Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 12
176 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N á Íslandi frá 1997 til 2018, með hliðsjón af fjölgun framkallana fæðinga. Það var gert með því að skoða tíðni þungburafæðinga eftir meðgöngulengd og bera hættuna á þungburafæðingum við framköllun fæðinga saman við biðmeðferð. Efniviður og aðferðir Gögn rannsóknarinnar koma frá Fæðingaskrá Embættis land- læknis sem inniheldur upplýsingar um allar fæðingar á Íslandi þar sem meðgöngulengd var 22 vikur eða meira. Fæðingaskrá geymir meðal annars upplýsingar um fæðingarþyngd, með- göngulengd, inngrip í fæðingu og fylgikvilla meðgöngu eða fæðingar. Meðgöngulengd var að jafnaði áætluð út frá mælingum á stærð fóstra við sónarskoðun fyrir 20. viku meðgöngu. Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma (International Classification of Disease 10; ICD-10) var notuð við skráningu atburða og/eða sjúkdóma á burðarmálsskeiði og aðgerðanúmer (NOMESCO-flokkunarkerfið) voru notuð við skráningu inngripa. Gögn frá 92.424 fæðingum einbura á Íslandi á rannsóknar- tímabilinu frá 1997 til 2018 voru nýtt í þessa ferilrannsókn. Þegar tengsl framköllunar við þungburafæðingu voru skoðuð miðað við biðmeðferð, var þýðið einskorðað við 86.120 fullburða börn (meðgöngulengd 37 vikur eða meira) sem fæddust úr höfuðstöðu. Fæðingar kvenna með fyrri sögu um tvo eða fleiri keisaraskurði (n=1 529) eða fyrirsæta fylgju (n=138) voru útilokaðar þar sem þetta eru frábendingar fyrir fæðingu um leggöng og þá einnig framköll- un fæðingar. Einnig voru útilokaðar fæðingar sem hófust með því að vatnið fór þar sem skráning á framköllunum við slíkar aðstæð- ur var ekki áreiðanleg í gögnunum (n=1506). Heildarfjöldi fæðinga eftir þessar útilokanir var 82.947. Fæðing þungbura var skilgreind sem fæðing barns sem hafði fæðingarþyngd yfir fjórum og hálfu kg. Fæðingarþyngd var einnig miðuð við meðgöngulengd og stöðluð fæðingarþyngd reiknuð út frá sænsku vaxtarriti.21 Fæðing barna sem voru stór miðað við meðgöngulengd (large for gestational age, LGA) var skil- greind sem fæðingarþyngd sem var tveimur staðalfrávikum eða meira yfir meðalþyngd samkvæmt vaxtarritinu, en það jafngildir 98. percentíli í staðalþýðinu. Meðgöngulengd var í stöku tilfellum skráð sem 44 vikur eða 45 vikur í gögnunum en þessi gildi voru skilgreind sem útlagar og gildin fjarlægð (en fæðingarnar voru þó áfram til staðar í gögnunum). Sykursýki á meðgöngu var skilgreind með ICD-kóðum sem meðgöngusykursýki (O24.4 og O24.9) og sykursýki sem var til staðar fyrir meðgönguna eða fyrirverandi (insúlínháð sykur- sýki O24.0, insúlínóháð sykursýki O24.1 og óskilgreind fyrirver- andi sykursýki O24.3). Aðrar breytur voru bæri, aldur og ríkis- fang móður, flokkaskipt eins og í töflu I. Fylgikvillum þungbura var lýst og þeir skilgreindir með ICD-kóðum sem blóðsykurfall (P70.0 og P70.1), andnauð nýbura (P22.0, P22.1, P22.8), nýburagula (P59.0, P59.1, P59.3 og P59.9), axlarklemma við fæðingu (O66.0) og fæðingaráverkar, þar með talið innankúpublæðing/tæting (P10.0, P10.2, P10.3, P10.4), áverkar á miðtaugakerfi (P11.1, P11.2), blæðing innan hettusinafells (P12.2), beinbrot (P13.0, P13.3, P13.4, P13.9) og áverkar á úttaugakerfi (P14.0, P14.1). Framkallaðar fæðingar voru fundnar með greiningar- og að- gerðarkóðunum O83.8, MASC00 (framköllun með belgjarofi), MAXC02 (prostaglandín) og MAXC09 (ballong) ásamt skráningu á upphafi fæðingar sem framköllun (en ekki sjálfkrafa sótt eða keisaraskurður). Framköllun fæðinga milli 37+0 til 38+6 var bor- in saman við biðmeðferð sem skilgreind var sem fæðing seinna en í framköllunarhóp (það er að segja allar fæðingar í þýðinu við meðgöngulengd 39+0 eða seinna). Þar næst var framköllun í hverri heilli viku borin saman við fæðingar sem urðu seinna (til dæmis framköllun 39+0 til 39+6 miðað við biðmeðferð sem voru þá fæðingar við 40+0 eða lengri meðgöngu). Fæðingar í biðmeð- ferð gátu hafist sjálfkrafa, með framköllun (seinna en sú með- göngulengd við framköllun sem var til skoðunar hverju sinni) eða með keisaraskurði (bráðaaðgerð eða valaðgerð). Tölfræðigreining Fjölda og hlutfalli þungburafæðinga var lýst eftir bakgrunnsþátt- um mæðra og einþátta greining gerð á hlutfallslegri áhættu fyrir hvern þátt (tafla I). Hlutfalli framkallana og meðgöngulengdar- flokkum var þar næst lýst meðal mæðra með meðgöngusykur- sýki, sykursýki fyrir meðgöngu og mæðra án sykursýki, ásamt því að bera saman fæðingarþyngd og fylgikvilla nýburanna í þessum hópum. Hlutföll í sykursýkihópum voru borin saman við hóp mæðra án sykursýki og tölfræðileg marktækni ákvörðuð með kí-kvaðrat prófi og p-gildi<0,05 (tafla II). Þungburafæðingum og fæðingum barna sem voru stór miðað við meðgöngulengd var lýst í mynd sem hlutfalli af öllum fæðingum ár hvert (mynd 1). Framköllun fæðinga meðal kvenna með sykursýki og kvenna án sykursýki var lýst í mynd sem hlutfalli af öllum fæðingum ár hvert (mynd 2). Meðaltíðni þungburafæðinga var reiknuð fyr- ir þrjú tímabil, 1997-2004, 2005-2011 og 2012-2018, og hlutfallsleg áhætta þungburafæðinga metin á seinni tveimur tímabilunum miðað við fyrsta tímabilið (tafla III). Notuð var tvíkosta aðhvarfs- greining (log binomial regression) og leiðrétt var fyrir aldri, bæri, ríkisfangi mæðra og sykursýki. Greiningin var endurtekin með lagskiptingu eftir meðgöngulengd (37+0 - 38+6, 39+0 - 39+6, 40+0 - 40+6, >=41+0). Þar næst voru tengsl framköllunar við hættuna á þungburafæðingu skoðuð. Í þessari greiningu einskorðaðist þýð- ið við konur sem hefðu átt kost á að fæða um leggöng og fæddu eftir fulla meðgöngu (≥37 vikur) frá og með árinu 2012 eftir að greiningarskilmerkjum meðgöngusykursýki var breytt. Framköll- un fæðinga við meðgöngulengdina 37+0 til 38+6 og í hverri heilli viku þar á eftir var borin saman við biðmeðferð. Notuð var tví- kosta aðhvarfsgreining til að reikna hlutfallslega áhættu á þung- burafæðingu og leiðrétt var fyrir aldri mæðra, bæri, ríkisfangi og sykursýki (tafla IV). Tölfræðiforritin SAS 9.4 og Rstudio voru not- uð til útreikninga. Vísindasiðanefnd gaf leyfi fyrir rannsókninni, VSNb2019020007/03.01. Niðurstöður Fjöldi þungbura sem fæddust á rannsóknartímabilinu var 5110, en af þeim voru einungis 313 sem áttu mæður með sykursýkigrein- ingu (tafla I). Flestir þungburar fæddust við eða eftir áætlaðan fæðingardag við 40 vikur. Hlutfall þungbura af öllum fæðingum jókst með hækkandi aldri mæðra og var hærra meðal fjölbyrja en frumbyrja. Mæður með erlent ríkisfang voru í minni hættu á að fæða þungbura en mæður sem fæddust á Íslandi. Þegar fæðingar kvenna með sykursýki voru bornar saman við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.