Læknablaðið - 01.05.2021, Síða 7
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 223
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Diabetes: an increasing
problem and novel drug
treatment
Ragnar Danielsen
Dr. Med, FESC,
Clinical Professor, University of
Iceland,
Clinical consultant and Director
Echo Laboratory, Dept.
Cardiology, Landspítali - The
National University Hospital of
Iceland.
Ragnar Danielsen
Klínískur prófessor, lækna-
deild Háskóla Íslands,
hjartasérfæðingur og
forstöðulæknir hjarta-
ómunareiningar, hjartadeild,
Landspítala,
sérfræðilæknir Læknasetri
Tegund 2 sykursýki: vaxandi vandamál
og nýjungar í lyfjameðferð
Tegund 2 sykursýki (T2SS) er margslunginn efna-
skiptasjúkdómur sem getur leitt til alvarlegra fylgi-
kvilla í mörgum líffærakerfum.1 Langvinn sykursýki
skerðir verulega lífslíkur og hefur víðtæk lýðheilsu-
áhrif um heim allan.2 Í Evrópu eru nú um 60 milljón
fullorðinna með sykursýki og af þeim er um helm-
ingurinn með sjúkdóminn ógreindan. T2SS er um
90% af allri sykursýki í heiminum og þættir sem
stuðla að þróun sykursýki eru að verulegu leyti lýð-
heilsulegir: offita, óheilbrigt mataræði, lítil líkams-
hreyfing og vandamál tengd efnahag ýmissa þjóðfé-
lagshópa. Algengi sykursýki fer vaxandi í Evrópu, er
um 10-20% hjá ýmsum þjóðum í Evrópusambandinu,
og er einnig hækkandi í austurlöndum.2
Í grein í þessu tölublaði Læknablaðsins kemur fram
að algengi sykursýki hafi aukist verulega á Íslandi á
undanförnum áratugum og fjölgaði einstaklingum
með T2SS 2,5-falt á tímabilinu 2005-2018.3 Nýgengi
jókst einnig á sama tíma hjá báðum kynjum, eink-
um konum. Samkvæmt framtíðarspá mun einstakl-
ingum með T2SS fjölga verulega hér á landi á næstu
áratugum.3 Það er því ljóst að verulegt lýðheilsulegt
vandamál blasir við íslensku heilbrigðiskerfi. Æski-
legast væri að stemma stigu við þessari þróun með
forvörnum, skipta þar mestu lýðheilsuleg verkefni
eins og greining áhættuhópa og að stemma stigu við
vaxandi ofþyngd þjóðarinnar. Slíkt hefur þó borið
takmarkaðan árangur hér á landi enda ekki fram-
kvæmt á fullnægjandi hátt.
Ein algengasta dánarorsök einstaklinga með
T2SS er hjartasjúkdómur. Hann er fjölþættur og leið-
ir meðal annars til hjartabilunar, einkum í samspili
við háþrýsting.4 Almennt er áhætta fyrir hjarta- og
æðasjúkdómum hjá T2SS tvöföld í samanburði við
einstaklinga án sykursýki, hún er meiri hjá konum og
þær fá þessa sjúkdóma yngri en karlar.1,2 Kransæða-
sjúkdómur þróast hraðar hjá sykursjúkum, óháð
öðrum áhættuþáttum, en áhættan eykst verulega
ef viðkomandi einstaklingur glímir auk þess við
of háan blóðþrýsting, blóðfitubrenglun, brenglun á
storkuþáttum, reykingar og offitu.1,2 Langtímahorfur
sykursjúkra eftir hjartaáföll eru verri en hjá einstak-
lingum án sykursýki og þeir fá frekar hjartabilun.4
Nú er gerð sú krafa til nýrra sykursýkislyfja að þau
hafi ekki óhagstæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúk-
dóma. Í kjölfar þess hafa komið fram ný lyf sem hafa
verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá
einstaklingum með T2SS.2 Lyf í flokki SGLT2-hemla
hafa sýnt lægri heildardánartíðni hjá sykursjúkum,
lækkaða dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma,
lægri tíðni kransæðastíflu, en ekki afgerandi áhrif á
heilaáföll. Þessi lyf hafa þvagræsi áhrif auk annarra
flóknari áhrifa á hjarta- og æðakerfið sem í heild
minnka þróun á hjartabilun hjá fólki með T2SS.
