Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 35
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 251 forvörnum, greiningum, þjálfun og með- ferðum. „BUGL tekur þátt í 21 samráðs- og fjölskylduteymi með heilsugæslu, skóla- þjónustu, félagsþjónustu og barnavernd. Samvinnan milli allra þessara stofnana, sem átti að auðvelda starfið, mætir núna oft erfiðleikum út af skorti á úrræðum.“ Biðlisti fyrir sálfræðiþjónustu er bæði hjá hinu opinbera og á einkastofum. Bertrand nefnir einnig sérstaklega langa biðlista í talþjálfun íslenskra barna. Málþroskaraskanir séu vangreindar hér á landi og meira en 3% barna glími við alvarlegan og hamlandi málþroskavanda. „Vandinn leiðir beint til geðraskana á unglingsárum. Það er því mjög mikilvægt að grípa strax inn í af krafti. Sum börn þyrftu að fara þrisvar til fjórum sinnum í viku í þjálfun en fara einu sinni ef þau komast að.“ Börnin verði fullorðin og glími þá við alvarlegar afleiðingar vegna áhrifa á geðheilsu, félagslega aðlögun, möguleika til náms og atvinnu. „Það er mjög mikilvægt að fjárfesta í forvörnum, geðrækt og í geðheilbrigðis- málum barna. Allir vita það en enginn vill gera það. Í það minnsta ekki nægilega til að það hafi langtímaáhrif. Það er synd, því hver króna sem fjárfest er í geðheilsu skilar sér margfalt til baka.“ Árangur til langs tíma Bertrand vísar þar til að mynda í fræði- grein í Lancet frá 2017 sem sýnir að hvert pund skili sér fjórtánfalt til baka. Einnig í skýrslu sem Canadian Institute for Health Information birti árið 2011 sem sýni arð- semi fjárfestinga. „Rannsóknir sýna klárlega að þegar fjárfest er í forvörnum, geðrækt og geð- heilsu barna skilar það sér margfalt til baka á fullorðinsárum og á fleiri sviðum en geðheilsu. Byrðin í tengslum við lang- tímaafleiðingar af geðrænum erfiðleikum í æsku er hins vegar mjög þung í dag og dýr fyrir samfélagið. Sem fjármálaráð- herra myndi ég fjárfesta í þessu þótt ég vissi að það væri langtímafjárfesting,“ segir hann. Bertrand segir niðurskurðinn í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafa verið sláandi. Hann horfi þó ekki til BUGL heldur skóla- kerfisins. „Hagrætt var í skólarekstri með því að fækka sérfræðingum í skólum eins Bertrand hefur nú unnið á BUGL allt frá árinu 1998 en var áður sérfræðilæknir í París. Hann segir ákvarðanir í kjölfar efnahagshrunsins 2008 birtast geðlæknum á barna- og unglingadeildinni nú. Mynd/gag Það er mjög mikilvægt að fjárfesta í forvörnum, geðrækt og í geðheil- brigðismálum barna. Allir vita það en enginn vill gera það.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.