörg E. Björgvins- dóttir fæddist á Sólvangi í Hafn- arfirði 14. sept- ember 1955. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 16. apríl 2022. Ingibjörg var dóttir hjónanna Björgvins Sigurðar Sveins- sonar, f. 17 október 1921, d. 24. júlí 2021 og Hólmfríðar Ásu Vigfúsdóttur, f. 17. október 1926, d. 8. júlí 2007. Systkini Ingibjargar eru: Vigfús Jón, f. 19 mars 1948. Rúnar Berg, f. 23. október 1950, d. 2. október 1975. Eðvarð, f. 16. desember 1951. Guðný, f. 29. júní 1953. Björgvin Hólm, f. 24. ólst upp á Hraunbrún 26 sem hún kallaði æskuheimili sitt. Ingibjörg byrjaði starfsævina hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en annars helgaði hún starfsævi sína húsmæðrastarfinu. Ingi- björg glímdi við heilsubrest á fullorðinsárum. Ingibjörg hafði brennandi áhuga á hinu yfirskilvitlega og var meðlimur í Sálarrannsókn- arfélagi Íslands um árabil. Hún hafði einstaklega gaman af því í gegnum árin að spá í bolla fyrir vini og vandamenn og þótti skemmtileg spákona. Handa- vinna lá vel fyrir Ingibjörgu og hafði hún sérstaklega gaman af saumaskap og lagði mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Útför Ingibjargar fór fram 13. maí 2022 í Hafnarfjarð- arkirkju. desember 1960. Ás- björg, f. 3. desem- ber 1964. Ingibjörg var áð- ur í sambúð með Pétri Hallgríms- syni. Leiðir þeirra skildi árið 1998. Börn þeirra eru: 1) Hallgrímur, f. 29. janúar 1977. 2) Björgvin M., f. 19. janúar 1978, maki Íris Scheving Þórarinsdóttir, f. 12. mars 1982. 3) Jóhannes Baldvin, f. 6. ágúst 1987, maki Þórhildur Hafsteinsdóttir, f. 16. desember 1986. Barnabörn Ingibjargar eru orðin átta tals- ins. Ingibjörg var Gaflari í húð og hár og stolt af sínum heimabæ Hafnarfirði, þar sem hún bjó stærsta hluta ævi sinnar. Hún Þrátt fyrir að mamma sé farin er enn einkennilegt að fá ekki símtal á hverjum degi, bara stutt símtal. Mamma vildi alltaf vita hvað við hefðum fyrir stafni í líf- inu. Hún vildi vera upplýst og uppveðraðist og samgladdist við hin minnstu tilefni. Í ölduróti minninganna skjóta upp kollinum mínar fyrstu minn- ingar frá Kötlufelli 1983 þar sem við fjölskyldan bjuggum. Mamma, pabbi, Halli bróðir og ég. Við bræðurnir vorum í minn- ingunni hrekkjóttir ólátabelgir sem þurfti að hafa fyrir. Pabbi oft á sjónum og mamma hafði það verk að halda lífinu saman fyrir okkur strákana. Í þeim minn- ingabrotum var mamma alltaf hlæjandi og hrókur alls fagnaðar. Þegar mamma hló, hló hún af lífi og sál, brosið náði á milli eyrna. Lífið var áskorun en ríkt af gleði inni á milli. Lífið varð sífellt flóknara eftir því sem tíminn leið og veikindi mömmu höfðu sífellt meiri áhrif á hennar líðan. Áföllin í lífinu fella marga en mamma var hörð af sér. Árið 1987 var mikill örlagavaldur í lífi mömmu og fjölskyldunnar. Halli bróðir lenti í alvarlegu bílslysi á meðan mamma bar Jóa bróður undir belti. Lífið umturnaðist á svipstundu fyrir okkur öll og ekk- ert varð aftur eins og það var. Mamma bar enn þá hlýju sem hún hafði alltaf borið, ég minnist þessi ekki að hún hafi týnt lífsvilj- anum þrátt fyrir þennan mótbyr. Árin sem fylgdu á eftir voru þó hamingjurík inni á milli. Ég minnist sérstaklega utanlands- ferðanna til Spánar með stórfjöl- skyldunni sem voru fullar af góð- um minningum sem ég bý enn að. Á þessum tíma var mamma atorkusöm og ég minnist þess hve dugleg hún var að baka og fínpússa heimilið alla daga. Síðustu misserin dvaldi mamma á Hrafnistu í Hafnarfirði vegna sífellt hrakandi heilsu. Henni þótti gott að vera þar. Henni þótti vænt um starfsfólkið og sérstaklega þótti henni vænt um að vera í kringum afa síðustu mánuðina sem hann lifði, en hann dvaldi einnig á Hrafnistu. Eins og afi trúði mamma á Guð