Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 49

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 A llt alls staðar allt í einu fylgir Evelyn Wang (Michelle Yeoh) þegar hún er þvinguð til að bjarga fjölheiminum (e. multi- verse) en svo virðist sem hug- myndin um fjölheiminn heilli marga listamenn í dag. Rétt áður en Evelyn er soguð inn í fjölheim- inn er henni sagt að draga djúpt andann, sem er einmitt það sem áhorfendur þurfa að gera fyrir þessa kvikmynd enda er hún einn stór rússíbani. Það má því segja að þetta ráð sé frekar ætlað áhorf- endum en persónunni Evelyn. Á ferð sinni um fjölheiminn berst hún við margar mismunandi út- gáfur af þeim sem standa henni næst en á þá vegu er sýnt hversu erfið – eða í það minnsta flókin – fjölskyldubönd geta verið. Um leið kemst Evelyn að því að hún er versta mögulega útgáfan af sjálfri sér. Áhorfendur fá að kynnast mis- munandi útgáfum af Evelyn; bar- dagalistastjörnu, kínverskri óp- erusöngkonu, hibachi-kokki og jafnvel útgáfu með pylsur fyrir putta. Af öllum þeim útgáfum er það hún sem tók verstu ákvarð- anirnar. Það þýðir hins vegar að hún er sú eina sem hefur enn óuppfyllta möguleika og sú eina sem getur bjargað heiminum. Kvikmyndin byrjar á því að kynna áhorfendur fyrir Evelyn en hún er buguð móðir og fyrirtækis- rekandi í kappi við tímann. Hún er að drukkna, verkefnin eru alls staðar, öll í einu. Hún þarf að reka fyrirtæki, skrá skatta, þóknast við- skiptavinum, standast væntingar föður síns og um leið sinna eig- inmanni sínum og dóttur. Ljóst er að Evelyn á í erfiðleikum með að viðhalda núverandi lífi, sem hún hefur enga ástríðu fyrir. Eftirsjá umlykur hana yfir því að hafa ekki elt drauma sína. Myndheildin og hljóðheimurinn strax í byrjun hjálpa áhorfandanum að setja sig í spor Evelyn. Tifandi klukkan og pappírsstaflarnir á borðinu gefa til kynna að líf Evelyn sé í mikilli óreiðu og áhorfendur langar að loka augunum og komast út úr rýminu rétt eins og Evelyn, sem vill flýja sitt óspennandi líf. Þó að Allt alls staðar allt í einu sé fantasía eru vandamálin sem hún varpar fram mjög raunveru- leg. Meðal þeirra efna sem eru rædd eru samband mæðgna, sam- band hjóna, að vaxa úr grasi, að koma út úr skápnum og vonbrigðin sem fylgja óuppfylltum draumum. Kvikmyndin tekur sig hins vegar ekki of alvarlega enda ekki við öðru að búast af Dan Kwan og Daniel Scheinert, betur þekktum sem Daníel-bræðrunum. Bræð- urnir hlutu mikla velgengni í kjöl- far tónlistarmyndbands síns fyrir DJ Snake og Lil Jon, Turn Down for What, þar sem strákur notar rassinn á sér til að brjótast í gegn- um nokkrar hæðir á fjölbýlishúsi. Kvikmyndagerðarmennirnir eru þó eflaust þekktastir fyrir prumpandi líkið, en þá á ég við kvikmyndina Svissneska hermanninn sem þeir gerðu árið 2016. Líkt og fyrri dæmi sýna eru Daníel-bræðurnir óhræddir við aulabrandara en þrátt fyrir margar bardagasenur eru fleiri kynlífstæki notuð sem vopn heldur en alvöruvopn í mynd- inni. Leikurinn er einnig til fyrir- myndar. Ke Huy Quan á skemmti- lega endurkomu í myndinni en hasarmeistarinn (og líka litli strák- urinn í Indiana Jones and the Temple of Doom) leikur hinn krúttlega eiginmann Evelyn, Way- mond Wang sem við höldum öll með. Michelle Yeoh tekst einnig ótrú- lega vel að leika allar hinar mis- munandi útgáfur af Evelyn og Stephanie Hsu er dásamleg sem poppað og krúttlegt illmenni myndarinnar sem hefur myndað svarthol úr engu öðru en beyglu. Kvikmyndatakan er falleg og tón- listin notuð á markvissan hátt til að bæta við spennu, húmor eða öðrum tilfinningum sem atriðinu er ætlað að framkalla. Myndin hittir í mark, hún er djúp en um leið enn einn prumpu- brandarinn. Beygla með öllu Fjölheimur Michelle Yeoh í kungfu-stuði í hlutverki einnar af nokkrum útgáfum af Evelyn. Háskólabíó og Laugarásbíó Everything Everywhere All at Once /Allt alls staðar á sama tíma bbbbn Leikstjórn: Dan Kwan og Daniel Schein- ert. Handrit: Dan Kwan og Daniel Scheinert. Aðalleikarar: Michelle Yeoh, Stephanie Hsu og Ke Huy Quan. Banda- ríkin, 2022. 189 mín, JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Sýning á verkum Sigurjóns Ólafs- sonar var opnuð í Kaupmannahöfn á laugardaginn á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Ber hún titilinn Digte i træ (Ljóð skorin í tré) og samanstendur af skúlptúrum. Sendiherra Íslands í Danmörku, Helga Hauksdóttir, opnaði sýning- una og sagði hún m.a. í ávarpi sínu að sýningin sýndi úrval af abstrakt- verkum hins fjölhæfa listamanns og að verkin væru í einkaeigu. „Hér gefst, með öðrum orðum, einstakt tækifæri til að sjá þessi verk, og á sama tíma að kynnast betur lista- manni sem hefur skilið eftir sig mikilvæg spor í listasögunni, bæði á Íslandi og í Danmörku,“ sagði Helga. Sigurjón fæddist árið 1908 á Eyr- arbakka og hélt tvítugur til Kaup- mannahafnar þar sem hann stund- aði nám við Listaháskólann. Hann varð mikilvægur hluti af hópi fram- úrstefnulistamanna Dana á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, áður en hann sneri aftur til Íslands árið 1946 þar sem hann hafði veruleg áhrif á þróun íslensks módernisma, eins og segir í tilkynningu. Hann lést árið 1982. „Það er eins og að vinna með tré hafi veitt honum inn- blástur til frjálsrar tjáningar. Þess vegna eru viðarskúlptúrarnir mjög sérstakur og mikilvægur þáttur í ævistarfi hans,“ sagði Helga í opn- unarávarpi sínu. Sýningarstjóri er Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns, sem árið 1984 stofnaði Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar í Reykjavík og hefur áratugum saman miðlað list Sigurjóns og þá bæði hér á landi og erlendis. Sýningin stendur fram til 11. september og má finna upplýsingar á nordatlantens.dk. Ljósmynd/Hildur M. Valgarðsdóttir Á Norðurbryggju Birgitta Spur og Helga Hauksdóttir við opnun sýningarinnar. Verk Sigurjóns á Norðurbryggju Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ “Top Gun: Maverick is outstanding.” “Breathtaking” “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” U S A TO D AY 72% Empire Rolling StoneLA Times STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.