Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 12
228 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N við Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar7 og birta rannsókn frá Bandaríkjunum.9 Jafnframt setjum við fram spá um fjölda fólks með sykursýki á Íslandi næstu 10 og 20 ár. Efniviður og aðferðir Algengi og nýgengi sykursýki fyrir tímabilið 2005-2018 var metið fyrir Ísland í heild út frá öllum ávísunum sykursýkilyfja samkvæmt skráningum í Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. Skilmerki fyrir sykursýkigreiningu var ávísun lyfs í ATC-yfirflokknum A10. Ef eina ávísun einstaklings innan tiltekins árs var insúlín eða hlið- stæður flokkur (A10A-) og engin önnur A10-lyf, var þeirri færslu sleppt. Þeir sem notuðu insúlín og voru greindir fyrir 30 ára aldur voru taldir hafa tegund 1 sykursýki. Unnið var með grunninn á dulkóðuðum einstaklingsnúmerum og því var hægt að auðkenna hvort um nýja ávísun af sykursýkilyfjum var að ræða eða endur- tekna og þannig unnt að meta nýgengi sykursýki. Algengi (%) sykursýki fyrir hvert ár var reiknað út frá fjölda fólks með sykur- sýki deilt með fjölda fólks á landinu öllu fyrir samsvarandi aldur og kyn. Nýgengi var metið með því að telja allar ávísanir sykur- sýkilyfja fyrir einstaklinga innan hvers árs, draga frá þekkt tilfelli og deila með fjölda einstaklinga án sykursýki á landinu öllu, fyrir samsvarandi aldur og kyn. Nýgengi var metið fyrir hverja 1000 íbúa á ári. Tölur um mannfjölda eftir ári og kyni voru fengnar frá Hagstofu Íslands. Aldursstaðlað algengi og nýgengi var reiknað fyrir þrjár aldursskiptingar, 18-79 ára, 18-99 og 50-69 ára. Staðl- að var með beinni aðferð samkvæmt aldurssamsetningu á Íslandi árið 2018. Algengis- og nýgengistölur voru bornar saman við birtar tölur frá Bandaríkjunum9 og einnig við niðurstöður úr Áhættu- þáttakönnun Hjartaverndar (REFINE-Reykjavik Study).7 Í Áhættu- þáttakönnun Hjartaverndar var sykursýki 2 skilgreind sem saga um sykursýki samkvæmt spurningalista, notkun á sykursýkilyfj- um eða fastandi sykur ≥ 7 mmól/L. Þar sem sykursýkigreiningar í Áhættuþáttakönnuninni byggðust einnig á blóðsykurmæling- um var hægt að meta hlutfall ógreindrar sykursýki ef einungis er miðað við lyfjaávísanir og spurningalista. Stuðull fyrir ógreinda sykursýki var notaður til að leiðrétta spá um fjölda fólks með sykursýki sem byggði eingöngu á upplýsingum um lyfja notkun. Hluti þátttakenda í Áhættuþáttakönnuninni kom í aðra rannsókn um fjórum árum eftir fyrri komuna og því var hægt að meta ný- gengi sykursýki út frá fjölda nýrra tilfella í seinni komunni. Fyrri koma þátttakenda var á tímabilinu 2005-2011 og seinni koman á tímabilinu 2010-2013. Miðgildisár