Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 50

Morgunblaðið - 26.05.2022, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Leiksýningin Room 4. 1 Live verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleik- hússins í kvöld, 26. maí, og er sam- starfsverkefni leikfélags Kristjáns Ingimarssonar, Íslenska dansflokks- ins og Borgarleikhússins. Leikhús- listamaðurinn Kristján hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðin þrjátíu ár en hefur komið nokkuð reglulega hingað heim með sýningar sínar. Nú eru þó liðin níu ár síðan síðast en þá setti hann upp verkið BLAM! í Borg- arleikhúsinu sem vakti mikla lukku. Kristján segist hafa viðað að sér mismunandi tækni og hefðum í gegnum tíðina. „Hægt og rólega þróaði ég minn eigin stíl. Það hefur alltaf verið þessi meiri myndræni og líkamlegi stíll, hvort sem það er lát- bragð, dans eða bara leikhús án orða. Það hefur líka gert það að það hefur verið auðveldara fyrir mig að nálgast þessa alþjóðlegu leiklist. Það þarf ekkert að vera að þýða texta þegar maður kemur í eitthvert ákveðið land. Þannig að markaðurinn er miklu stærri, miklu fleiri áhorfendur og þar af leiðandi geta sýningarnar gengið miklu miklu lengur. Það eru eiginlega engin takmörk.“ Átti ekki að verða leiksýning Um tilurð Room 4.1 Live segir Kristján: „Þetta átti ekkert að vera leiksýning. Ég ætlaði að gera þætti á netinu, örþætti, af því ég hafði svo margar hugmyndir og sumar hug- myndir passa ekkert við heilkvölds- sýningu. Þær eru bara stuttar hug- myndir. Mér fannst leiðinlegt að henda þeim.“ Þáttaröðin fjallar um mann að nafni Vincent sem er samkvæmt Kristjáni „orðinn hundleiður á lífinu, á kúltúrnum, á fjölskyldunni og vin- um sínum, bara öllu þessu brölti sem við erum í, hversdagsleikanum í rauninni. Hann ímyndar sér að hann sé að drepast í puttanum og lætur leggja sig inn á sjúkrahús en það er ekkert að honum. Það er kannski bara mest hérna uppi sem er eitt- hvað að stríða honum,“ segir Krist- ján og bendir á höfuðið á sér. Með höfuðið í gegnum vegg „Þegar hann er kominn á sjúkra- húsið og búinn að komast að því að það er ekkert að honum, hleypur hann í örvæntingu með hausinn í gegnum vegg og þar byrjar ballið. Það er eins og hann fari inn í ein- hverja nýja vídd. Þar hittir hann svo- lítið sjálfan sig og það er stundum ekkert gaman að vera einn með sjálf- um sér þegar raddirnar byrja að óma.“ Á sjúkraherbergi Vincents fer að- dráttarafl jarðar skyndilega að skipta minna máli. „Við byggðum al- veg sérstaklega sviðsmynd sem er hjól með þessu herbergi inni í. Þannig að ef hjólið snýst þá fjar- lægjum við í rauninni aðdráttarafl jarðar.“ Verkið er þannig uppfullt af ýms- um brellum sem Kristján segist hafa mjög gaman af. „Það var svo klikkað að búa til þessa þætti, öll þessi smáatriði, allar þessar hug- myndir sem maður var að reyna að fá í gegn, sem voru svolítið fárán- legar. Maður var bara að reyna að vera trúr myndunum sem maður var með í hausnum í staðinn fyrir að vera að búa til einhverja nákvæma sögu. Þannig að maður fékk mikið frelsi í þessu og allt í einu var maður kominn í einhverjar undarlegar stellingar og senur.“ Þannig varð hugmyndin að leik- sýningunni til: „Mér fannst lífið í kringum þessar upptökur svo bilað. Ég var sjálfur að reyna að leika þennan gaur á meðan ég var að leik- stýra og það virkaði bara ekkert. Ég var með hausinn í gegnum gat og með skjá að reyna að leikstýra leik- urunum sem voru inni í herberginu þar sem rassinn á mér var. Mér fannst þetta pínu fyndið og ákvað að gera sýningu sem fjallar um upptök- urnar á þessum þáttum. Ég hélt kannski ekkert endilega að þetta myndi virka neitt voðalega vel en alltaf gaman að taka áhættu. Þannig að ég gerði það og þetta vakti mikla lukku í Kaupmannahöfn.