SGLT2-hemlar hafa þó ekki eingöngu letjandi áhrif
á þróun hjartabilunar hjá sykursjúkum heldur er
nú einnig verið að reyna þessi lyf sem meðferð við
hjartabilun hjá einstaklingum án sykursýki.4
Í lyfjaflokknum GLP-1-hliðstæður hafa sum lyf
(semaglútíð, líraglútíð) einnig sýnt sig að hafa hag-
stæð áhrif til að letja þróun hjarta- og æðasjúkdóma
hjá fólki með T2SS. Svonefndir DPP-4-hemlar hafa
hins vegar ekki sýnt hagstæð hjarta- og æðaáhrif, að
sítagliptíni undanskildu hafa þau flest aukið líkur á
hjartabilun.2,4
Í nýlegum evrópskum klínískum leiðbeiningum
er nú mælt með því að hjá einstaklingi með T2SS og
án klínískra fylgikvilla sé metformín fyrsta lyf en
síðan sé bætt inn nýrri sykursýkislyfjum með hag-
stæð áhrif á hjarta- og æðakerfi, ýmist SGLT2-hemli
eða GLP-1-hliðstæðu. Hjá sykursjúkum sem þegar
eru komnir með merki um hjarta- og æðasjúkdóma
ættu lyf í þessum flokkum að vera
í fyrsta sæti og síðan bæta við met-
formíni. Hvaða lyfjum er síðan bætt
við fer eftir því hversu vel gengur að
ná sykursýkinni undir stjórn.2 Mik-
ilvægt er að læknar hafi greiðan að-
gang að þessum nýju lyfjum. Þannig
sýndi nýleg samnorræn rannsókn
sem bar saman SGLT2- og DPP-4-
hemla, um 34% lækkun á hættu
á hjartabilun hjá þeim sem fengu
SGLT2-hemla og þessi lyf lækkuðu
heildardánartíðni um 20%.5
Vanmeðhöndlaður einstaklingur með T2SS og
fylgikvilla er heilbrigðiskerfinu þungbær og dýr
fyrir þjóðarbúskapinn. Það er því mikilvægt að auk
virkra forvarna sé meðferð T2SS á Íslandi í samræmi
við nútímalegar klínískar rannsóknir og leiðbein-
ingar.2,4,5
doi 10.17992/lbl.2021.05.632
Verulegt lýðheilsulegt
vandamál blasir við
íslensku heilbrigðiskerfi.
Æskilegast væri að
beita forvörnum, greina
áhættuhópa og stemma
stigu við vaxandi ofþyngd
þjóðarinnar.
ragnarda@landspitali.is
Heimildir
1. Forbes JM, Cooper ME. Mechanisms of Diabetic Complications.
Physiol Rev 2013; 93: 137-88.
2. Cosentino F, Grant PJ, Aboyans V, et al. 2019 ESC Guidelines on
diabetes, pre-diabetes, and cardiovascular diseases developed in colla-
boration with the EASD. Eur Heart J 2020; 41: 255-323.
3. Þórsson B, Guðmundsson EF, Sigurðsson G, et al. Algengi og nýgengi
sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018. Læknablaðið 2021; 107: 227-33.
4. Maack C, Lehrke M, Backs J, et al. Heart failure and diabetes: meta-
bolic alterations and therapeutic interventions: a state-of-the-art review
from the Translational Research Committee of the Heart Failure
Association–European Society of Cardiology. Eur Heart J 2018; 39:
4243-54.
5. Pasternak B, Ueda P, Eliasson B, et al. Use of sodium glucose
cotransporter 2 inhibitors and risk of major cardiovascular events and
heart failure: Scandinavian register based cohort study. BMJ 2019; 366:
l4772.
1. Samantekt á eiginleikum lyfs - Eliquis.
Ábendingar: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða
hnéliðskipti (eingöngu ELIQUIS (APIXABAN) 2,5 mg). Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum
með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum,
svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi,
sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og
lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum
(báðir styrkleikar).
*Eliquis dregur marktækt úr hættu
á heilaslagi/segareki í slagæð ásamt því að fækka
meiriháttar blæðingum í samanburði við warfarín2
VIÐHELDUR JAFNVÆGI*
VIÐ NOTKUN ELIQUIS1
SKÖMMTUN TVISVAR Á DAG
432DK1900464-01, PP-ELI-DNK-0247, PFI-21-02-05, febrúar 2021