Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 46

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 46
210 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Ég er sannfærður um að margir gætu lært af módelinu sem við höfum komið okkur upp á B6,“ segir Aron Björnsson, yfirlæknir heila-, og taugaskurðdeildar Landspítala. Hann er að alveg að ljúka starfsferlinum. Veit bara ekki nákvæmlega hvenær. Sjö keppast um að fylla í skarð hans. „Við þurfum aðeins einn svo það er mikil lúxusstaða þegar svona margir sækja um. Í fjölda sérgreina sækja fáir eða engir um hérna heima. En við eigum fjöldann allan af heilaskurðlæknum.“ Hann sé viss um að enn fleiri hefðu sótt í þetta fag hefðu þeir séð fram á að komast heim að námi loknu. „Það er erfitt að velja sér langt og strangt nám og vita fyrirfram að ólík- legt sé að menn komist aftur heim, þótt kannski á endanum verði það þannig að menn hafi engan sérstakan áhuga á því, enda komnir í góða stöðu erlendis,“ segir hann. Góður starfsandi Deildin hans Arons er þekkt fyrir góðan starfsanda. „Hér hefur gengið afskaplega vel í gegnum árin. Við höfum verið hepp- in með samskipti okkar við yfirstjórn spít- alans. Við höfum verið með í liðinu,“ segir hann. „Við höfum ekki verið til vandræða í rekstrinum. Þetta gengur átómatískt.“ Það er kannski ekki tilviljun. Aron lýsir því hvernig hann fór í viðskiptanám, hug- aði að kostnaði hluta og tekur lítið dæmi. „Við gripum til að mynda inn í þegar við sáum að túba, sem nýtt var til að skola sár í aðgerðum, kostaði orðið um 5000 krónur. Við hófum að nota stórar sprautur „Við erum fjórir læknar á deildinni en samanlagt fimm,“ segir Aron Björnsson, yfirlæknir. „Menn eru svo samstíga að hópurinn eflist og verður því á við fimm.“ Aron er að hætta en velur ekki eftirmanninn úr sjö manna hópi. „Áhuginn er mikil lúxusstaða“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Mikilvægt að vinna í sátt V I Ð T A L sem kostuðu rétt um 100 krónur í staðinn. Við leituðum lausna,“ segir hann og með þessari einu breytingu hafi tekist að spara fimm milljónir króna á ári á einni deild. „Allt sem við notum í aðgerðum kostar mikla peninga. Aðgerðir geta því fljótt orðið mjög dýrar ef menn passa sig ekki – en dýrt er ekki alltaf betra.“ Traust hafi myndast um að deildin nýti féð vel. „Við höfum því alltaf fengið það sem við höfum beðið um. Við höfum notið trausts um leið og við höfum treyst yfir- stjórninni til að standa við bakið á okkur til að árangurinn verði góður.“ Biðlistar fjölgi bráðaaðgerðum Aron segir að allt frá því að hann kom heim úr námi árið 1988 hafi deildin barist við að halda biðlistum í lágmarki og forð- ast að hætta við áætlaðar aðgerðir. Liður í því hafi verið að ráðast í að reisa eigin hágæsludeild, fjögur rúm, á legudeildinni B6, sem komið hafi verið upp fyrir þremur árum. „Það var ekki alltaf pláss á gjörgæslu- deildinni og við þurftum því að hætta við aðgerðir með jafnvel dags fyrirvara,“ segir Aron. „En frá þessari ákvörðun höfum við ekki þurft að hætta við eina einustu höf- uðaðgerð vegna plássvandræða. Það gæti verið fyrirmynd fyrir aðrar einingar hérna innanhúss að koma því á,“ segir hann og að sér finnist ekki að biðlistar eigi að vera til. Vinnulisti, þar sem aðgerðin er plönuð, sé ásættanleg bið. „Öll önnur bið er viðbótarkostnaður, aukið flækjustig í kerfinu, þar sem hringt er og aðgerðir afturkallaðar eða færðar til. Við höfum lent í þessu upp á síðkastið vegna COVID. Skurðdögum var fækkað úr 5 í þrjá. Það er vissulega verulega truflandi en okkur hefur tekist nokkuð að halda sjó,“ segir hann en er þó órólegur, verði dögun- um ekki fjölgað aftur sem fyrst. „Við sjáum ekki fyrir okkur hvernig næstu mánuðir og ár verða,“ segir hann. „Um leið og dregst að gera aðgerðir og þeim frestað, fjölgar bráðaaðgerðum.“ Aron vill sjá nýjan forstjóra taka af festu á málunum. „Ég vona að hann kynni 100 daga áætlun um hvernig við náum okkur á rétt strik. Það er gríðarlega mikilvægt.“ Hann finni einnig hvernig mórallinn á spítalanum hafi dalað í COVID. „Kannski er fólk orðið þreytt og upp- gefið en það er svo mikilvægt að fólk hafi gaman af því að fara í vinnuna. Ef það verður pína kemur það hiklaust niður á þjónustunni.“ Lífsharmonían mikilvæg En hvernig tilfinning er að vera að hætta? „Mér finnst þetta orðið ágætt eftir öll þessi ár,“ segir hann og lýsir því hversu gaman hafi verið í vinnunni. „Ég hef gjarnan sagt við mitt fólk að það að hafa gaman í vinnunni og hafa gaman af því að fara heim þegar hún er búin, skiptir öllu máli,“ segir hann. „Stundum eru erfiðleikar á öðrum hvorum kantinum og það þarf að laga. Ég hef verið heppinn að vinna með jákvæðu fólki og hef verið ánægður í vinnunni. En maður verður að hætta samkvæmt reglunni. Það er kannski nauðsynlegt því annars myndi maður halda endalaust áfram,“ segir hann, brosir og hugsar til heilsunnar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.