Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 28

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 28
244 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 F R É T T I R Ótakmarkað læknaleyfi að loknu 6. ári Samningur Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins við danska Amager og Hvidovre-sjúkrahúsið um greiningu leg- hálssýna var undirritaður af Óskari Reyk- dalssyni þann 19. febrúar síðastliðinn. Læknablaðið hefur samninginn undir höndum. Verð og nöfn þjónustuaðila Hvidovre eru afmáð úr samningnum þar sem upp- lýsingarnar „eru taldar varða mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni Hvidovre.“ Þó má sjá að Heilsugæslan greiðir fyrir hvert sýni. Sjá má að samningurinn er gerður til ársloka 2023 og má framlengja hann um ár. Honum má segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Samkvæmt honum er búist við að sýnin verði 20-25.000 á ári og ber Heilsugæslan ábyrgð á flutningi sýn- anna til Danmerkur. Auk samningsins óskaði Læknablaðið Almennt og ótakmarkað lækningaleyfi er nú veitt að loknu 6 ára læknanámi við Há- skóla Íslands. Breytingin var staðfest með reglugerð 9. apríl. „Þetta styrkir stöðu íslenskra lækna þegar kemur að því að sækja um framhaldsnám erlendis,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, kennslu- stjóri við læknadeild Háskóla Íslands. Læknanemar fá nú fullt lækningaleyfi að loknu 6. ári í stað þess að útskrifast með takmarkað lækningaleyfi og fá fullt leyfi eftir kandídatsár. „Nú fara útskrifaðir læknar í 12 mánaða sérnámsgrunninn eftir útskrift,“ útskýrir Þórdís Jóna. Enn sem fyrr þreyti útskriftarnemar amerískt læknapróf í lok náms. „Við höfum staðið okkur vel í því og verið á pari við, eða betri en banda- ríska nemendur. Það er sá mælikvarði sem sýnir gæði námsins hér á landi,“ segir hún. „Við munum nú nýta tímann á 6. ári námsins öðruvísi með því að breyta áherslum á valtímabilinu. Við setjum upp hæfniviðmið sem nemendur þurfa að ná. Að auki styrkjum við hermikennslu, til að mynda í bráðaveikindum. Þannig tryggj- um við að nemendurnir hafi næga þjálfun í þeim atriðum þegar þau útskrifast með fullt lækningaleyfi.“ Þórdís Jóna segir viðbrögðin við breytingunum jákvæð meðal nemenda. „Þar sem fyrirvarinn á breytingunum er skammur, reynum við að sjálfsögðu að leysa úr málum sem upp koma,“ segir hún. Þórdís Jóna Hrafnkels- dóttir, kennslustjóri við læknadeild Háskóla Íslands, segir breytt fyrirkomulag námsins styrkja stöðu nemenda þegar þeir fara í fram- haldsnám. Mynd/gag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í skoðun hvort leghálsskimanir verði færðar heim frá Danmörku. Mynd/gag Verðið afmáð úr samningi Heilsugæslunnar við Hvidovre Heilsugæslan afhenti Læknablaðinu samninginn – án aðalatriðanna eftir að fá að vita hvort Heilsugæslan hefði tekið ákvörðun um að færa grein- ingu sýnanna til Landspítala eða annað? „Ákvörðun um það hvar rannsóknir verði gerðar er í skoðun,“ segir Óskar Reykdals- son við blaðið í tölvupósti. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins frá 15. apríl er þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni á Landspítala en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hafi því ekki ákveðið hvort greining leghálssýnanna verði færð en reynt verði að stytta bið eftir niður- stöðunum. Hún sé nú 8-10 vikur. Forsvars- menn Heilsugæslunnar segja í fréttinni að biðin verði mánuður, jafnvel strax í þessum mánuði. Læknablaðið vísar ákvörðun Heilsugæsl- unnar að gefa verðið ekki upp til Úr- skurðarnefndar um upplýsingamál, eins og Heilsugæslan bendir á sem möguleika. Verðlaunasjóður Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar veitir veglegustu vísindaverðlaun hérlendis, 6 milljónir króna. Fyrri verðlaunahafar skipa full- verðugt landslið lífvísindamanna. Þeir eru Ingileif Jónsdóttir, Eiríkur Steingrímsson, Magnús Karl Magnússon, Magnús Gott- freðsson, Hilma Hólm, Sigurður Yngvi Kristinsson, Unnur Anna Valdimarsdótt- ir, Davíð O. Arnar og Runólfur Pálsson. Í stjórn sjóðsins sitja Árni Kristinsson, Steinunn Þórðardóttir og Þórður Harðarson formaður. Verðlaunahafinn í ár er Hans Tómas Björnsson. Hann er yfirlæknir á deild erfða- og sameindalæknisfræði við Landspítala og prófessor í færsluvísindum og barnalæknisfræði við Háskóla Íslands auk kennarastöðu og yfirlæknisstöðu við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjun- um.* Hans Tómas hefur náð framúrskarandi árangri í rannsóknum sínum bæði í Bandaríkjunum og hérlendis. Þær hafa einkum beinst að tengslum erfða og svipgerðar ýmissa sjúkdóma. Meðal þeirra má nefna heilkenni sem við hann er kennt, Pilarowski-Bjornsson syndrome og Kab- uki-heilkenni. Í doktorsnámi sýndi Hans Tómas fram á í fyrsta sinn að utangena- merki breytast með aldri. Í vísindagrein hans og samstarfsmanna um þetta efni hefur verið vitnað oftar en 700 sinnum í virtum ritum. Hans Tómas hefur verið leiðbeinandi 9 doktorsnema og setið í 12 doktornefndum. Hann hefur hlotið mjög veglega alþjóðlega vísindastyrki og fjölmörg vísindaverðlaun. Verðlaunasjóður Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar *Sjá viðtal: Gunnarsdóttir GA. Ísland getur verið í fararbroddi við að tryggja betri heilsu fólks og erfðafræði mun gjörbylta læknisfræðinni, segir Hans Tómas Björnsson. Læknablaðið 2021; 107: 42-4. Hans Tómas Björnsson verðlaunahafi 2021. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.