“ Nú er sviðsmyndin komin til landsins og samstarf Kristjáns og fé- laga við Borgarleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hafið. „Það er æðislegt að vinna með þessu fólki. Við erum í rauninni bara ein fjölskylda þegar kemur að leiklist. Það koma allir með sína áhugahvöt og kunnáttu inn í þetta.“ Leikstjórinn leikur leikstjóra Áhorfendur koma í raun inn í rými þar sem verið er að taka upp kvik- myndina Room 4.1. og upplifa sviðið í Borgarleikhúsinu sem tökustað. „Ekkert er falið þannig að það er þarna tæknifólk, sminkur og bún- ingafólk. Allir eru á sviðinu. Þú upp- lifir leikhús á allt annan hátt en þú átt von á.“ Í þessari sýningu er Kristján í hlutverki höfundar og framleiðanda, leikara og leikstjóra. Spurður hvern- ig það gangi að sameina þessi hlut- verk segir hann: „Það er vonlaust. Það er hræðilegt. Hræðilegt bara fyrir fólkið sem er að vinna með mér. Ég er að leikstýra leiksýningu þar sem ég er að leika leikstjóra og leik- stjórinn er í rauninni að leikstýra náunga sem einhvern veginn er „hliðar-egó“ leikstjórans. Fólk sem er að vinna með mér veit stundum ekki alveg hvor leikstjórinn ég er; þessi sem er með stjórn á öllu, eða þykist vera það, eða hinn leikni leik- stjóri sem þvælist um sviðið, tekur þátt í öllu og er að skipa fyrir. Þann- ig að þetta er mikið ævintýri.“ Spurður út í markhóp verksins segir Kristján: „Ég geri alltaf sýn- ingar fyrir alla og þó að þetta sé nýtt, nýstárlegt, fyrir suma þá er þetta alltaf fyndið líka um leið og þetta getur verið alvarlegt.“ Kristján bæt- ir við að það sé mikil í gangi á sviðinu og verkið sé skemmtilegt. „Þetta er leikhús og ég er hér til þess að skemmta fólki. Og það sem mestu máli skiptir er að áhorfendur fá að vera frjóir. Þeir fá að fatta hlutina svolítið sjálfir.“ Kristján var gestur Dagmála, frétta- og dægurmálaþáttar Morg- unblaðsins, þriðjudaginn 24. maí og ræddi þar sýninguna Room 4.1 Live og fleira. Þáttinn má finna á mbl.is. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Sviðsverkið „Maður fékk mikið frelsi í þessu og allt í einu var maður kominn í einhverjar undarlegar stellingar og senur,“ segir Kristján Ingimarsson um framleiðslu örþáttaraðarinnar sem leiksýningin Room 4.1 Live byggist á. „Ég er hér til að skemmta fólki“ - Sviðsverkið Room 4.1 Live frumsýnt í Borgarleikhúsinu - Stóra sviðið breytist í kvikmyndaver - Kristján Ingimarsson, leikari, leikstjóri og höfundur verksins, hefur þróað sinn eigin leikhússtíl Kristján Ingimarsson James Rielly opnar sýningu í dag kl. 17-19 í Ganginum, galleríi myndlistarmannsins Helga Þorgils Friðjónssonar, í Brautarholti 8 í Reykjavík sem er jafnframt heimili listamannsins. Rielly er þekktur enskur listamaður og var einn þeirra sem sýndu á hinni sögu- frægu Sensation-sýningu í Royal Academy í London árið 1997 sem Damien Hirst skipulagði. Vakti sýningin mikla athygli og öðluðust margir myndlistarmannanna frægð í kjölfar hennar, einkum þó Hirst. Helgi hefur rekið galleríið á heimilum sínum til fjölda ára, m.a. á Hofsósi í eitt ár. Rielly sýndi olíumálverk á Sensation en sýnir vatnslitamyndir í Ganginum, nokk- uð stórar og fimmtán talsins. Helgi er spurður út í myndefni Riellys og segir hann verk hans snúast um að breyta sjónarhorni á fólk. Á með- fylgjandi mynd af verki eftir Rielly má t.d. sjá dreng sem blæðir úr augunum á og í öðru verki blæðir úr nefi drengs. Í enn öðru verki má sjá drengi með svínstrýni og enn öðru stúlku uppi í rúmi með sígar- ettu í munninum. Og þannig mætti áfram halda. Helgi segir einhvers konar sál- rænan undirtón í verkum Riellys og bendir á verk Birgis Snæbjörns til samanburðar. Þau láti lítið yfir sér en séu þó einhvern veginn á skjön tilvistarlega. Sjón er auðvitað sögu ríkari og forvitnum bent á að koma við í Ganginum í dag milli kl. 17 og 19. Rielly verður viðstaddur opnunina. helgisnaer@mbl.is Rielly í Ganginum Drengur Eitt af verkum Riellys sýn- ir dreng sem virðist gráta blóði. - Var í hópi listamanna Sensation- sýningarinnar víðfrægu í London 1997

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.