Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
megin í opinberu rými
mótvægis. Sé verkið hins vegar skoð-
að í návígi þá má sjá þar ótal litbrigði
auk þess sem eiginleikar mósaík-
miðilsins njóta sín í áferðarríki og leik
náttúrulegrar birtu á yfirborði verks-
ins. Margt smátt gerir svo sannar-
lega eitt stórt og verkið fékk feikna-
góðar viðtökur við afhjúpun þess 7.
september 1973.
Sundin og síkin
Verkið gjörbreytti götumyndinni
og vakti almenna aðdáun. Sumum
þótti það ekki fá nægilegt rými – og
óneitanlega trufluðu yfirfull bílastæð-
in fyrir framan verkið útgeislun þess.
Engu að síður hefur það síast inn í
menningarvitund borgarbúa og jafn-
vel ratað inn í skáldverk. Rithöfund-
urinn Álfrún Gunnlaugsdóttir beinir
sjónum að veggmynd Gerðar í skáld-
sögu sinni Siglingin um síkin (2012)
sem gerist skömmu eftir efnahags-
hrunið 2008. Í minningunni situr
aðalpersónan Gyða í bíl framan við
Tollhúsið og þegar honum er bakkað
á táknrænan hátt út úr bílastæðinu
sýnist henni veggmyndin, sem hún
hefur miklar mætur á, vera nýhreins-
uð og aftur „hafa fengið fyrri ljóma“.
Myndin öðlast jafnframt nýja merk-
ingu í huga Gyðu:
Ekki hefur verið létt verk að taka
þessa mósaíksteina í gegn. Ég las ein-
hvers staðar að þeir hefðu verið fluttir
alla leið frá Feneyjum. Uppruni stein-
anna skiptir í sjálfu sér litlu máli,
enda á hin suðræna og sögufræga
borg, með sína stórbrotnu bygging-
arlist, lítið skylt við höfuðborg
Íslands, þar sem fátt er um fína
drætti í byggingum, þó að myndinni
sé ætlað að bæta úr því. Landið okkar
hefur aldrei verið stórveldi á hafinu,
jafnvel þótt við höfum ímyndað okkur
það, en því er ekki að neita að við höf-
um grætt á því. Feneyingar græddu
líka á hafinu, rökuðu saman auði. En
það var áþreifanlegur auður, hann
umbreyttist í sjáanlegar og snertan-
legar gersemar og var ekki allt í plati
auður eins og hjá okkur Íslendingum.
Efniviður verksins, myndefnið og
staðsetning þess á tollhúsi verða hér
kveikja gagnrýninna þanka sem
minna um leið á mikilvægi hins menn-
ingarlega auðmagns sem verk Gerðar
er sannarlega lýsandi dæmi um.
Verkið stendur fyrir sínu, eins og Álf-
rún bendir á, og nú þegar bílastæðin
sem áður byrgðu sýn á það eru horfin
hefur opnast torg, eða svið sem vísar
til framtíðar og bjartra vona.
Framúrskarandi listakonur
Gerður hafði töluverða reynslu af
mósaíklist þegar hún var fengin til að
skreyta Tollhúsið, og var raunar opin
fyrir því að prófa ólík efni og aðferðir
í listsköpun sinni. Hún taldist meðal
framsæknustu skúlptúrista í París í
upphafi 6. áratugarins þegar hún
sýndi þar afstraksjónir og svifverk úr
svartmáluðu járni. Fáeinum árum áð-
ur en hún gerði mósaíkmyndina stóru
vann hún meðal annars frumlegar,
óhlutbundnar lágmyndir í stein-
steyptan vegg flutningafyrirtækis í
Dugguvogi og notaði til þess mót sem
hún vann með því að skera form bíla-
varahluta og undirvagna í frauðplast.
Gerður lærði að vinna steint gler á
verkstæði Jeans Barillets í París, og
fljótlega fóru verkefnin að hrannast
upp en fyrstu verkefni hennar hér-
lendis voru steindir gluggar fyrir
Hallgrímskirkju í Saurbæ og kapellu
Elliheimilisins Grundar um miðjan 6.
áratuginn. Í þessum miðlum eygði
hún í senn möguleika á að skapa
metnaðarfull myndverk í anda
nútímamyndlistar, að sjá fyrir sér og
ef til vill einnig að skapa varanleg
listaverk í samtali við aldirnar – og
það eru óhlutbundnu, steindu gler-
gluggarnir sem hún vann fyrir Skál-
holtskirkju glæsilegur vitnisburður
um, en kirkjan var vígð 1963.
