Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 29
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 245 „Það er einróma álit að við tökum við góðu búi þótt rekstur Öldrunarheimila Akureyrar hafi verið áskorun,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar Dótturfélag Heilsuverndar tekur við öldrunarþjónustunni á Akureyri F R É T T I R ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Heilsuvernd hjúkrunarheimili, sem er dótturfélag Heilsuverndar, sjálfstætt starf- andi heilbrigðisfyrirtækis, hefur samið við Akureyrarbæ og Sjúkratryggingar Íslands um að taka við öldrunarheimilum bæjarins frá maíbyrjun. Með samningnum bætast 320 starfsmenn í hópinn. Íbúar eru 173 í hjúkrunarrýmum, 8 í dvalarrýmum auk 35 dagdvalarrýma. „Öldrunarheimilin eru einn stærsti vinnustaðurinn á Akureyri. Ábyrgðin er því heilmikil. Tækifærið er gríðarlega spennandi og ekkert launungarmál að við horfum til enn frekari rekstrar á heilbrigð- issviði,“ segir Teitur. „Með þessum samningi sjáum við að okkur er treyst, og trúum að svo verði áfram, fyrir hinum ýmsu verkefnum. Við þökkum fyrir það,“ segir Teitur sem var á Akureyri þegar Læknablaðið náði tali af honum. Samningurinn byggir á þeim ramma- samningi ríkisins um öldrunarheimilin sem styr hefur staðið um síðustu misseri. Fjögur sveitarfélög, Akureyrarbær fyrst, sögðu honum upp í vetur. Rekstrarstaða þjónustunnar hefur verið erfið og einka- rekin öldrunarþjónustufyrirtæki hafa sagt starfsfólki upp vegna fjárskorts. „Við þurfum að skoða stöðuna í ró- Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir félagið ekki skorast undan ábyrgð á rekstri öldr- unarþjónustu sem sveitarfélögin treysta sér ekki til að gera. Mynd/gag legheitum og trúum að hún vænkist á næstunni,“ segir Teitur. Félagið þekki vel til, það komi nú þegar að læknisþjónustu fyrir 750 rými. „Við sjáum tækifæri til áframhaldandi þróunar í þjónustunni og væntum mikils af framtíðinni, meðal annars í kjölfar svokallaðrar Gylfaskýrslu“ segir Teitur deginum áður en skýrslan um rekstrarvanda hjúkrunarheimila var birt. „Við erum bjartsýn. Þetta verður áskor- un. Við ætlum ekki að skorast undan henni heldur standa okkur með prýði.“ Lífið framlengt í Laugardalshöllinni? „Af hverju er ég hérna?“ spurði einn þeirra sem sat í röð í Laugardalshöll við það að verða bólusettur þriðjudaginn 20. apríl. „Ertu ekki með undirliggjandi sjúk- dóm?“ spurði heilbrigðisstarfsmaðurinn á móti. „Nei, en ég á afmæli,“ svaraði hann kátur. Starfsmaðurinn sagði þá að boð hefðu verið sent út til að klára bóluefnið. Þennan dag var það Pfizer fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Byrjað var á alvarlegustu sjúkdómunum. Þeir sem bólusettir voru þennan dag bættust við hóp þeirra 70.482 einstaklinga sem hafa fengið í það minnsta fyrri bólusetningar- skammtinn sinn. Hátt í 29.700 höfðu þann 19. apríl verið fullbólusettir samkvæmt COVID.is, upplýsingasíðu Embættis land- læknis. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.