Læknablaðið - 01.04.2022, Page 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 173
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Dóra Lúðvíksdóttir
lungna- og ofnæmis-
læknir Landspítala‚
lektor við læknadeild
Háskóla Íslands
doralud@landspitali.is
Rómverski meistarinn Quintilianus
(35 eftir Krist) vissi að góður
nætursvefn gæti styrkt minnið.
Hann taldi einnig að orsök
svefnleysis (insomnia) væri í raun
ekki skortur á svefni heldur of
miklar áhyggjur.
doi 10.17992/lbl.2022.04.684
Svefninn er okkur öllum lífsnauðsynlegur til að við-
halda heilbrigði. Þessi vitneskja hefur verið þekkt
frá fornu fari.
Rómverski rit- og ræðumeistarinn Quintilianus
(35 eftir Krist) vissi að góður nætursvefn gæti styrkt
minnið og fengið okkur til að muna ýmislegt sem
við töldum okkur hafa gleymt. Hann taldi einnig að
orsök svefnleysis (insomnia) væri í raun ekki skortur
á svefni heldur of miklar áhyggjur sem oft má til
sanns vegar færa.
Íslendingar hafa löngum unnið langan vinnudag
og með tilkomu togaranna í byrjun 20. aldar stóðu
hásetarnir vaktina jafnvel sólarhringunum saman
ef afli var mikill. Líklegt er að örsvefn (dúr, micro
sleep) hafi verið algengur á þessum löngu vökum og
jafnvel átt þátt í hárri slysatíðni sjómanna.
Vökulögin sem sett voru árið 1921 eftir margra
ára baráttu tryggðu íslenskum sjómönnum 6 tíma
hvíld á ólarhring og voru mikilvægt skref til að
tryggja öryggi sjómanna. Vel þekkt er einnig aukin
slysatíðni vansvefta ökumanna í umferðinni.
Rannsóknir sýna að hluti unglinga virðist ekki
ná ráðlögðum svefntíma og þeir unglingar sem
sofna seint eru í meiri hættu á ofþyngd og glíma
oftar við andlega vanlíðan og kvíða.
Draumar hafa lengi verið mönnum ráðgáta og
hlutverk þeirra enn að sumu leyti óljóst.
Þó er vitað að draumsvefn minnkar magn streitu-
hormónsins noradrenalíns í heila og draumar eru
taldir eiga þátt úrvinnslu erfiðra tilfinningalegra
upplifana við áföll og missi. Draumsvefninn virðist
Sef ég nóg?
þannig eiga þátt í að fínstilla tilfinninganæmi okkar
og auka samskiptahæfni og minnka kvíða.
Á vegum Embættis landlæknis er í undirbúningi
vitundarvakning um mikilvægi svefns til að stuðla
að bættum svefni Íslendinga og verður fylgst með
svefni barna og ungmenna en einnig svefni full-
orðinna og eldra fólks og verður spennandi að fylgj-
ast með þeim niðurstöðum.
Notkun alls kyns heilsuúra sem gefa upplýs-
ingar um svefnlengd og gæði er nú orðin býsna al-
geng og fáum við læknar ósjaldan
óskir um nánari túlkun á slíkum
niðurstöðum. Sýnist sitt hverjum
um gagnsemi þessara upplýsinga:
hvort þær auki skilning og þekk-
ingu eða ýti mögulega undir kvíða
fyrir því að sofa ekki nóg.
Grein Bryndísar Benedikts-
dóttur og félaga hér á eftir er far-
ið yfir rannsóknir á svefnvenjum
Íslendinga og tengsl svefnlengdar
og heilsufars.
Þar kemur meðal annars fram að bæði of stuttur
(<6 klukkustundir) og langur svefn (>9 klukku-
stundir) tengj ast meiri dánartíðni, áunninni sykur-
sýki, efnaskiptavillu (metabolic syndrome) hjarta- og
æðasjúkdómum, kransæðasjúkdómum, heilaáfalli,
þunglyndi og fleiri sjúkdómum.
Það virðist því gilda um svefn eins og svo margt
annað að „lagom är bäst“ eins og Svíar segja, eða að
meðalhófið er oftast farsælast.
Dóra Lúðvíksdóttir MD, PhD
Specialist in Pulmonary
Medicine and Allergology
Dept. of Allergy, Respiratory
Medicine and Sleep,
Landspítali University
Hospital,
Faculty of Medicine, University
of Iceland, Reykjavík
Am I getting
enough sleep?
Heimildir
• Guðmundsson SE. Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar. Þætti úr sögu velferðar 1887-1947. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2020.
• Walker M. Þess vegna sofum við. Bókafélagið, Reykjavík 2020.
• Vitundarvakning um mikilvægi svefns til að bæta svefn Íslendinga. landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item47579/ - mars 2022.