seinni komunnar var 2011 og matið því lýsandi fyrir það ár. Nýgengi fyrir aldurshópinn 50-69 ára árið 2011 var borið saman við tölur úr Lyfjagagnagrunni Emb- ættis landlæknis. Mat á leitni (trend) í algengi og nýgengi yfir tímabilið var reiknað með forritinu Joinpoint. Með forritinu er einnig hægt að tímasetja breytingar í leitni og fá mat á árlegri prósentubreytingu (Annual Percent Change, APC) og meðaltals árlegri hlutfallsbreytingu í pró- sentum (Average Annual Percent Change, AAPC) þar sem breytingin yfir allt tímabilið er metin sem vegið meðaltal út frá undirliggjandi leitniferlum. Mat á algengi í aldurshópnum 18-79 ára var notað ásamt mann- fjöldaspá Hagstofunnar til að spá fyrir um fjölda með sykursýki á Íslandi árin 2030 og 2040, annars vegar út frá algengi eins og það var metið 2018 og hins vegar út frá algengisspá samkvæmt Joinpoint-líkani. Tafla I. Algengi meðhöndlaðrar sykursýki 2 á Íslandi eftir aldri og kyni árin 2005 og 2018. Karlar Konur Aldur Algengi Algengi 2005 2018 2005 2018 n % 95% ÖM n % 95% ÖM n % 95% ÖM n % 95% ÖM 18-79 * 2035 2,1 (1,9;2,4) 4984 3,7 (3,4;4,0) 1691 1,7 (1,4;1,9) 4916 3,3 (3,0;3,7) 18-99 * 2280 2,3 (2,0;2,7) 5645 4,1 (3,7;4,5) 1902 1,7 (1,5;2,0) 4951 3,5 (3,2;3,9) 50-69 * 1115 4,3 (3,8;4,8) 2860 7,2 (6,7;7,7) 669 2,6 (2,2;3,0) 2029 5,1 (4,7;5,6) 20-24 4 0,0 (0,0;0,0) 20 0,2 (0,1;0,2) 52 0,5 (0,4;0,6) 100 0,8 (0,6;1,0) 25-29 9 0,1 (0;0,0.1) 35 0,2 (0,2;0,2) 106 1,0 (0,8;1,2) 261 2,0 (1,8;2,2) 30-34 19 0,2 (0,1;0,3) 54 0,4 (0,3;0,5) 88 0,9 (0,7;1,0) 287 2,5 (2,2;2,8) 35-39 36 0,3 (0,2;0,5) 107 0,8 (0,7;1,0) 58 0,6 (0,4;0,7) 296 2,5 (2,3;2,8) 40-44 71 0,7 (0,5;0,8) 168 1,4 (1,2;1,6) 87 0,8 (0,6;1,0) 254 2,3 (2,1;2,6) 45-49 137 1,3 (1,1;1,5) 311 2,8 (2,5;3,1) 89 0,9 (0,7;1,0) 310 3,0 (2,6;3,3) 50-54 205 2,2 (1,9;2,5) 455 4,1 (3,7;4,5) 124 1,4 (1,1;1,6) 391 3,5 (3,2;3,8) 55-59 255 3,2 (2,8;3,6) 660 6,1 (5,6;6,5) 163 2,2 (1,8;2,5) 550 5,1 (4,7;5,6) 60-64 332 5,8 (5,2;6,4) 856 8,8 (8,2;9,3) 187 3,2 (2,7;3,6) 573 6,0 (5,5;6,5) 65-69 323 7,1 (6,4;7,8) 889 11,0 (10,3;11,7) 195 4,1 (3,6;4,7) 515 6,5 (5,9;7,0) 70-74 327 7,7 (6,9;8,5) 814 13,2 (12,3;14) 265 5,6 (5,0;6,3) 495 8,0 (7,3;8,7) 75-79 317 9,6 (8,6;10,6) 609 15,6 (14,4;16,7) 266 6,7 (5,9;7,4) 362 8,4 (7,6;9,3) 80-84 170 7,9 (6,7;9,0) 390 14,2 (12,9;15,5) 134 4,5 (3,8;5,3) 275 8,2 (7,3;9,1) 85-89 57 5,8 (4,3;7,2) 201 11,6 (10,1;13,2) 52 3,2 (2,3;4,0) 178 7,2 (6,2;8,3) 90-94 16 5,1 (2,7;7,6) 51 8,9 (6,6;11,3) 18 2,7 (1,5;3,9) 62 5,5 (4,2;6,9) 95-99 2 3,4 (0,0;8,0) 4 3,7 (0,1;7,2) 1 0,6 (0,0;1,7) 7 2,7 (0,7;4,7) *Aldursstaðlað algengi samkvæmt aldurssamsetningu á Íslandi árið 2018. ÖM=öryggismörk

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.