og var þess fullviss að annað líf væri handan þessa lífs. Mamma var svo frökk og hreinskilin, gat aldrei setið á skoðunum sínum, hún var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Mamma var stolt af börnunum sínum, öllum. Alltaf. Það er svo margt í lífinu sem hafði getað farið öðruvísi, bara örlítið öðruvísi svo ekki hefði reynt svona mikið á hana í lífinu. En einhvers staðar segir að þyngstu byrðarnar séu lagðar á sterkasta fólkið. Kannski svo við hin kæmumst auðveldar í gegn. Að lifa lífinu með langveikum fjölskyldumeðlim er erfitt. Allir þreytast og langar að gefast upp endrum og eins. Rauði þráðurinn í samskiptum okkar bræðra vegna veikinda mömmu var hláturinn. Við gátum alltaf séð húmorinn á einhverjum snertifleti erfiðleikanna. Hlátur- inn gaf andrými. Mamma lifnaði við þegar hún hló. Takk fyrir að fylgja okkur í gegnum lífið, mamma, takk fyrir gjafmildina og takk fyrir að gera þitt allra allra besta. Við minn- umst þín með sömu hlýju og þú gafst okkur. Þinn sonur, Björgvin (Bjöggi). Elsku mamma. Nú hefur þú lagt af stað í þitt hinsta ferðalag í draumalandið. Ég veit að þú kveiðst þessari stund og þú óttaðist hana. En ég veit líka að innst inni varstu tilbú- in. Þú varst tilbúin í kyrrðina og friðinn. Þinn kvóti af áföllum og veikindum var löngu fylltur. Við erfiðar stundir sem þessa fer hugurinn á flug og minningar koma upp á yfirborðið. Það er auðvelt að muna það erfiða en mikilvægt að leggja áherslu á það góða. Ég hef ekki sagt það oft og jafnvel bara alls ekki síðustu ár, en til staðar voru góðar og hlýjar minningar, minningar sem ég ætla að halda fast í og varðveita. Þú vildir alltaf vita deili á öllu þínu fólki, hvar við vorum og hvað við vorum að gera. Þú vildir vera til staðar og varst alltaf tilbúin að sýna ást og væntum- þykju, jafnvel á erfiðustu stund- unum. Ég hugsaði mikið til þín dagana áður en þú kvaddir okk- ur. Ég var staddur á tímamótum og ég hlakkaði til að setjast niður með þér og ræða þau við þig, eitt- hvað sem þú hafðir líka gengið í gegnum, eitthvað sem við áttum sameiginlegt. Það er sárt og erf- itt að hugsa til þess að tækifærið hafi runnið mér úr greipum en ég veit að þú ert hér að hlusta. Ég veit að þú vakir yfir okkur í stjörnunum. Að gera sitt besta er það eina sem hægt er að biðja um og ég veit að þú gerðir þitt besta, alltaf. Takk fyrir tímann okkar sam- an, mamma. Þinn Jóhannes (Jói). Til Ingu. Elsku Inga. Það er sárt að kveðja en ég leita huggunar í því að þú hafir fengið hvíldina sem þú þurftir á að halda og sért nú kom- in í faðm foreldra þinna laus allra þjáninga. Mér þykir svo vænt um okkar kynni sem ég vildi óska að næðu miklu lengra aftur í tímann. Við náðum vel saman og að mörgu leyti hafðirðu allt sem ég gat óskað mér í tengdamóður, við vorum vinkonur og þú sýndir mér og stelpunni minni svo ofboðslega einlæga væntumþykju og hlýju. En það er eitt af því sem mér hef- ur alltaf fundist einstakt við þig, þrátt fyrir allt áttirðu til nóg af ást og umhyggju fyrir fólkið þitt. Ég er þakklát fyrir samtölin okk- ar og símtölin frá þér sem voru stundum krefjandi en fyrst og fremst ánægjuleg og áhugaverð. Ég kveð þig að sinni, elsku tengdamóðir. Þín Íris. Elsku Inga mín. Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þó ótrú- legt sé. Minningar hrannast upp og margs er að minnast. Hjarta mitt er tómt. Kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim, þá hringdir þú í mig og baðst okkur Kristínu að koma til þín að kveðja þig. Ég sagðist koma á morgun því ég væri nýskriðinn upp úr flensu. Ekki kom mér til hugar að þú vissir að það væri komið að leið- arlokum hjá þér, en sannarlega beiðst þú eftir okkur og mikið er ég þakklátur fyrir það að hafa getað kvatt þig og verið hjá þér síðustu augnablikin. Ég er full- viss um að ástvinir okkar sem undan eru farnir hafa tekið vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku systir. Þinn bróðir, Vigfús (Fúsi). Elsku Inga mín. Það er mjög erfitt að setjast niður til þess að skrifa minningarorð um yndis- lega mágkonu og vinkonu. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin á annan betri stað, þar sem ljósið og birtan er. Kynni okkar Ingu urðu þegar ég kynnt- ist Fúsa bróður hennar fyrir 44 árum. Strax urðum við góðar vin- konur og gat Inga leitað til okkar Fúsa hvenær sem var. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en ekki alltaf dimmt, stundum sást til sólar. Það var nú oft gaman yf- ir kaffibollunum í eldhúsinu hjá okkur Ingu þegar við tókum upp á því að spá í bolla. Sérstaklega minnist ég þess þegar þú komst til Danmerkur í heimsókn til okk- ar, það fannst þér stórkostleg ferð og minntist þú oft á það. Þér fannst svo gaman að fara til Aar- hus í mollið. Við Fúsi keyptum skó og jakka handa þér, þú enda- laust þakkaðir okkur fyrir, þú vildir líka alltaf vera svo fín og flott. Elsku Inga mín, þú átt stór- an stað í mínu hjarta og þannig verður það alla tíð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þau kynni hafa auðgað líf mitt og gert mig ríkari. Við Fúsi eigum eftir að sakna allra símhringinganna þinna þar sem þú varst svo dugleg að hringja í okkur, stundum oft á dag. Þú hafðir oft áhyggjur af líð- an annarra og hringdir oft í mig til að spyrja um mína heilsu. Það segir ýmislegt um þig. Ég mun geyma minningarnar um þig í hjarta mínu og faðma þig þegar minn tími kemur. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð geymi þig og varðveiti og blessi syni þína og fjölskylduna alla. Þín vinkona að eilífu, Kristín Ósk. Það er svo ótrúlega skrýtið að sitja núna og skrifa minningarorð um Ingu mágkonu mína, svo stuttu eftir að tengdapabbi, pabbi hennar, lést í júlí á síðasta ári. Þau létust bæði á Hrafnistu í Hafnarfirði og ég er þakklát fyrir að ég fékk að vera viðstödd og náði að kveðja þau bæði. Ég kynntist Ingu í byrjun árs- ins 1982 þegar ég kynntist Björg- vini, bróður hennar, og við Inga áttum alltaf gott samband. Hún talaði yfirleitt beint út og var svo- lítið lík pabba sínum þar og kunni á móti að meta hreinskilni betur en flestir. Inga bjó í Kötlufelli þegar við kynntumst og einn af hennar kostum var mikil hjálpsemi við aðra sem ég man sérstaklega eft- ir. Inga sat t.d. oft við saumavél- ina og saumaði gardínur og föt og var alltaf til í að aðstoða aðra við saumana. Ég sé hana líka ennþá fyrir mér þar sem hún spáði í bolla fyrir mig og svo marga aðra. Hún mætti á fundi hjá Sál- arrannsóknarfélaginu og hafði mikinn áhuga á slíkum málum. Inga var vottur að því þegar við hjónin giftum okkur og því ein af mjög fáum sem vissu af því á þeim tíma. Við göntuðumst oft með það. Það æxlaðist svo þannig að við hjónin bjuggum í sama húsi og Inga og fjölskylda á Stapahrauni og við byggðum á meðan saman parhús í Stuðla- bergi. Við bjuggum líka saman í Álfholti sitt á hvorri hæðinni nokkru síðar. Þannig vorum við oft saman og fórum saman í ferðalög til Spánar o.fl. á sínum tíma með fjölskyldurnar okkar. Synir Ingu hafa alltaf staðið okk- ur Björgvini nærri. Margs er að minnast, upp í hugann kemur t.d. stelpuferð til Amsterdam, verslunarferð, þar sem við vorum fjórar saman, við Inga, Guðný systir hennar og Stebba mágkona hennar, og þar skemmtum við okkur konung- lega. Inga átti að mínu mati erfitt líf, fékk stærri skammt af erfiðum verkefnum á sinni ævi en flestir. Hún fann á sér að tími hennar var kominn, ræddi það við okkur hjónin þegar við heimsóttum hana á Hrafnistu. Hún var sár- kvalin undir það síðasta og lík- lega hvíldinni fegin. Elsku Inga, mig grunar að það séu ansi margir sem taka á móti þér á nýjum stað, hafðu það gott þar til við sjáumst aftur. Mig langar að koma á fram- færi hjartans þökkum til þeirra sem önnuðust hana á Hrafnistu síðasta árið. Elsku Inga, farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ágústa Hauksdóttir. Ingibjörg E. Björgvinsdóttir Minning um afa: Elsku besti afi minn, það er sárt að skrifa þessi orð og það er búið að vera erfitt að koma þeim niður á blað. Söknuður og sár missir hafa einkennt síðustu daga, alveg síðan þú kvaddir okkur. Dauðinn er svo varanleg- ur og það er enn óraunverulegt að hugsa sér að ég muni aldrei hitta þig aftur í þessu lífi. En þú átt ekki skilið að ég riti hér ein- tóman sorgartexta. Ég hef eytt síðustu dögum í að rifja upp allar þær stundir sem ég eyddi með þér á minni ævi og þær eru svo margar að það er búið að vera erfitt að ákveða hverjar skipta mestu máli en auðvitað gera þær það allar. Ég hef einnig hugsað mikið um hvernig er best að lýsa þér og þau lýsingarorð sem til eru í okk- ar tungumáli ná yfirleitt ekki að lýsa persónuleikum á borð við þig. Þú varst afi alveg út í ystu fingurgóma. Við fórum saman tveir einir á fleiri en eitt fótbolta- mót, þar á meðal Tommamótið í Vestmannaeyjum. Mér er enn minnisstætt hversu hrifinn þú varst af hæfileika liðsfélaga míns í hamborgaraátinu, en hann gjör- sigraði í keppninni. Á svona mót- um koma bæði sigrar og ósigrar og það mátti treysta á þinn stuðning, hvort sem það var að heyra rödd þína hvetja mig áfram eða öxl þína til að gráta á. Þú varst einstaklega handlag- Stefán G. Stefánsson ✝ Stefán G. Stef- ánsson fæddist 27. júlí 1932. Hann lést 13. maí 2022. Útför Stefáns fór fram 23. maí 2022. inn og mikill smið- ur. Þú reyndir að smita mig af þessari handiðn en mér leiddist yfirleitt að smíða en þér tókst þó að láta mig smíða tvö eða þrjú orr- ustuskip. Þau voru frekar einföld þann- ig að mín takmark- aða geta dugði. Eina skiptið sem ég hef farið á skíði var þegar við fórum tveir í Bláfjöll. Eftir að mér mistókst að halda í stólalyft- una og flaug aftur á bak beint í heila fjölskyldu og tók þau öll með mér í eina hrúgu, þá lædd- umst við heim og ég býst ennþá við að það sé mynd af okkur í Bláfjöllum. Við höfum reyndar ekki þorað þangað aftur. Þú varst gamall sjóari, og nagli er orð sem fólk notaði oft til að lýsa þér. Þú hikaðir ekki við hluti og það eru nokkur augna- blik mjög minnisstæð í mínum huga. Eitt er þegar þú klemmdir puttann á þér undir kassa og rykktir honum út þannig að nögl- in varð eftir. Það var enginn plástur þannig að þú notaðir eld- húsrúllu og tjöru til þess að binda fyrir. Annað er atburður sem átti sér stað úti á Flórída en það kom snákur í heimsókn til afa og ömmu og þeirra sem með þeim voru. Snákurinn kom upp innkeyrsluna í átt að ömmu þar sem hún var í sólbaði. Afi heyrði köllin í ömmu og kom hlaupandi með skóflu. Afi afgreiddi snákinn og henti honum síðan í vatnið sem var þarna rétt hjá. Ég gæti haldið endalaust áfram en margar af þessum minningum eru ómerkilegar fyr- ir alla nema mig. Þú varst maður sem ég gat alltaf treyst á. Ef það var eitthvað sem þú gast hjálpað mér með þá þurfti ég ekki einu sinni að nefna það, þú nefndir það að fyrra bragði og varst mættur mér til aðstoðar. Ég var skírður í höfuðið á þér og ég gæti ekki verið stoltari af því en ég er. Ég átti bara einn afa og núna á ég engan, varanleikinn við þessi orð valda því að ég skrifa þau í gegnum tárin. Ég elska þig afi og sakna þín. Stefán Andri Gunnarsson. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.