Læknablaðið - 01.05.2021, Page 32
248 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
Fjögur bóluefni gegn COVID-19, frá Pfizer,
Moderna, AstraZeneca og Janssen, hafa
fengið skilyrt markaðsleyfi á Íslandi.
Rannsóknir á tugþúsundum þátttakenda
sýndu að þau eru örugg og veita mjög
góða (67-95%) vernd gegn COVID-19 sjúk-
dómi.
Veiruferjubóluefni AstraZeneca
Rannsókn á bóluefni AstraZeneca (11.000
þátttakendur) sýndi að tveir skammtar
gefnir með fjögurra til 12 vikna milli-
bili veittu 62-90% vernd, því betri sem
lengra var milli skammta.1 Í stærri rann-
sókn (32.000 þátttakendur) veittu tveir
skammtar með fjögurra vikna millibili
79% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, en
60% þátttakenda höfðu undirliggjandi
sjúkdóm. Vernd hjá 65 ára og eldri var
80% og vernd gegn alvarlegum sjúkdómi,
sjúkrahúsinnlögn og dauða var 100%.2 Ör-
yggi bóluefnisins var talið fullnægjandi.1,2
Í rannsókn á 18.000 þátttakendum veitti
einn skammtur 76% vernd gegn COVID-19
sjúkdómi þremur vikum til þremur
mánuðum síðar.3 Þeir sem fá bóluefni
með þriggja mánaða millibili ættu því að
vera vel varðir fram að seinni skammti.
Fjöldabólusetningar í Bretlandi sýndu að
einn skammtur veitti 60-73% vernd gegn
COVID-19 sjúkdómi hjá 80 ára og eldri,
eftir fjórar til sex vikur.4 Meðal rúmlega 5
milljóna bólusettra í Skotlandi veitti einn
skammtur 94% vernd gegn sjúkrahúsinn-
lögn, óháð aldri.5 Hjá 9000 einstaklingum
sem voru skimaðir vikulega í Bretlandi
Bóluefni og bólusetningar
gegn COVID-19 á Íslandi
Ingileif Jónsdóttir
prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands,
deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu
Ingileif.Jonsdottir@decode.is
var vernd gegn veirusýkingu (jákvætt-
PCR) með eða án einkenna 49,5% eftir
tvo skammta.3 Niðurstöðurnar benda til
að bóluefnið gæti dregið úr dreifingu
veirunnar með því að fækka smituðum.
Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti 7. apríl
að ekki væri hægt að útiloka tengsl milli
bólusetninga með AstraZeneca-bóluefn-
inu og mjög sjaldgæfra blóðtappa með
fækkun blóðflagna. Tilkynnt höfðu verið
86 tilfelli blóðtappa innan tveggja vikna
frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga
í Evrópusambandinu og Bretlandi, eink-
um hjá konum undir 60 ára og voru 18
dauðsföll. Ísland og fleiri lönd ákváðu að
gefa bóluefnið fólki yfir 70 eða 65 ára, en
önnur lönd munu ekki nota það, að svo
stöddu. Rannsókn á 9 konum og tveimur
körlum (22-49 ára) í Þýskalandi og Aust-
urríki, sem fengu blóðtappa innan tveggja
vikna frá bólusetningu með Astra Zeneca-
bóluefninu, sýndi að bóluefnið gæti valdið
sjaldgæfri tegund blóðtappa vegna mynd-
unar mótefna gegn blóðflögum sem valda
virkjun og síðan eyðingu blóðflaganna.6
Í Noregi fengu fjórar konur og einn karl
(32-54 ára) af 113.000 bólusettum, blóð-
tappa og blóðflögufæð 7-10 dögum eftir
bólusetningu, allir höfðu há mótefni gegn
blóðflögum.7 Sjaldgæfir blóðtappar með
fækkun blóðflagna eru nú skráðir sem
sjaldgæf aukaverkun af AstraZenecabólu-
efninu. Líkur á blóðtappa eru hverfandi
miðað við líkur á blóðtappa hjá alvarlega
veikum á spítala vegna COVID-19, en talið
er að 5-15% þeirra fái blóðstorkuvandamál
og/eða blóðtappa.8 Í hollenskri rannsókn á
947 COVID-sjúklingum á gjörgæslu fengu
12%, 16% og 21% blóðstorkuvandamál og/
eða blóðtappa innan 10, 20 og 30 daga.9
Lyfjastofnun Evrópu telur ávinning af
notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en
áhættuna.
mRNA bóluefni Pfizer
Tveir skammtar af bóluefni Pfizer gefnir
með þriggja vikna millibili veittu 95%
vernd gegn COVID-19 sjúkdómi (43.000
þátttakendur) og 90-100% vernd í öllum
hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og
undirliggjandi sjúkdómum. Verndin var
94,7% hjá 65 ára og eldri og 90% gegn
alvarlegum sjúkdómi. Aukaverkanir voru
skammvinnar, vægar eða meðalslæmar,
alvarlegar aukaverkanir voru sjaldgæf-
ar.10 Einn skammtur af bóluefninu veitti
85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn, óháð
aldri, meðal rúmlega 5 milljóna bólusettra
í Skotlandi.5 Alvarleg bráðaofnæmis-
viðbrögð eða ofnæmislost varð við 11,1
af milljón bólusetninga,11 sem er um 10
sinnum algengara en við bólusetningar
almennt. Þeim sem hafa fengið alvarleg
bráðaofnæmisviðbrögð er ráðlagt að ráð-
færa sig við lækni áður en þeir eru bólu-
settir.
Einn skammtur Pfizer-bóluefnisins
veitti 57% vernd gegn COVID-19-sjúkdómi
í rannsókn á milljón Ísraelsmönnum,
74% gegn sjúkrahúsinnlögn, 62% gegn
alvarlegum sjúkdómi og 72% gegn dauða.
Tveir skammtar veittu 94% vernd gegn
sjúkdómi, 87% gegn sjúkrahúsinnlögn og
B R É F T I L B L A Ð S I N S