Læknablaðið - 01.04.2022, Page 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 211
„Það er dýrmætt að vera frískur. Á því
áttar maður sig sérstaklega eftir að hafa
unnið svona lengi á spítala – að geta verið
það áfram og gert annað líka.“ Hann hafi
hugsað vel um heilsuna, hugað að matar-
æði, hreyfingu og harmoníu í lífinu með
hjálp og fyrir tilstuðlan konu sinnar Kar-
inar Eriksson.
„Hún er svæfingahjúkrunarfræðingur
sem fylgdi mér heim úr sérnámi í Svíþjóð
og vann hér á Landspítala nánast frá
fyrsta degi. Til að byrja með á ýmsum
deildum spítalans en vinnur nú í litlu
fyrirtæki okkar sem kemur að fjármálum.
Hún er algjör orkubolti,“ segir hann.
„Hún hefur alla tíð verið mjög
áhugasöm um heilsu og séð til þess að ég
kemst ekkert upp með að borða óhollt. Svo
hreyfum við okkur mikið,“ segir hann en
tiltekur þó ríkari ástæðu góðs sambands.
„Stuðningur heima fyrir á dögum
þegar hlutirnir ganga ekki eins og maður
vænti er ómetanlegur þegar vinnan er
svona krefjandi og maður hefur líf og limi
fólks í lúkunum,“ segi hann. „Oft er ekki
snúið til baka. Ef menn ganga of nærri
sjúklingum getur það valdið varanlegu
meini. Ég upplifi því mikilvægt að hafa
bandamann heima fyrir. Það er hluti af
harmóníunni.”
Við ræðum tækniframfarir, tæki og
þrívídd, og kemur þá í ljós að hann hef-
ur heillast af tækninni. Er kominn með
prentara heima hjá sér og farinn að hanna
og framleiða ýmsa hluti. Sker út samsett
nafn þeirra hjóna, Karon, Karin og Aron, í
hönnuðu hlutina og leikur sér að formum
og efni.
„Já, ég hannaði til að mynda þessa
sápueiningu fyrir nýtt baðherbergi okkar
í Svíþjóð,“ segir hann, sýnir mynd á sím-
anum og vísar í nýja íbúð þeirra hjóna í
hæstu blokk Stokkhólms, 37 hæðir. Íbúð
þeirra er rétt um hana miðja. „Við förum
út um helgina að standsetja,“ segir hann
og er spenntur.
Með æxli á við appelsínu
Aron er nýkominn af göngudeildinni
þegar hann sest niður með Læknablaðinu.
Þar hitti hann konu sem hann skar góð-
kynja æxli á stærð við appelsínu úr við
framheila báðum megin fyrir jól. Hún
hafði misst minnið, hætt að hirða um sig,
sem hann segir geta verið lúmskt merki
heilaæxlis.
Aron Björnsson, yfirlæknir heila, og taugaskurðdeildar Landspítala, B6, er rétt að hætta eftir ríkan feril. Hann hefur
margt á sínu borði og hefur einnig hugsað sér að ferðast. „Við Karin eigum börn í Ameríku, Svíþjóð, Danmörku og
Íslandi.“ Mynd/gag
„Æxlið er hvergi sjáanlegt lengur á
nýrri mynd og hún á hröðum batavegi.
Hún sagði mér að hún væri farin að tala
8 tungumál en ég gleymdi að spyrja hana
hvað hún talaði mörg fyrir,” segir Aron
og hlær.
„Hún mun nú áfram ná bata og vænt-
anlega fara aftur í vinnu. Þetta er ánægju-
legt á meðan við glímum oftar við illkynja
æxli þar sem horfurnar eru ekki góðar. Þá
skiptir máli að tryggja að sjúklingurinn sé
samt ánægður með meðferðina sem hann
fær. Fólk bæði sjái og upplifi að við gerð-
um hvað við gátum.“
27 þúsund aðgerðir á fimmtugri deild
Heila- og taugaskurðlækningar hafa nú verið gerðar í hálfa öld á Landspítala.
Haustið 1971 voru fyrstu tvær aðgerðirnar gerðar og deildin svo formlega opnuð
árið eftir.
„Á þessum árum hafa 27.000 aðgerðir verið gerðar á deildinni sem alltaf
hefur verið til húsa í Fossvogi,“ segir Aron Björnsson yfirlæknir deildarinnar
sem er nú að hætta. Höfuðaðgerðir, bak- og ýmsar taugaaðgerðir.
„Þeim hefur fjölgað ár frá ári og eru um 700-800 á ári. Við teljum samt að enn,
rétt eins og þegar ég byrjaði, sé nóg að hafa fjóra sérfræðinga. Það þarf að vera
nóg að gera fyrir alla,“ segir hann. „Annars verða duglegir skurðlæknar ekki
ánægðir í vinnunni.“
Ljóst er að með Aroni fer hafsjór af
fróðleik og þekkingu. Hann stressast þó
ekki við að skila deildinni af sér. „Ég veit
að gott fólk tekur við,“ segir hann og ætl-
ar ekki að koma að vali á eftirmanni, enda
þekki hann þar til og viti að erfitt verði að
velja úr hópnum. „Það er engin launung
að í hópnum eru tveir af mínum mönn-
um og 5 erlendis frá. Ég kem því ekki að
þessu vali.“
Stoltur? „Já, já, það hefur gengið vel, en
maður á kannski ekki að segja sjálfur til
um það. En ég geng sáttur frá borði. Já.“