Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 207
ur. Pabbi setti mig við píanóið og ég spil-
aði á það og ræddi læknisfræði við afa.
Það var alltaf þetta tvennt og svo hefur
mér alltaf fundist gaman að hjálpa fólki.
Það vatt upp á sig,“ segir hann. Í náminu
ytra sprakk tónlistin hins vegar út; ekki
þó sú klassíska sem hann lærði, heldur
dans- og raftónlist sem hann semur nú
gjarnan á flygil afa síns í stofunni heima.
„Þessi flygill var smíðaður í Þýskalandi
1908. Grotrian-Steinweg, frá upprunalega
Steinweg fyrirtækinu. Flygillinn er búinn
að lifa bæði fyrri og seinni heimsstyrj-
öldina í Braunschweig. Afi fékk hann til
sín og flutti til Íslands og var með hann í
stofunni. Hann ræddi læknisfræðina og
svo spilaði ég á píanóið,“ lýsir Victor.
„Afi spilaði einmitt á flygilinn eftir
erfiðar aðgerðir og hann gaf mér hann
áður en hann féll frá. Þetta er flygillinn
þinn, sagði hann við mig. Haltu honum í
fjölskyldunni.“
Flygillinn er langt frá ljósunum og
ryþmanum á klúbbunum í Slóvakíu þar
sem hann féll fyrir danstónlistinni. „Þetta
er skipulögð tónlist, taktföst og ég fann að
ég gæti nýtt píanókunnáttuna og skapað.
Þetta opnaði heiminn fyrir mér á fyrsta
árinu í læknisfræðinni og frá öðru ári
gafst tækifæri til að spila á klúbbum og ég
nýtti þau.“
Hann spilaði víða í Slóvakíu, Ungverja-
landi og fleiri löndum í kring. Hann var
læknaneminn í tónlist. „Hvað eigum við
að kalla þig? Þú ert náttúrulega doktor,
svo doktorinn? Sögðu klúbbeigendurn-
ir. Doctor Victor festist við mig og mér
fannst það passa vel.“
Tónlistin sprakk út í námi
Hann lýsir því hvernig hann samdi lagið
Sumargleðin á lokaárinu í Slóvakíu en
það hefur nærri tveggja milljóna hlustun
á Spotify.
„Þegar ég kom heim til Íslands var það
orðið mjög vinsælt og ég tilnefndur nýliði
ársins, lagið lag ársins og myndband við
lag sem ég gerði með Svölu Björgvins
myndband ársins. Ég áttaði mig á því
hvað hlutirnir geta gerst hratt. Tónlistin
hætti þarna að vera hobbý,“ segir Victor
sem hefur klifið stigann síðan. Netflixgláp
eða línuleg dagskrá á RÚV fær ekki vigt í
lífi hans.
„Ég hef þó talað mikið um að halda
jafnvægi og þarna sá ég að ég væri með
tvo meginpóla; læknisfræðina og tón-
listina. Ég mætti ekki missa mig um of í
öðrum hvorum,“ segir Victor sem leyfði
sér að njóta á milli lestrarlota í Slóvakíu.
„Ég setti mér það markmið að spila á
stærsta klúbbi Slóvakíu áður en náminu
lyki, Ministry of Fun, og úr varð að ég
spilaði þar á fimmta ári,“ segir hann og
hvernig hann hafi saxað á hvert markmið-
ið á fætur öðru, eins og að spila á Þjóðhá-
tíð fyrir lok náms. „Ég var kominn á stóra
sviðið fyrir framan 15.000 manns áður en
lokaárið hófst.“
Krafturinn greip athygli bæjarstjór-
ans í Martin sem veitti honum fyrstu
heiðursverðlaun í sögu skólans fyrir vel
unnin störf. Sony hafi svo boðið honum
samning þegar sjötta árinu í læknisfræði
lauk. „Ég ætlaði ekki að trúa því að tón-
listin væri komin á þennan stall, tónlist
læknanema frá Íslandi.“
Victor hefur nú gefið út nokkur lög í
gegnum Sony og gengið vel. „Sony hefur
höfuðstöðvar út um allan heim og getur
tengt mig áfram,“ segir hann. „Þetta er
svo stór bransi. Ég geri lagið heima og
Victor Guðmundsson er Doctor Victor, tónlistar
maður með samning við Sony. Hann samdi
þemalag Ólympíuleikanna í ár og er með mörg
járn í eldinum. Hann starfar sem læknir á
Heilsuvernd. Mynd/ gag
V I Ð T A L
Frosti Sigurjónsson skurð
læknir og afi Victors gaf
barnabarni sínu flygilinn
sem hann sjálfur spilaði á
eftir langar vaktir.
Dagbjört og Victor kynntust á þriðja ári í
læknisfræði. Hún lærði í Ungverjalandi. Hann
í Slóvakíu. Nú eiga þau lítinn dreng, Frosta,
sem skírður er í höfuðið á langafa sínum,
skurðlækninum Frosta Sigurjónssyni.