Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 26

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 26
242 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 S J Ú K R A T I L F E L L I leiðnitruflunum, myndun blóðtappa og skyndidauða. Þá geta fituæxli á hjartalokum valdið lokuleka og hjartabilun.6 Einnig geta þau haft þrýstingsáhrif og valdið til dæmis efra holæðarheilkenni. Efra holæðarheilkenni verður vegna hluta- eða fullrar lokunar á blóðflæði frá efri holæð til hjartans. Algengast er að sjúklingur upplifi þrýsting í höfði og mæði en sjaldgæfari einkenni eru hósti, svimi og verkur eða erfiðleikar við kyngingu. Við líkamsskoðun er hægt að greina víkkun bláæða á hálsi, áberandi bláæðateikn á brjóstkassa og bjúg í andliti.7 Þá getur teikn Pembertons komið fram við skoðun, en í því felst að teikn um efra holæðarheilkenni koma fram þegar sjúklingur lyftir höndum upp fyrir höfuð. Helstu mismunagreiningum æxlis í hjarta má skipta í góðkynja og illkynja mein. Af góðkynja meinum eru slímvefjaæxli (myxoma) algengust, eða 60-70%. Þá eru einnig totutrefjakímfrumuæxli (papillary fibroblastoma), rákvöðvaæxli (rhabdomyoma), bandvefsæxli ( fibroma), blóðæðaæxli (hemangioma) og önnur sjaldgæfari mein í röð algengis. Af illkynja æxlum eru sarkmein algengust. Greint er á milli meinanna með myndgreiningu, það er ómun, tölvusneið- mynd og segulómun, og frumumeinafræði eins og við á.2 Algengasta frávik í myndgreiningu þegar fituæxli er til staðar í hjarta er stækkað hjarta. Ómun af hjarta sýnir yfirleitt ómrík- an og óhreyfanlegan massa. Tölvusneiðmynd og segulómskoðun eru gagnlegar til að aðgreina mismunandi vefi. Fituæxli birtast helst sem einsleitur massi á tölvusneiðmynd en geta þó innihaldið mjúkvefjastrengi. Fituæxli í hjarta geta haft áhrif á kransæðar sem hægt er að meta með tölvusneiðmynd.2,6 Mikilvægt er að fá þær upplýsingar ef fjarlægja á æxlið með aðgerð og til þess að meta hvort æxli sé skurðtækt. Þar sem fituæxli í hjarta eru afar sjaldgæf hafa engar rannsóknir verið gerðar á meðferð þeirra og því mikilvægt að reynslu sé miðlað. Hjá sjúklingum sem eru annars hraustir og hafa stór eða einkennagefandi æxli er opin aðgerð kjörmeðferð til að fjarlægja æxlið en talsvert áhættusöm. Ef sjúklingur hefur hins vegar engin E N G L I S H S U M M A R Y Ása Unnur Bergmann1 Helga Þórunn Óttarsdóttir1 Björn Flygenring1,3 Helgi Már Jónsson2 Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,3 1Department of Cardiology, 2Department of Radiology, University Hospital of Iceland, 3Faculty of Medicine University of Iceland Correspondence: Ása Unnur Bergmann, asaunnur@gmail.com Key words: Lipoma, Cardiac tumor, Superior vena cava, cardiac imaging. Cardiac Lipoma - Case presentation Cardiac lipomas are very rare benign tumors of the heart. They are usually asymptomatic and are often an incidental finding on cardiac imaging. This case report involves an 82-year-old female with a history of diabetes admitted because of poor glycemic control. An echocardiogram requested because of arrhythmias and heart failure revealed a tumor in the right atrium. Computed tomographic and ultrasound appearances were consistent with a lipoma and demonstrated a large mass in the right atrium, causing a significant stenosis of the superior vena cava but no clinical symptoms or signs of superior vena cava syndrome. doi 10.17992/lbl.2021.05.636 Greinin barst til blaðsins 12. janúar 2021, samþykkt til birtingar 7. apríl 2021. einkenni af æxlinu fer meðferð að mestu eftir almennu ástandi sjúklings.1 Umrætt tilfelli er athyglisvert að mörgu leyti. Frumkomin æxli í hjarta eru mjög sjaldgæf auk þess sem fituæxli í hjarta eru veru- lega sjaldgæf tegund frumkominna æxla í hjarta. Þetta æxli, líkt og flest önnur æxli í hjarta, kom í ljós fyrir tilviljun við mynd- greiningu við uppvinnslu á öðrum sjúkdómi. Miðað við staðsetn- ingu, stærð og þrýstingsáhrif æxlisins hefði sjúklingur getað haft veruleg einkenni af því en hafði engin og þar sem æxlið var hægt vaxandi var ekki ábending fyrir frekari inngripum. Heimildir 1. D’Souza J, Shah R, Abbass A, et al. Invasive Cardiac Lipoma: a case report and review of literature. BMC Cardiovasc Disord 2017; 17: 28. 2. Meng Q, Lai H, Lima J, et al. S. Echocardiographic and pathologic characteristics of primary cardiac tumors: a study of 149 cases. Int J Cardiol 2002; 84: 69-75. 3. Basso C, Rizzo S, Perazzolo M, et al. T. Benign Cardiac Tumours. The ESC Textbook of Cardiovascular Medicine. Þriðja útgáfa. (Camm AJ, Lüscher TF, Maurer G, ritstj). Oxford University Press; 2018. 4. Grebenc ML, Rosado de Christenson ML, Burke AP, et al. Primary cardiac and pericardial neoplasms: radiologic-pathologic correlation. Radiographics 2000; 20: 1071-3. 5. Lang-Lazdunski L, Oroudji M, Pansard Y, et al. Successful resection of giant intrapericardial lipoma. Ann Thorac Surg 1994; 58: 238-41. 6. Mankad R, Herrmann J. Cardiac tumors: echo assessment. Echo Res Pract 2016; 3: R65-R77. 7. Friedman T, Quencer KB, Kishore SA, et al. Malignant Venous Obstruction: Superior Vena Cava Syndrome and Beyond. Semin Intervent Radiol 2017; 34: 398-408.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.