Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 21

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 237 R A N N S Ó K N Samkvæmt lögum ber börnum yngri en 16 ára að nota hlífðar- hjálm á rafskútu, auk þess sem mælt er með því að fullorðnir noti einnig hjálm.1 Meðal fullorðinna reyndust fæstir nota hjálm, eða einungis um 1 af hverjum 6. Virðist hjálmanotkun meðal þeirra sem ferðast á rafskútum því vera mun minni en á meðal hjólreiða- manna á höfuðborgarsvæðinu þar sem tæplega 90% nota hjálm.15 Ekki eru til ítarlegar rannsóknir á gagnsemi hjálma til að draga úr höfuðáverkum á rafskútum. Rannsóknir á hjólreiðamönnum benda sterklega til þess að hjálmur dragi úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum hjólreiðamanns ef óhapp verður og því er talið rétt að hvetja til hjálmanotkunar.16 Meðal hjólreiðamanna verður þó að gera greinarmun á keppnishjólreiðum, sem oft fylgir mikill hraði og slysahætta, og hægari samgönguhjólreiðum á öruggari hjólastígum þar sem slysatíðni er minni.17 Þá hefur sýnt sig að ör- uggari hönnun umferðarmannvirkja og fjöldi þeirra sem ferðast um á hjóli hefur víða reynst hafa meiri áhrif til að draga úr tíðni höfuð áverka en að skylda hjólreiðamenn til að nota hjálma. Er því umdeilt hvort gera skuli það að lögbroti að hjóla hjálmlaus þar sem það hefur í einhverjum tilvikum reynst letja fólk til hjólreiða.18 Má leiða líkur að því að hið sama eigi við um hjálmanotkun á rafskút- um, það er að rétt sé að hvetja til hjálmanotkunar en ekki endilega binda hjálmaskyldu fullorðinna í lög. Nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafskútum. Þar sem beinbrot á efri útlim reyndust algengur áverki meðal þeirra sem slasast verður að teljast líklegt að aukin notkun á oln- boga- og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Áhugaverð niðurstaða í okkar rannsókn er að algengara var að hljóta áverka á andlit en aðra hluta höfuðs. Kemur það hugsanlega til vegna þess að hjálmur hafi varið aðra hluta höfuðs en andlitið. Þyrfti því að íhuga hvort hjálmur sem veitir einnig vörn fyrir and- litið sé heppilegri fyrir þá sem ferðast um á rafskútu. Engin börn reyndust hafa slasast á rafskútu undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Er þetta í samræmi við að verulega hefur dregið úr neyslu áfengis og vímuefna á meðal ungmenna á Ís- landi.19 Áhyggjuefni er hins vegar að 40% þeirra sem voru 18 ára og eldri og slösuðust á rafskútum sögðust hafa verið undir áhrif- um áfengis eða vímuefna. Er líklegt að þetta hafi átt þátt í slysun- um og að með aukinni fræðslu til að hvetja fólk til að nota ekki rafskútu undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna megi draga úr slysatíðni vegna þessa samgöngumáta. Enginn greindist með alvarlega áverka í rannsókninni og meirihluti þeirra sem slösuðust flokkast með minna en 3 stig í áverkaskori (59,6%). Þó flokkaðist þriðjungur með 4-8 stig (37,7%) og 2,7% með 9-15 stig. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við hjólreiðaslys eru hlutfallslega færri sem flokkast sem minna en 3 stig og fleiri sem flokkast með 4-8 stig, en í rannsókn frá árinu 2016 um komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 kom fram að 65,6% slasaðra flokkuðust með minna en 3 stig í áverkaskori, 29,3% flokkuðust með sem 4-8 stig, 1,5% flokkuðust með 9-15 stig og 0,39% flokkuðust með meira en 16 stig.20 Er þetta vísbending um að slys vegna rafskúta séu álíka alvarleg og reiðhjólaslys eða heldur alvarlegri. Loftmengun frá bílaumferð er umtalsvert vandamál á höf- uðborgarsvæðinu