Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 52
216 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
Síðustu tilfellin af miltisbrandi
– fyrri hluti
Davíð Gíslason
ofnæmislæknir
davidgis@simnet.is
Vorið 1964 hafði ég lokið fyrsta hluta
læknanámsins og þá hófust fyrstu kynni
mín af heilbrigðiskerfinu, en í miðhluta
var gert ráð fyrir því að við læknanem-
arnir værum fjóra mánuði á spítala. Ég
hafði lokið því um mitt sumar 1965 og fór
þá í stúdentaskipti til Skotlands. Þar sá
ég ýmsa sjaldgæfa sjúkdóma, en líklega
var sjaldgæfasta tilfellið miltisbrandur hjá
miðaldra konu. Hún var með svart drep
í sári yfir hægra viðbeini og gríðarmik-
inn bjúg, sem náði upp að kjálkanum og
eyranu hægra megin. Hún hafði smitast
við að bera poka með stórgripabeinum á
öxlinni, sem flutt voru inn frá Argentínu.
Mér var sagt að þetta væri fjórða til-
fellið af þessum sjúkdómi í Skotlandi frá
stríðslokum, og var skipað að setjast inn á
bókasafn spítalans og lesa allt sem ég gæti
fundið um þennan sjúkdóm.
Héraðslækninn í Hveragerði vantaði
nú afleysingamann til að komast sjálf-
ur í sumarfrí. Það var ekki óalgengt að
læknanemar í síðasta hluta færu út í hérað
í afleysingastörf til að afla sér tekna. Þá
var reglan sú að héraðslæknirinn fengi
leyfi landlæknis fyrir afleysingalækn-
inum. Þannig fengu læknanemar lækn-
ingaleyfi til bráðabirgða. Það heyrði þó
alveg til undantekninga að læknanemi í
miðhluta færi út í hérað. Ég var kominn
með fjölskyldu og afar auralítill eftir
Skotlandsferðina, og lét því til leiðast að
ráða mig í þetta starf í 10 daga. Ég átti
að mæta á hádegi 20. september sem var
mánudagur. Ég hafði tvisvar áður komið
yfir Hellisheiði, þekkti engan, var bíllaus
og þá voru engir farsímar. Símstöðin sem
tengdi Hveragerði við umheiminn lokaði
kl. 17 alla daga.
Þegar ég kom á heilsugæsluna mætti ég
Sigurgeiri Kjartanssyni, læknanema í síð-
asta hluta, sem hafði verið við afleysingar
á undan mér. Við hittumst smástund og
hann setti mig inn í starfið. Héraðslækn-
inn hitti ég ekki fyrr en síðasta daginn.
Móttakan var ekki opin daginn sem ég
kom, og þegar Sigurgeir var farinn rölti ég
um húsið og skoðaði aðstæður. Fyrir utan
viðtalsherbergið og biðstofuna voru þarna
apótek og stofa. Mér sýndist öll aðstaða
vera afar fátækleg.
Héraðslæknir í 30 mínútur
Ég var búinn að vera héraðslæknir í rúma
hálfa klukkustund og var að máta mig í
stól læknisins, með kvíðahnút í maganum,
þegar síminn hringdi. „Héraðslæknirinn,“
sagði ég hálfhikandi, og kannaðist varla
við mína eigin rödd. Ég heyrði undr-
unarhljóm í röddinni sem svaraði og sagð-
ist heita Jón Guðbrandsson dýralæknir
á Selfossi. Þegar ég hafði sannfært hann
um að ég væri ekki að gera símaat sagðist
hann vilja láta mig vita að hann hefði ver-
ið að kryfja tvær kýr á bæ í héraðinu, sem
hefðu drepist þrem dögum áður. Sýni,
sem send voru að Keldum, hefðu leitt í
ljós að þær hefðu drepist úr miltisbrandi.
Hann var búinn að kynna sér sögu þessa
bæjar og 1906 hafði komið upp dýraveiki
á bænum sem talin var miltisbrandur. Þá
hefðu hræ af kúm verið grafin í túninu,
en núna um haustið hefði jarðýta verið
fengin til að ryðja upp vegi, og þá hefðu
grafirnar líklega komið upp.
Eitthvað ræddum við dýralæknirinn
um þetta, en þegar samtalinu var lokið
taldi ég rétt að hringja strax í landlækni,
sem var Sigurður Sigurðsson. Hann varð
nú ekki minna hissa en dýralæknirinn
þegar ég kynnti mig sem settan héraðs-
lækni. Það hafði sem sé alveg gleymst
að fá leyfi landlæknis fyrir veru minni
í Hveragerði. Auðvitað hefði ég átt að
kveðja kóng og prest og halda aftur í
bæinn, en í stað þess spurði ég landlækni
hvað mér bæri nú að gera. Hann hafði
engin svör við því, að svo stöddu, en sagð-
ist mundu kynna sér málið og hafa svo
samband við mig síðar.
Ég var rétt búinn að róa mig niður
þegar síminn hringdi í annað sinn. Nú
var dálítið æst kvenmannsrödd í sím-
anum, sem bað mig að koma í vitjun til
tveggja mikið veikra manna. Það fylgdi
sögunni að þeir hefðu verið að kryfja tvær
kýr þremur dögum áður. Ég bað konuna
að senda bíl eftir mér. Ég hefði auðvitað
viljað ná góðum sýnum frá mönnunum,
en þegar ég svipaðist um á stofunni fann
ég aðeins trépinna og vafði bómull upp á
Ö L D U N G A D E I L D I N
Stjórn Öldungadeildar
Óttar Guðmundsson formaður
Helga M. Ögmundsdóttir ritari
Sigurður Guðmundsson gjaldkeri
Friðrik Yngvarsson
Gísli Einarsson
Öldungaráð
Guðmundur Viggósson
Jóhannes M. Gunnarsson
Kristófer Þorleifsson
Margrét Georgsdóttir
Reynir Þorsteinsson
Ritstjóri vefsíðu og
síðu Öldungadeildar
í Læknablaðinu:
Helga M.
Ögmundsdóttir
Magnús Jóhannsson