Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2022, Page 28

Læknablaðið - 01.04.2022, Page 28
Y F I R L I T S G R E I N 192 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 verið kallað klukkuþreyta (social jetlag). Klukkuþreyta er metin sem munur á miðsvefntíma (klukkan þegar nætursvefnlotan er hálfnuð) á vinnudögum og frídögum.30 Innbyggð dægursveifla ræðst af erfðum, hún tengist kyni og breytist með aldri og er jafnframt að einhverju leyti háð hnatt- stöðu. Á yngri árum er hún ívið seinni hjá strákum en stelpum en það snýst við á efri árum.29,32 Hún er talin lengjast við kynþroska33 og styttast síðan á efri árum.34 Rannsóknir benda til þess að dæg- ursveiflum seinki því fjær miðbaug jarðar sem einstaklingurinn er búsettur, og er það talið tengjast breytilegri árstíðabundinni birtu.35-37 Oft er reyndar misræmi milli þeirra tímaupplýsinga sem maðurinn getur notað til að ákvarða vöku- og svefntíma sinn, annars vegar náttúrulegrar sólarhæðar og hins vegar lögleidds staðartíma. Þannig er því háttað á landssvæðum sem hefur verið ákvarðað rangt tímabelti, annaðhvort tímabundið, þar sem skipt- ast á sumar- og vetrartími, eða viðvarandi eins og til dæmis á Ís- landi. Ýmsar rannsóknir benda til þess að þetta misræmi hafi áhrif á tímasetningu svefns.29,36 Það gæti mögulega verið ein skýring á því að Íslendingar bæði sofna og vakna seinna en ýmsar aðrar þjóðir.21,38,39,40 Er svefnlengd að breytast? Þegar metnar eru breytingar á svefnlengd yfir tímabil er mikil- vægt að hafa í huga hvers konar mælingar liggja til grundvallar og á hvern hátt rannsóknir eru samanburðarhæfar.13,16,41-44 Ennfrem- ur þarf að taka tillit til þess að með hækkandi meðalaldri þjóða mælist svefn þeirra styttri, þar sem eldra fólk sefur að öllu jöfnu skemur en yngra fólk.42 Lengi hefur því verið haldið fram að börn og unglingar sofi skemur en þau gerðu áður fyrr1,2,45 en efasemdir eru um að sú full- yrðing styðjist við vísindaleg gögn.46 Þegar niðurstöður rannsókna á svefnlengd tæplega 700.000 barna í 20 löndum á árunum 1905 til 2008 voru dregnar saman, kom vissulega í ljós að svefnlengd Mynd 4. Dægursveiflur. Dagsbirtan skorðar takt líkamsklukkunnar við 24 klukkustundir. Þar skiptir sérstaklega máli blái hluti ljósrófsins, sem verkar á sérstakar birtuskynfrumur (ipRGC) í auganu, sem senda boð til líkamsklukkunnar. Í myrkri eykst styrkur melatóníns (hormón frá heilaköngli) í blóði, sem táknar að skilyrði til svefns eru hagstæð í líkamanum, í dagsbirtu er styrkurinn lágur. Aðrir þættir hafa líka áhrif til að skorða klukkuna, félagslegir þættir sem byggja á daglegu tímaskipulagi, vinna, skóli, matmálstímar og fleira. Heimild: https://braintreatmentdallas.com/sleep­and­brain­health/ augasteinn ljós Ljós heilaköngull melatónín Í dagsbirtu sendir krossbrúarkjarni hamlandi boð til nærholskjarnans í undirstúkunni. Taugafrumur þaðan bera boð niður til mænu og hafa áhrif á sympatískar taugafrumur sem liggja í gegnum efsta hálshnoða til heilaköngulsins. nærholskjarni efsta hálshnoða sympatískar taugafrumur krossbrúar- kjarni bylgjulengd 460-500 nm leið ljóssins ipRGC Dægursveiflur geta raskast af raflýsingu, sérstaklega bláu ljósi (400-500 nm) að nóttu of lítilli birtu á morgnana þotuþreytu (jetlag) vaktavinnu – „dagsbirtulýsing“ að nóttu raflýsing á kvöldin ta ug ab oð ti l kr os sb rú ar kj ar na blóð 400 nm 500 nm 600 nm 700 nm

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.