og talin valda ótímabærum dauðsföllum tuga einstaklinga á hverju ári.21 Þó búast megi við að rafvæðing bílaflot- ans dragi að einhverju leyti úr þeirri mengun mun það ekki duga til þar sem umtalsverður hluti loftmengunarinnar er talinn stafa af dekkjum, malbiki og bremsuborðum bíla, sem ekki minnkar þó bíllinn sé rafknúinn.22 Sýnt hefur verið fram á að rafskútur séu umtalsvert hagkvæmari fyrir umhverfið en einkabíllinn og því er aukin notkun þeirra ein leið til að bæta loftgæði höfuðborgarsvæð- isins.23 Á móti kemur að slysatíðni við notkun rafskúta er umtals- vert meiri en við akstur bíla þó slysin séu ekki jafn alvarleg.24 Er því brýnt að allra leiða sé leitað til þess að auka öryggi og draga úr slysum vegna rafskúta. Þó umtalsvert átak hafi verið gert síðustu árin í að bæta hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að enn er langt í að tryggðar séu öruggar samgönguleiðir fyrir önnur farar- tæki en bíla. Tæpur þriðjungur slysanna reyndist vera vegna þess að ójafna, sandur eða gangstéttarbrún varð til þess að hinn slasaði missti stjórn á skútunni. Líklegt má telja að unnt sé að fækka slík- um slysum með betri hönnun og viðhaldi hjólastíga. Auknar vin- sældir rafskúta þar sem sífellt fleiri kjósa þennan samgöngumáta ýta enn undir þörfina á að byggja upp örugga hjólastíga fyrir þá sem ferðast á reiðhjólum, hlaupahjólum eða öðrum léttum farar- tækjum sem ekki eiga heima á akvegum bíla. Helsta takmörkun rannsóknarinnar er að hún beindist ein- göngu að þeim sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafskútuslysa. Líklegt verður að teljast að í einhverjum tilvikum hafi einstak- lingar hlotið minniháttar sár, tognanir eða höfuðhögg og annað- hvort ekki leitað til heilbrigðiskerfisins eða leitað á heilsugæslu. Þó má búast við því að allir þeir sem hlutu umtalsverða áverka vegna rafskútuslysa hafi komið á bráðamóttöku Landspítala og því séu gögn um alla alvarlegri áverka í rannsókninni. Þá byggir mat á or- sökum slyss eingöngu á áliti hins slasaða en ekki á formlegu mati á vettvangi. Að auki er mögulegt að í einhverjum tilvikum hafi viðkomandi ekki viðurkennt notkun áfengis eða vímuefna. Ekki var skráð með fullnægjandi hætti hvort það hafi valdið slysi að rafskútu væri lagt á miðjum hjólastíg en engin slík tilvik fundust í rannsókninni. Æskilegt væri að afla upplýsinga um þessa tegund slysa, ekki síst þar sem hætta á slíkum slysum hefur verið nokkuð í umræðunni. Brýnt er að endurskoða það fyrirkomulag sem er á skráningum á orsökum slysa á landinu. NOMESCO-kerfið gefur ekki kost á því að afla upplýsinga um slysatíðni af völdum þessa nýja samgöngu- máta og erfitt er að sjá að unnt sé að aðlaga núverandi kerfi svo þessi skráning verði með fullnægjandi hætti. Þessi rannsókn sýnir hvernig einföld viðbót við skráningu á orsökum áverka geri kleift að afla gagnlegra viðbótarupplýsinga sem hefðu ekki fengist með skráningu í NOMESCO-kerfið. Sumarið 2020 slösuðust einn til tveir á hverjum degi vegna raf- skúta. Eru flest slysin minniháttar. Reyna þarf að draga úr slysa- tíðni vegna rafskúta með því að bæta hjólastíga, hvetja til hjálma- notkunar og auka fræðslu um hættu af notkun rafskúta undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þakkir Móttökuritarar bráðamóttöku Landspítala fá þakkir fyrir gagna- öflun. Grétar Þór Ævarsson og Höskuldur Rúnar Guðjónsson hjá Reykjavíkurborg fá aðstoð fyrir veittar upplýsingar. Greinin barst til blaðsins 22. janúar 2021, samþykkt til birtingar 20. apríl 2021.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.