Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 19

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 19
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 235 R A N N S Ó K N skúta á Íslandi hingað til. Því er óljóst hversu algeng slík slys eru, hverjar orsakir slysanna eru og langvarandi afleiðingar. Orsakir slysa eru skráðar í NOMESCO-kerfið á Íslandi.10 Galli við það kerfi er að það hefur ekki verið uppfært síðan 2007 og er því ekki hægt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar úr því um eðli og umfang slysa tengdum þessum nýja samgöngumáta. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um orsakir, eðli og afleiðingar slysa vegna notkunar rafskúta á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. Efniviður og aðferðir Rannsóknin fór fram á bráðamóttöku Landspítala. Sérstakt gagna- blað var hannað til skráningar á rafskútuslysum þar sem merkt var við eftir ákveðnum flokkum. Til mats á því hvernig atvikið átti sér stað voru gefnir upp 8 aðskildir flokkar en við skráningu á því hvar atvikið átti sér stað voru gefnir upp fjórir ólíkir valkostir. Við mat á því hvort viðkomandi hafi verið með hlífar var spurt um hjálm auk hlífa á úlnliðum, olnbogum og hnjám. Í öllum þess- um spurningum var einnig hægt að merkja við „annað“. Einnig var spurt hvort viðkomandi hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið átti sér stað, þar var einnig hægt að merkja við „kom ekki fram“. Á rannsóknartímabilinu frá 1. júní 2020 til og með 31. ágúst 2020 voru móttökuriturum bráðamóttöku gefin fyrirmæli um að skrá upplýsingar um öll atvik þar sem einstaklingar leituðu á bráða- móttöku vegna slysa í tengslum við rafskútu. Var þessi skráning til viðbótar við hefðbundna NOMESCO-skráningu. Upplýsingum um áverka og afdrif var safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Til að meta alvarleika áverka var stuðst við áverka- stigun-AIS (Abbreviated Injury Scale = AIS). Byggir hún á 6 alvar- leikaflokkum þar sem 1. stigið samsvarar vægum áverka en það 6. á við um áverka sem leiðir til dauða miðað við núverandi þekk- ingu.11 Samkvæmt AIS er líkamanum skipt í 9 líkamssvæði og það svæði sem er mest slasað ræður áverkastiginu. Til að meta fjöl- áverka sjúklinga er áverkaskorið-ISS (Injury Severity Score = ISS) betri mælikvarði þar sem margir alvarlegir áverkar hafa áhrif á lífslíkur. Áverkaskorið byggir á áverkastiginu og er summa þriggja hæstu áverkastiga í öðru veldi frá þremur mismunandi svæðum áverkaskorsins.12 Rannsóknin var framkvæmd með leyfum frá vísindarann- sóknarnefnd og siðanefnd Landspítala. Niðurstöður Alls leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku vegna rafskútu- slysa á rannsóknartímabilinu, eða að meðaltali 1,6 á dag. Af þeim reyndust 67 (45%) vera yngri en 18 ára en aldursbilið var frá 8 árum upp í 77 ár; meðalaldur var 24 ár. Reyndust 87 (58%) vera skráðir karlkyns en 62 (42%) kvenkyns, enginn var skráður intersex. Upplýsingar um hvernig slysið atvikaðist voru skráðar hjá öll- um nema einum einstaklingi. Algengasta ástæða rafskútuslysa reyndist vera að viðkomandi fór of hratt eða missti jafnvægið, sem orsakaði slysið í 46 (31%) tilvikum. Einnig reyndist algengt að ójafna á götu, grjót, sandur eða gangstéttarbrún hafi verið talin orsök slyssins, en sú orsök var gefin upp í 44 (30%) tilvikum. Í 20 tilvikum (13%) var uppgefin ástæða slyssins sú að einstaklingur- inn hafi þurft að bremsa skyndilega. Voru alls 11 slys (7%) talin vera vegna áreksturs, það er að ekið hafi verið á viðkomandi eða að ekið hafi verið á annan aðila eða kyrrstæðan hlut. Tilgreint var í 8 tilvikum (5%) að bilun í skútunni hafi valdið áverka en í 5 (3%) tilvikum var uppgefin ástæða sú að viðkomandi hafi meitt sig á hjólinu sjálfu. Í 15 (10%) tilvikum var talið að engin ofangreindra ástæða væri orsök slyssins. Tafla I sýnir ástæður slysa hjá öllum þeim sem voru skráðir þátttakendur í rannsókninni. Staðsetning atviks var skráð í öllum tilvikum að einu undan- skildu. Reyndust flest slysanna, eða 89 (60%), hafa átt sér stað á gangstétt, 20 (14%) á umferðargötu, 14 (9%) á hjólastíg, 12 (8%) á almenningssvæði, 8 (5%) á íbúðasvæði og um 5 slys voru skráð þannig að þau hefðu gerst við aðrar aðstæður. Af þeim 85 einstaklingum 16 ára og eldri sem voru á rafskútu þegar slysið átti sér stað voru 14 (16%) með hjálm. Af 61 barni yngra en 16 ára sem slasaðist á rafskútu sögðust 49 (80%) hafa verið með hjálm. Einungis tveir sögðust hafa notað aðrar hlífar en hjálm, þar af eitt barn. Allir þeir 67 sem voru yngri en 18 ára svöruðu neitandi spurn- ingunni hvort þau hefðu verið undir áhrifum áfengis eða vímu- efna þegar slysið varð. Af þeim 82 sem voru 18 ára og eldri sögðust 33 (40%) hafa verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Í sjö (9%) Mynd/Shutterstock

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.