Listmálarinn Nína Tryggvadóttir,
einn helsti brautryðjandi afstrakt-
málverksins hér á landi, var fengin
til að gera kórmynd Skálholtskirkju
og þar eiga því verk þessara tveggja
framúrskarandi listamanna hátíð-
legt stefnumót. Þær höfðu þegar
þarna var komið báðar skapað sér
nafn erlendis, þar sem þær sýndu
verk sín reglulega og unnu að list-
skreytingum. Nína hóf að vinna
verkefni á sviði glerlistar á Oidt-
mann-verkstæðinu snemma á 6. ára-
tugnum en helsta verkefni hennar
hérlendis á því sviði eru steindir
gluggar í Þjóðminjasafninu við Suð-
urgötu frá 1962. Kórmyndin í Skál-
holtskirkju er um sex metra há
mósaíkmynd sem áhugavert er að
bera saman við formfast verk Gerð-
ar á Tollhúsinu. Verk Nínu er
Kristsmynd – geislabauginn um-
hverfis höfuð hans ber við sjónbaug í
bakgrunni og handleggir hans
teygja sig eins og geislar mót áhorf-
andanum. Mjúk hreyfingin í verkinu
er sköpuð með lifandi línuspili og til-
finningu fyrir gagnsæi. Myndin er
ekki skýrt afmörkuð á veggnum,
hún virðist vaxa út úr honum, líkt og
veggurinn leysist upp og ímynd
Krists birtist eins og andi úti í nátt-
úrunni. Sú ríka tilfinning fyrir dul-
magni náttúrunnar sem einkennir
málverk Nínu frá sama tíma skilar
sér einnig hér. Nínu varð ekki
langra lífdaga auðið, og eftir lát
hennar 1968 var annað stórt mósaík-
verk hennar, sem kallast ekki síður á
við myndheim málverkanna, sett
upp í borgarlandinu en það var hið
óhlutbundna verk „Flug“ á bygg-
ingu Loftleiða í Vatnsmýrinni.
Ars longa, vita brevis
Því má velta fyrir sér hvernig
íslensk listasaga hefði þróast ef
þessar hæfileikamanneskjur og
frumkvöðlar hefðu átt lengri starfs-
ævi. Árið 1977, tveimur árum eftir
andlát Gerðar og Barböru, lauk
Ásgerður Búadóttir (1920-2014),
sem var mikilvirk á sviði nútíma-
textíllistar, við verkið „Sjö lífsfletir“
sem tileinkað er jafnmörgum
starfssystrum er allar létust fyrir
aldur fram; Nínu, Barböru, Gerði,
Áslaugu frá Heygum, Eyborgu
Guðmundsdóttur, Ragnheiði Ream
og Maríu Ólafsdóttur. Í samtali við
Morgunblaðið löngu síðar segir hún
verkið hafa sérstaka merkingu fyrir
sig: „Þetta var á kvennaáratugnum
þegar miklar listakonur voru áber-
andi innan FÍM, Félags íslenskra
myndlistarmanna […] Þetta var svo
sorglegt. Þær voru allar á besta
aldri og á sínu blómaskeiði þegar
þær féllu frá. Þetta var mikil blóð-
taka.“ Margar þessara kvenna settu
þó mark sitt á samtíðina svo um
munaði – og verkin lifa.
Hönnun nýs mannlífstorgs við
stórvirki Gerðar Helgadóttur í
Tryggvagötu, sem og viðgerð lista-
verkanna í Skálholtskirkju fyrir
skömmu, staðfesta þau verðmæti
sem fólgin eru í slíkum „sjáanlegum
og snertanlegum gersemum“. Jafn-
framt eru þær vitnisburður merki-
legs tímabils í íslenskri menningar-
sögu sem njóta má á opinberum
vettvangi, á listasöfnum, í kirkjum, á
förnum vegi. Listamenn eins og
Gerður, Nína, Barbara og fleiri voru
einnig mikilvægir þátttakendur og
fyrirmyndir sem veittu kynsystrum
sínum innblástur. Við hæfi er að
ljúka þessari grein með tilvitnun í
bréf sem Gerði barst skömmu eftir
afhjúpun Tollhúsmyndarinnar, eins
og fram kemur í áðurnefndri bók
Elínar Pálmadóttur. Bréfritarinn,
Fríða að nafni, segist heilluð af
mósaíkmyndinni sem leiti sífellt á
hugann; „og ég verð helmingi fljótari
að vinna mín hversdagslegu störf
fyrir þá uppljómun sem hún gerir í
kringum mig. […] Mig langar aðeins
til að tjá þér þakklæti mitt fyrir þá
fegurð sem þú stráir á vegi fólks.“
Morgunblaðið/Hákon
Mannlíf Stórbrotið mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur á suðurvegg Tollhússins fær notið sín til fulls við nýtt mannlífstorg sem þar hefur verið útbúið. Verkið sést ekki í heild sinni á myndinni.
Undirbúningur Tillaga Gerðar Helgadóttur að veggmynd á Tollstöðvarhúsið í Reykjavík (1972). Um er að ræða vatnslit á pappír, 29 x 128 cm.
Skissur og undirbúningsteikningar fyrir Tollhúsið verða meðal verka á stórri sýningu á verkum Gerðar sem fyrirhuguð er í Gerðarsafni árið 2024.
Ljósmynd/Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn
Vígsla Frá vígslu verks Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu árið 1973.
Ljósmynd/Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn
Í vinnslu Gerður í stúdíói 1972 að undirbúa mósaíkmyndina á Tollhúsinu.
Ljósmynd/Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn