Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 20
236 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N skráningum kom ekki fram hvort um neyslu áfengis eða vímuefna hafi verið að ræða. Þrír einstaklingar fóru án skoðunar eftir að hafa skráð sig inn á bráðamóttöku. Af þeim 146 sem voru skoðaðir reyndust flest- ir vera með minniháttar áverka samkvæmt áverkastigun AIS. Þannig flokkuðust 85 með vægan áverka (AIS 1), 57 flokkuðust með alvarlegan áverka (AIS 2), og fjórir með mikinn áverka (AIS 3), þar af voru tveir fullorðnir og tvö börn. Enginn var með alvarlegri áverka en AIS 3, það er enginn með alvarlegan eða lífshættulegan áverka. Flestir voru með frekar staðbundna áverka. Við heildarmat á umfangi áverka með áverkaskori (ISS) greindist enginn alvarlega slasaður í rannsókninni og meirihluti þeirra sem slösuðust flokk- ast með minna en 3 stig (59,6%). Þó flokkaðist þriðjungur með 4-8 stig (37,7%) og 2,7% með 9-15 stig. Hjá þeim 146 einstaklingum sem voru skoðaðir voru alls 166 áverkar greindir. Reyndust beinbrot vera algengasti áverkinn, eða hjá 56 (38%) einstaklingum (sjá nánari sundurliðun í töflu II). Al- gengast var að alvarlegasti áverkinn væri á efri útlim, eða í 68 til- vikum, þar á eftir komu neðri útlimir (37), andlit (18) og höfuð (16). Af áverkum á efri útlim var algengast að neðri endi sveifar væri brotinn. Þrír voru með handleggsbrot beggja vegna. Alls þurftu 9 einstaklingar að leggjast inn á sjúkrahúsið vegna áverka á tímabilinu. Voru þeir allir karlkyns og þar af fjögur börn. Meðalaldur innlagðra var 26 ár, yngsti 9 ára og elsti 51 árs. Einn fullorðinn einstaklingur var lagður á gjörgæsludeild vegna kvið- arholsáverka. Af þeim sem lögðust inn fóru 7 í aðgerð á skurðstofu en 6 manns þurftu að undirgangast lokaða réttingu á beinbrotum. Flestar aðgerðir á skurðstofu voru vegna brota í fótlegg.4 Umræða Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar slasaðist einn til tveir á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum vegna rafskútuslysa sum- arið 2020 en flestir áverkanna voru minniháttar. Verður þó að setja slysatíðnina í samhengi við umfang samgöngumátans. Ekki liggja fyrir ná- kvæmar upplýsingar um fjölda rafskúta í um- ferð né fjölda ferða á rannsóknartímabilinu en samkvæmt gögnum frá því fyrirtæki sem var með flestar rafskútur í útleigu á tímabilinu voru þó farnar að með- altali í kringum 2500 ferðir á degi hverjum á skútum þess.13 Þar sem önnur fyrirtæki leigja einnig út rafskútur og þúsundir eru í einkaeigu er þó óhætt að fullyrða að fjöldi ferða skiptir eflaust all- mörgum þúsundum á degi hverjum. Í því samhengi virðist slysa- tíðni ekki vera áberandi meiri en við aðrar samgöngur eða íþróttir. Rafskútur eru nýjung í umferðinni á Íslandi. Felur það í sér að talsverður hluti þeirra sem nota skúturnar eru ekki vanir þessum ferðamáta. Einkum má gera ráð fyrir að þetta eigi við um þá sem eru að nota leiguskúturnar. Þá eru aðrir vegfarendur ekki vanir að taka tillit til þeirra sem ferðast um á rafskútu. Má búast við því að slysatíðni vegna notkunar rafskúta sé meiri í byrjun en að lækki eftir því sem notendur og aðrir í umferðinni venjast þessum ferðamáta betur. Hlutfall einstaklinga yngri en 18 ára sem slösuðust á rafskútu reyndist 45%, sem er hærra en sést hefur í flestum erlendum rann- sóknum á þessum slysum. Hlutfall barna í flestum rannsóknum hefur reynst vera á bilinu 10-15%, þó aðrar rannsóknir hafi sýnt fram á sambærilega tíðni og fram kemur hér.5-7 Leiða má líkur að því að hér á landi séu nokkru fleiri rafskútur í einkaeigu og að yngri börnum sé leyft að nota þær. Yngsta barnið sem leitaði að- stoðar vegna rafskútuáverka var 8 ára og alls voru 24 börn í rann- sókninni 10 ára eða yngri. Þá er áhugavert að alls slasaðist 21 barn á aldrinum 9 til 10 ára, en miðað við tölur frá Hagstofu Íslands um mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu virðist sem eitt af hverjum 300 börnum í þessum aldurshópi hafi slasast vegna rafskútu sumarið 2020.14 Meðal barna sem voru 15 eða 16 ára gömul voru hins vegar ekki nema 5 sem leituðu á bráðamóttöku á rannsóknartímabilinu, eða tæplega 1 af hverjum 1000 íbúum á þessum aldri. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um aldur þeirra sem nota rafskútu en óhætt er að áætla að notendur á aldrinum 15-16 ára séu líklega fleiri en þeir sem eru 8-9 ára. Því miður benda niðurstöður okkar til þess að slysatíðni yngri notenda á rafskútum sé margfalt hærri en þeirra sem komnir eru á unglingsaldurinn. Því þarf að íhuga hvort setja þurfi aldurstakmörk á notkun þessara hjóla enda ferðast börn á þessum aldri líklega hraðar á rafknúnu farartæki en fótknúnu og virðast ung börn ekki hafa nægilegan hreyfi- þroska til að nota þau á öruggan hátt. Tafla I. Uppgefin ástæða slyss Ástæða slyss Fjöldi Hlutfall % Fór of hratt, missti jafnvægið 46 31 Ójafna á götu, grjót, sandur, gangstéttarbrún 44 30 Þurfti að bremsa skyndilega 20 13 Árekstur, ók á annan aðila, ók á kyrrstæðan hlut, ekið á viðkomandi 11 7 Bilun 8 5 Meiddi sig á hjólinu 5 3 Annað 15 10 Alls 149 Tafla II. Greindir áverkar Greining Fjöldi Hlutfall % Yfirborðsáverkar 27 16 Sár 30 18 Brot 56 34 Tognun 33 20 Tannáverki 5 3 Innankúpuáverki/áverki á innri líffærum 1 7 Ótilgreindur áverki 5 3 Alls 166 Alls leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku vegna rafskútu- slysa á rannsóknartímabilinu, eða að meðaltali 1,6 á dag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.